Stefna Reykjavíkurborg vegna innviðagjalda Hörður Ægisson skrifar 9. október 2019 06:15 Innviðagjaldið er sagt hafa mikil áhrif á byggingarkostnað og hækka mögulega söluverð íbúða. Fréttablaðið/ERNIR Verktakafyrirtæki, í samstarfi við Samtök iðnaðarins (SI), hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna meintra ólögmætra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Fjárhæðirnar sem um ræðir nema mörgum milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í samtali við Markaðinn óásættanlegt að lagaleg óvissa sé til staðar um lögmætið. „Hagsmunirnir eru miklir enda hefur gjaldið áhrif á byggingarkostnað og hækkar mögulega söluverð nýbygginga. Það eru því ekki síst hagsmunir almennings að úr þessum ágreiningi verði skorið,“ segir Sigurður, en samkvæmt minnisblaði frá árinu 2017 leikur verulegur vafi á lögmæti gjaldheimtunnar. Hann segir hagsmunaaðila hafa kosið að láta reyna á rétt sinn með því að stefna borginni og undirbúningur vegna prófmálsins sem nú sé farið af stað hafi staðið yfir undanfarna mánuði. Það er verktakafyrirtækið Sérverk sem formlega stefnir en að málinu stendur hópur stórra verktakafyrirtækja innan vébanda SI. Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð hjá dómstólum. Sigurður nefnir sem dæmi að innviðagjald á fermetra vegna uppbyggingar í Vogabyggð nemi 23 þúsundum króna sem gera 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á því svæði. „Í Vogabyggð einni nema innviðagjöld borgarinnar hvorki meira né minna en fimm milljörðum,“ segir Sigurður. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni og á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar og gæti innheimta innviðagjalds numið milljörðum króna í tengslum við það. Þá bendir Sigurður á að ekki liggi fyrir hvaða forsendur eru að baki ákvörðun Reykjavíkurborgar á fermetraverði innviðagjaldsins hverju sinni og virðist það mjög ólíkt á milli svæða. „Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum þar sem ekki er skortur á innviðum. Vekur það upp enn frekari spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert þessir fjármunir renna,“ segir Sigurður. Einar Hugi Bjarnason, sem er lögmaður hagsmunaaðila í málinu, telur einsýnt að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. „Það liggur fyrir – og er ágreiningslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í milljarðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatnagerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótargatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættusömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ segir Einar Hugi. Hann álítur ljóst, sé litið til fræðiskrifa á sviði sveitarstjórnarréttar, að slík gjaldtaka á einkaréttarlegum grundvelli geti aðeins komið til greina í undantekningartilvikum en ekki þegar um er að ræða lögbundin verkefni sveitarfélaga. „Þetta er kjarni málsins. Innviðagjaldinu er einmitt ætlað að standa undir lögbundnum verkefnum sveitarfélaga, eins og breytingu á deiliskipulagi og uppbyggingu skóla, gatna og annarra innviða sem teljast til lögbundinna verkefna borgarinnar. Þessi verkefni eru fjármögnuð með mörkuðum tekjustofnum, meðal annars gatnagerðargjaldi, og ekki getur komið til álita að viðbótarkostnaður vegna þessara verkefna verði lagður á með einkaréttarlegum samningi. Þá væri í raun um að ræða viðbótarskattlagningu án lagastoðar sem er andstætt stjórnarskrá,“ að mati Einars Huga. Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira
Verktakafyrirtæki, í samstarfi við Samtök iðnaðarins (SI), hafa stefnt Reykjavíkurborg vegna meintra ólögmætra innviðagjalda sem borgin hefur innheimt á undanförnum árum í tengslum við uppbyggingu á húsnæðismarkaði. Fjárhæðirnar sem um ræðir nema mörgum milljörðum króna. Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri SI, segir í samtali við Markaðinn óásættanlegt að lagaleg óvissa sé til staðar um lögmætið. „Hagsmunirnir eru miklir enda hefur gjaldið áhrif á byggingarkostnað og hækkar mögulega söluverð nýbygginga. Það eru því ekki síst hagsmunir almennings að úr þessum ágreiningi verði skorið,“ segir Sigurður, en samkvæmt minnisblaði frá árinu 2017 leikur verulegur vafi á lögmæti gjaldheimtunnar. Hann segir hagsmunaaðila hafa kosið að láta reyna á rétt sinn með því að stefna borginni og undirbúningur vegna prófmálsins sem nú sé farið af stað hafi staðið yfir undanfarna mánuði. Það er verktakafyrirtækið Sérverk sem formlega stefnir en að málinu stendur hópur stórra verktakafyrirtækja innan vébanda SI. Óskað hefur verið eftir flýtimeðferð hjá dómstólum. Sigurður nefnir sem dæmi að innviðagjald á fermetra vegna uppbyggingar í Vogabyggð nemi 23 þúsundum króna sem gera 2,3 milljónir á hverja 100 fermetra íbúð á því svæði. „Í Vogabyggð einni nema innviðagjöld borgarinnar hvorki meira né minna en fimm milljörðum,“ segir Sigurður. Innviðagjaldið er enn lagt á uppbyggingarverkefni í borginni og á næstu árum eru miklar framkvæmdir fyrirhugaðar og gæti innheimta innviðagjalds numið milljörðum króna í tengslum við það. Þá bendir Sigurður á að ekki liggi fyrir hvaða forsendur eru að baki ákvörðun Reykjavíkurborgar á fermetraverði innviðagjaldsins hverju sinni og virðist það mjög ólíkt á milli svæða. „Gjaldið hefur líka verið innheimt við uppbyggingu á svokölluðum þéttingarreitum þar sem ekki er skortur á innviðum. Vekur það upp enn frekari spurningar um innheimtu gjaldsins og hvert þessir fjármunir renna,“ segir Sigurður. Einar Hugi Bjarnason, sem er lögmaður hagsmunaaðila í málinu, telur einsýnt að málið muni hafa víðtækt fordæmisgildi. „Það liggur fyrir – og er ágreiningslaust – að engin lagaheimild er til álagningar innviðagjaldsins en samt sem áður er farið af stað í milljarðaframkvæmdir með tilheyrandi réttaróvissu. Mér finnst þetta raunar með ólíkindum enda hafði borgin borð fyrir báru varðandi gatnagerðargjöldin. Hún hefði getað nýtt lagaheimildir til að leggja á viðbótargatnagerðargjald en kaus að gera það ekki og fara þess í stað þá áhættusömu leið að leggja innviðagjald á lóðarhafa með einkaréttarlegum samningum,“ segir Einar Hugi. Hann álítur ljóst, sé litið til fræðiskrifa á sviði sveitarstjórnarréttar, að slík gjaldtaka á einkaréttarlegum grundvelli geti aðeins komið til greina í undantekningartilvikum en ekki þegar um er að ræða lögbundin verkefni sveitarfélaga. „Þetta er kjarni málsins. Innviðagjaldinu er einmitt ætlað að standa undir lögbundnum verkefnum sveitarfélaga, eins og breytingu á deiliskipulagi og uppbyggingu skóla, gatna og annarra innviða sem teljast til lögbundinna verkefna borgarinnar. Þessi verkefni eru fjármögnuð með mörkuðum tekjustofnum, meðal annars gatnagerðargjaldi, og ekki getur komið til álita að viðbótarkostnaður vegna þessara verkefna verði lagður á með einkaréttarlegum samningi. Þá væri í raun um að ræða viðbótarskattlagningu án lagastoðar sem er andstætt stjórnarskrá,“ að mati Einars Huga.
Birtist í Fréttablaðinu Reykjavík Mest lesið Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segja upp 52 sjómönnum Viðskipti innlent Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Atvinnulíf Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Neytendur Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Atvinnulíf Fleiri fréttir Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Sjá meira