Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. september 2019 19:00 Alma Möller, landlæknir, vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Fyrr í mánuðinum óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Landlæknir hefur nú tekið saman minnisblað um stöðuna. „Við höfum auðvitað áhyggjur af veikindum tengdum rafrettum eftir það sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar hafa yfir 800 manns veikst og tólf látist og við höfum séð eitt tilfelli sem svipar til þessa í Bandaríkjunum og síðan þrjú önnur tilfelli sem eru af öðrum toga þar sem er samfall á lunga,“ segir Alma Möller, landlæknis. Hún hefur mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna. „Tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota veip að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema,“ segir Alma. Alma segir að vísbendingar séu um að börn og ungmenni sem noti rafrettur séu töfalt líklegri til að byrja að reykja hefðbundnar sígarettur síðar. Þá séu vísbendingar um að nikótínnotkun ungmenna geti haft hamlani áhrif á þroska framheilans. „Sem er sá hluti sem hjálpar okkur að taka rökréttar ákvarðanir og stýra tilfinningum,“ segir Alma. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem hafa veikst í Bandaríkjunum hafi notað rafrettuvökva sem innihalda afleiður kannabiss. Ekki eru til rannsóknar um það hér á landi hve margir nota kannabisvökva í rafrettur en ljóst er að framboðið er mikið. Kannabissvökvi er auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu og ljóst að auðvelt er að nálgast efnið. Frá 1. mars síðastliðnum tóku lög um rafrettur gildi en frá þeim tíma hafa 954 tegundir af rafrettuvökva verið skráð hjá Neytendastofu. „Og þessi efni eru öll ekkert rannsökuð nákvæmlega, hvað gerist þegar þeim er andað ofan í lungu,“ segir Alma. Í minnisblaðinu segir að embætti landlæknis vilji leggja tvennt til við ráðherra á þessu stigi, annars vegar að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. „Það er heimild í lögunum um að setja reglugerð til að banna þetta.“ Einnig er lagt til að rafrettur og tengdar vörur séu merktar á íslensku. „Og að það sé tíundað hver hugsanleg heilsufarsleg áhrif geti verið,“ segir Alma Möller, landlæknir. Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Fyrr í mánuðinum óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Landlæknir hefur nú tekið saman minnisblað um stöðuna. „Við höfum auðvitað áhyggjur af veikindum tengdum rafrettum eftir það sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar hafa yfir 800 manns veikst og tólf látist og við höfum séð eitt tilfelli sem svipar til þessa í Bandaríkjunum og síðan þrjú önnur tilfelli sem eru af öðrum toga þar sem er samfall á lunga,“ segir Alma Möller, landlæknis. Hún hefur mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna. „Tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota veip að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema,“ segir Alma. Alma segir að vísbendingar séu um að börn og ungmenni sem noti rafrettur séu töfalt líklegri til að byrja að reykja hefðbundnar sígarettur síðar. Þá séu vísbendingar um að nikótínnotkun ungmenna geti haft hamlani áhrif á þroska framheilans. „Sem er sá hluti sem hjálpar okkur að taka rökréttar ákvarðanir og stýra tilfinningum,“ segir Alma. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem hafa veikst í Bandaríkjunum hafi notað rafrettuvökva sem innihalda afleiður kannabiss. Ekki eru til rannsóknar um það hér á landi hve margir nota kannabisvökva í rafrettur en ljóst er að framboðið er mikið. Kannabissvökvi er auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu og ljóst að auðvelt er að nálgast efnið. Frá 1. mars síðastliðnum tóku lög um rafrettur gildi en frá þeim tíma hafa 954 tegundir af rafrettuvökva verið skráð hjá Neytendastofu. „Og þessi efni eru öll ekkert rannsökuð nákvæmlega, hvað gerist þegar þeim er andað ofan í lungu,“ segir Alma. Í minnisblaðinu segir að embætti landlæknis vilji leggja tvennt til við ráðherra á þessu stigi, annars vegar að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. „Það er heimild í lögunum um að setja reglugerð til að banna þetta.“ Einnig er lagt til að rafrettur og tengdar vörur séu merktar á íslensku. „Og að það sé tíundað hver hugsanleg heilsufarsleg áhrif geti verið,“ segir Alma Möller, landlæknir.
Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira