Ákvörðun og ummælum Trumps forseta mótmælt Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. október 2019 18:45 Tyrkir og Kúrdar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir ákvörðun hans um að flytja herlið burt frá norðurhluta Sýrlands og rýma þannig fyrir innrás Tyrklandshers á yfirráðasvæði Kúrda. Með þessu er Trump sagður svíkja Kúrda, eina mikilvægustu bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Forsetinn sagði í gær að Bandaríkin hefðu verið of lengi í Sýrlandi. Ef Tyrkir gerðu eitthvað sem honum þóknaðist ekki myndi Trump gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið.Mótmæli Þeim ummælum var einmitt mótmælt í tyrknesku höfuðborginni Ankara í dag. „Við höfum safnast saman til að mótmæla því sem Bandaríkjaforseti tísti í gær, að hann myndi eyðileggja Tyrkland,“ sagði Aykur Dis, einn mótmælanda, í dag. Kúrdar í Sýrlandi eru ekki síður ósáttir, en þó af annarri ástæðu. Þeir líta svo á að Trump hafi stungið þá í bakið og óttast blóðbað. Særðir hermenn mótmæltu við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Qamishli í Sýrlandi. „Við, íbúar norðausturhluta Sýrlands, köllum eftir því að alþjóðasamfélagið, mannúðarsamtök og Sameinuðu þjóðirnar skerist í leikinn,“ sagði Muthanna al-Aqli, hermaður í sveitum Kúrda.Vígbúnaður og umræður Mikill vígbúnaður er nú á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar hefur töluverð hernaðaruppbygging átt sér stað undanfarnar vikur. Hersveitir hliðhollar Tyrkjum í Sýrlandi hafa svo verið við stífar æfingar frá því tilkynnt var um að aðgerðin væri yfirvofandi. Ákvörðun Trumps um að draga hermenn frá Sýrlandi verður til umræðu á næsta ríkisstjórnarfundi, síðar í vikunni. Það sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Alþingi í dag. Átök Kúrda og Tyrkja Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. 8. október 2019 17:19 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Tyrkir og Kúrdar mótmæltu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í dag eftir ákvörðun hans um að flytja herlið burt frá norðurhluta Sýrlands og rýma þannig fyrir innrás Tyrklandshers á yfirráðasvæði Kúrda. Með þessu er Trump sagður svíkja Kúrda, eina mikilvægustu bandamenn Bandaríkjanna í baráttunni við hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki. Forsetinn sagði í gær að Bandaríkin hefðu verið of lengi í Sýrlandi. Ef Tyrkir gerðu eitthvað sem honum þóknaðist ekki myndi Trump gjöreyðileggja tyrkneska hagkerfið.Mótmæli Þeim ummælum var einmitt mótmælt í tyrknesku höfuðborginni Ankara í dag. „Við höfum safnast saman til að mótmæla því sem Bandaríkjaforseti tísti í gær, að hann myndi eyðileggja Tyrkland,“ sagði Aykur Dis, einn mótmælanda, í dag. Kúrdar í Sýrlandi eru ekki síður ósáttir, en þó af annarri ástæðu. Þeir líta svo á að Trump hafi stungið þá í bakið og óttast blóðbað. Særðir hermenn mótmæltu við skrifstofur Sameinuðu þjóðanna í Qamishli í Sýrlandi. „Við, íbúar norðausturhluta Sýrlands, köllum eftir því að alþjóðasamfélagið, mannúðarsamtök og Sameinuðu þjóðirnar skerist í leikinn,“ sagði Muthanna al-Aqli, hermaður í sveitum Kúrda.Vígbúnaður og umræður Mikill vígbúnaður er nú á landamærum Sýrlands og Tyrklands. Þar hefur töluverð hernaðaruppbygging átt sér stað undanfarnar vikur. Hersveitir hliðhollar Tyrkjum í Sýrlandi hafa svo verið við stífar æfingar frá því tilkynnt var um að aðgerðin væri yfirvofandi. Ákvörðun Trumps um að draga hermenn frá Sýrlandi verður til umræðu á næsta ríkisstjórnarfundi, síðar í vikunni. Það sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í svari við fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar, á Alþingi í dag.
Átök Kúrda og Tyrkja Donald Trump Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33 Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15 Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. 8. október 2019 17:19 Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01 Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Ófyrirsjánleiki í utanríkisstefnu Bandaríkjanna veldur áhyggjum Utanríkisstefna Bandaríkjanna og ófyrirsjánleiki hennar veldur formanni Samfylkingarinnar áhyggjum. Í ljósi samskipta forseta Bandaríkjanna við ýmis ríki sé tilefni til að fá untanríkisráðherra á fund utanríkismálanefndar Alþingis. 8. október 2019 13:33
Íslenskur Kúrdi segir Trump vera svikara Flutningar bandarískra hermanna frá norðurhluta Sýrlands hófust í dag. Tyrkir áforma nú innrás á svæðið til þess að berjast við hersveitir Kúrda sem þar hafa yfirráð. 7. október 2019 19:15
Utanríkisráðherra segir ákvörðun Trumps vera áhyggjuefni: „Þarf oft ekki mikið til þess að kvikni í púðurtunnu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að ákvörðun Bandaríkjaforseta að draga um þúsund bandaríska hermenn frá Sýrlandi og gera Tyrkjum þannig kleift að herja á Sýrlenska Kúrda sé mikið áhyggjuefni. 8. október 2019 17:19
Óskar eftir fundi með Guðlaugi Þór vegna „grafalvarlegrar stöðu“ í kjölfar ákvörðunar Trumps Logi vísar þar til ákvörðunar forsetans, Donalds Trumps, þess efnis að draga um þúsund hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. 8. október 2019 08:01