Vill takmarka bragðefni og umbúðir sem höfða til barna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. september 2019 19:00 Alma Möller, landlæknir, vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Fyrr í mánuðinum óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Landlæknir hefur nú tekið saman minnisblað um stöðuna. „Við höfum auðvitað áhyggjur af veikindum tengdum rafrettum eftir það sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar hafa yfir 800 manns veikst og tólf látist og við höfum séð eitt tilfelli sem svipar til þessa í Bandaríkjunum og síðan þrjú önnur tilfelli sem eru af öðrum toga þar sem er samfall á lunga,“ segir Alma Möller, landlæknis. Hún hefur mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna. „Tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota veip að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema,“ segir Alma. Alma segir að vísbendingar séu um að börn og ungmenni sem noti rafrettur séu töfalt líklegri til að byrja að reykja hefðbundnar sígarettur síðar. Þá séu vísbendingar um að nikótínnotkun ungmenna geti haft hamlani áhrif á þroska framheilans. „Sem er sá hluti sem hjálpar okkur að taka rökréttar ákvarðanir og stýra tilfinningum,“ segir Alma. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem hafa veikst í Bandaríkjunum hafi notað rafrettuvökva sem innihalda afleiður kannabiss. Ekki eru til rannsóknar um það hér á landi hve margir nota kannabisvökva í rafrettur en ljóst er að framboðið er mikið. Kannabissvökvi er auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu og ljóst að auðvelt er að nálgast efnið. Frá 1. mars síðastliðnum tóku lög um rafrettur gildi en frá þeim tíma hafa 954 tegundir af rafrettuvökva verið skráð hjá Neytendastofu. „Og þessi efni eru öll ekkert rannsökuð nákvæmlega, hvað gerist þegar þeim er andað ofan í lungu,“ segir Alma. Í minnisblaðinu segir að embætti landlæknis vilji leggja tvennt til við ráðherra á þessu stigi, annars vegar að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. „Það er heimild í lögunum um að setja reglugerð til að banna þetta.“ Einnig er lagt til að rafrettur og tengdar vörur séu merktar á íslensku. „Og að það sé tíundað hver hugsanleg heilsufarsleg áhrif geti verið,“ segir Alma Möller, landlæknir. Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira
Landlæknir vill að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir á rafrettuvökva sem sérstaklega höfða til barna. Síðasta hálfa árið hafa hátt í þúsund tegundir af vökva verið skráðar hér á landi. Þá er kannabissvökvi í rafrettur auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu. Fyrr í mánuðinum óskaði heilbrigðisráðherra eftir því að landlæknir gerði úttekt á rafrettum, eftir að unglingur greindist með lungnasjúkdóm sem talið er að megi rekja til þeirra. Landlæknir hefur nú tekið saman minnisblað um stöðuna. „Við höfum auðvitað áhyggjur af veikindum tengdum rafrettum eftir það sem upp hefur komið í Bandaríkjunum, þar hafa yfir 800 manns veikst og tólf látist og við höfum séð eitt tilfelli sem svipar til þessa í Bandaríkjunum og síðan þrjú önnur tilfelli sem eru af öðrum toga þar sem er samfall á lunga,“ segir Alma Möller, landlæknis. Hún hefur mestar áhyggjur af vape-notkun barna og ungmenna. „Tæp tíu prósent unglinga í tíunda bekk nota veip að staðaldri og yfir tuttugu prósent framhaldsskólanema,“ segir Alma. Alma segir að vísbendingar séu um að börn og ungmenni sem noti rafrettur séu töfalt líklegri til að byrja að reykja hefðbundnar sígarettur síðar. Þá séu vísbendingar um að nikótínnotkun ungmenna geti haft hamlani áhrif á þroska framheilans. „Sem er sá hluti sem hjálpar okkur að taka rökréttar ákvarðanir og stýra tilfinningum,“ segir Alma. Vísbendingar eru um að stór hluti þeirra sem hafa veikst í Bandaríkjunum hafi notað rafrettuvökva sem innihalda afleiður kannabiss. Ekki eru til rannsóknar um það hér á landi hve margir nota kannabisvökva í rafrettur en ljóst er að framboðið er mikið. Kannabissvökvi er auglýstur í stórum stíl á snjallforriti þar sem fíkniefni eru boðin til sölu og ljóst að auðvelt er að nálgast efnið. Frá 1. mars síðastliðnum tóku lög um rafrettur gildi en frá þeim tíma hafa 954 tegundir af rafrettuvökva verið skráð hjá Neytendastofu. „Og þessi efni eru öll ekkert rannsökuð nákvæmlega, hvað gerist þegar þeim er andað ofan í lungu,“ segir Alma. Í minnisblaðinu segir að embætti landlæknis vilji leggja tvennt til við ráðherra á þessu stigi, annars vegar að hún beiti sér fyrir því að takmarka bragðefni og umbúðir sem sérstaklega höfða til barna. „Það er heimild í lögunum um að setja reglugerð til að banna þetta.“ Einnig er lagt til að rafrettur og tengdar vörur séu merktar á íslensku. „Og að það sé tíundað hver hugsanleg heilsufarsleg áhrif geti verið,“ segir Alma Möller, landlæknir.
Heilbrigðismál Rafrettur Mest lesið Stórbruni í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Fleiri fréttir Stórbruni í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Sjá meira