Sameining sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu Vigdís Hauksdóttir skrifar 8. október 2019 10:00 Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð. Með þessari lögþvingun á að fylgja 15 milljarðar frá ríkinu/skattgreiðendum. Sveitarfélögum verður að fækka vegna gríðarlegs kostnaðar við að halda slíku batteríi úti. Í dag eru sveitarfélögin 72. Það sjá allir sem vilja að slíkur fjöldi er allt of mikill fyrir þjóð sem telur um 360.000 manns. En slíkar sameiningar mega ekki vera lögþvingaðar og þeim á ekki að fylgja gulrótarpeningur frá ríkinu. Slíkar sameiningar eiga að koma af sjálfu sér í gegnum samtöl og samvinnu kjörinna fulltrúa sem ættu að hafa það eitt markmið að ná fram hagræðingu og sparnaði fyrir útsvarsgreiðendur. En byrjum þá á byrjuninni og góðu fordæmi. Byrjum á því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu úr sex í tvö til að byrja með. Það er glórulaust að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði þar sem engar landfræðilegar hindranir eru, ólíkt því sem víða er úti á landi. Það liggur í augum uppi að hagstæðast væri að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem Kjalarnes var sameinað Reykjavík fyrir 21 ári. Jafnvel mætti bæta Kjósarhreppi við. Hitt höfuðborgarsveitarfélagið yrði til við samruna Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sem nýlega sameinaðist Álftanesi. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í súginn á ári hverju með að halda uppi sex „þjónustum“ í þessum sveitarfélögum. Dæmi: Einn borgarstjóri og fimm bæjarstjórar. Það eru sex einingar af öllum stjórnsýslustofnunum. Sexfaldur kostnaður fyrir útsvarsgreiðendur. Í Reykjavík eru 23 borgarfulltrúar, á Seltjarnarnesi eru 7 bæjarfulltrúar, í Mosfellsbæ eru 9 bæjarfulltrúar, í Garðabæ eru 11 bæjarfulltrúar, í Hafnarfirði eru 11 bæjarfulltrúar og í Kópavogi eru einnig 11 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla landssvæði. Hinn 1. janúar 2019 var íbúafjöldi í þessum sveitarfélögum samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um 228.000 manns. Ætlar einhver að segja mér að það sé eðlilegt að skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg kosti 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019? Það hljóta allir að sjá að sameining þessara sveitarfélaga er ekki bara skynsamleg – heldur er hún bráðnauðsynleg til að ná fram samlegðaráhrifum hvað kostnað varðar. Ég fullyrði að útsvarsgreiðendur vilja sjá sparnað og hagræðingu á sama tíma og flestir vilja hafa byggð í öllu landinu. Sameining sveitarfélaga á landsbyggðinni er því meiri línudans vegna landfræðilegra sjónarmiða sem ekki er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessum sjónarmiðum, að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fækka kjörnum fulltrúum, fækka stjórum og silkihúfunum. Sameina svið og ráð milli bæjarfélaga og ná heildarsýn á þróun höfuðborgarsvæðisins í heild t.d. hvað varðar framtíðaruppbyggingu þessa landssvæðis. Það eru kjarklausir stjórnmálamenn sem þora ekki að skera niður kerfið eins og við erum m.a. kosin til. Skattgreiðendur eru búnir að fá nóg af því hvernig farið er með opinbert fé.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Mosfellsbær Reykjavík Seltjarnarnes Sveitarstjórnarmál Vigdís Hauksdóttir Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Fyrir Alþingi liggur þingsályktun um að sameina eigi sveitarfélög og að ekkert sveitarfélag hafi færri en eitt þúsund íbúa árið 2026. Jafnframt er lagt til að íbúar fái ekki að kjósa um sameiningar heldur verði sameiningin lögþvinguð. Með þessari lögþvingun á að fylgja 15 milljarðar frá ríkinu/skattgreiðendum. Sveitarfélögum verður að fækka vegna gríðarlegs kostnaðar við að halda slíku batteríi úti. Í dag eru sveitarfélögin 72. Það sjá allir sem vilja að slíkur fjöldi er allt of mikill fyrir þjóð sem telur um 360.000 manns. En slíkar sameiningar mega ekki vera lögþvingaðar og þeim á ekki að fylgja gulrótarpeningur frá ríkinu. Slíkar sameiningar eiga að koma af sjálfu sér í gegnum samtöl og samvinnu kjörinna fulltrúa sem ættu að hafa það eitt markmið að ná fram hagræðingu og sparnaði fyrir útsvarsgreiðendur. En byrjum þá á byrjuninni og góðu fordæmi. Byrjum á því að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu úr sex í tvö til að byrja með. Það er glórulaust að hafa sex sveitarfélög á svo litlu landsvæði þar sem engar landfræðilegar hindranir eru, ólíkt því sem víða er úti á landi. Það liggur í augum uppi að hagstæðast væri að sameina Seltjarnarnes, Reykjavík og Mosfellsbæ þar sem Kjalarnes var sameinað Reykjavík fyrir 21 ári. Jafnvel mætti bæta Kjósarhreppi við. Hitt höfuðborgarsveitarfélagið yrði til við samruna Hafnarfjarðar, Kópavogs og Garðabæjar sem nýlega sameinaðist Álftanesi. Það eru gríðarlegir fjármunir sem fara í súginn á ári hverju með að halda uppi sex „þjónustum“ í þessum sveitarfélögum. Dæmi: Einn borgarstjóri og fimm bæjarstjórar. Það eru sex einingar af öllum stjórnsýslustofnunum. Sexfaldur kostnaður fyrir útsvarsgreiðendur. Í Reykjavík eru 23 borgarfulltrúar, á Seltjarnarnesi eru 7 bæjarfulltrúar, í Mosfellsbæ eru 9 bæjarfulltrúar, í Garðabæ eru 11 bæjarfulltrúar, í Hafnarfirði eru 11 bæjarfulltrúar og í Kópavogi eru einnig 11 bæjarfulltrúar. Samtals eru því 72 kjörnir fulltrúar á þessu litla landssvæði. Hinn 1. janúar 2019 var íbúafjöldi í þessum sveitarfélögum samkvæmt heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga um 228.000 manns. Ætlar einhver að segja mér að það sé eðlilegt að skrifstofa miðlægar stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg kosti 4,6 milljarða samkvæmt fjárhagsáætlun 2019? Það hljóta allir að sjá að sameining þessara sveitarfélaga er ekki bara skynsamleg – heldur er hún bráðnauðsynleg til að ná fram samlegðaráhrifum hvað kostnað varðar. Ég fullyrði að útsvarsgreiðendur vilja sjá sparnað og hagræðingu á sama tíma og flestir vilja hafa byggð í öllu landinu. Sameining sveitarfélaga á landsbyggðinni er því meiri línudans vegna landfræðilegra sjónarmiða sem ekki er að finna á höfuðborgarsvæðinu. Ég er í fullri alvöru að tala fyrir þessum sjónarmiðum, að sameina sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu, fækka kjörnum fulltrúum, fækka stjórum og silkihúfunum. Sameina svið og ráð milli bæjarfélaga og ná heildarsýn á þróun höfuðborgarsvæðisins í heild t.d. hvað varðar framtíðaruppbyggingu þessa landssvæðis. Það eru kjarklausir stjórnmálamenn sem þora ekki að skera niður kerfið eins og við erum m.a. kosin til. Skattgreiðendur eru búnir að fá nóg af því hvernig farið er með opinbert fé.Höfundur er borgarfulltrúi Miðflokksins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun