Sprenging í verslun Íslendinga með notuð föt Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. október 2019 19:18 Í sænska bænum Eskilstuna er verslunarmiðstöðin ReTuna með fjórtán verslunum: fataverslanir, húsgagnaverslanir, hjólaverslun, blómabúð og bókabúð eins og í dæmigerðri verslunarmiðstöð nema munurinn er sá að í þessum verslunum eru allar vörurnar notaðar. Hér á Íslandi hafa notaðar vörur verið seldar í áratugi í Kolaportinu, í Rauðakrossbúðum og á sölusíðum á netinu. En nú spretta upp nytjamarkaðir þar sem fólk getur komið með fötin sín í umboðssölu. Barnaloppan og Trendport komu fyrst. Extraloppan opnaði svo í Smáralind í sumar og næstu mánaðarmót opnar Barnabasar í Kringlunni. Þetta eru mögulega fyrstu skrefin í átt að heilli verslunarmiðstöð. Eða hvað? Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, segir móttökurnar að minnsta kosti góðar og finnst það ekki fjarri lagi. „Ég held þetta sé komið til að vera. Unga kynslóðin tekur sérstaklega vel í þetta og það eru framtíðarkúnnarnir," segir Brynja Dan. Það er ekki ódýrt að vera með verslun í Smáralind þannig að það hlýtur að ganga vel með verslun að þessu tagi. „Við erum alla vega að lifa af,“ segir Brynja hlæjandi. Fleiri hundruð manns ákveða að selja fötin sín í Extraloppunni í hverjum mánuði og viðskiptavinirnir streyma í búðina. Gabríela Þórðardóttir er fastagestur en hún keypti ekki notuð föt áður en hún kynntist þessari verslun. „Ég er vandræðalega oft hérna. Ég er að fara að bóka mér bás og selja mín eigin föt," segir hún. Hún hefur vanalega gefið fötin sín í Rauða krossinn og mun halda því áfram en selja flíkurnar sem eru af dýrari gerðinni. Snædís Sól Ingvarsdóttir er alsæl með peysu sem hún keypti notaða. Hún kaupir oft notuð föt. „Mér finnst það umhverfisvænna en að vera alltaf að kaupa ný föt," segir hún. Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Í sænska bænum Eskilstuna er verslunarmiðstöðin ReTuna með fjórtán verslunum: fataverslanir, húsgagnaverslanir, hjólaverslun, blómabúð og bókabúð eins og í dæmigerðri verslunarmiðstöð nema munurinn er sá að í þessum verslunum eru allar vörurnar notaðar. Hér á Íslandi hafa notaðar vörur verið seldar í áratugi í Kolaportinu, í Rauðakrossbúðum og á sölusíðum á netinu. En nú spretta upp nytjamarkaðir þar sem fólk getur komið með fötin sín í umboðssölu. Barnaloppan og Trendport komu fyrst. Extraloppan opnaði svo í Smáralind í sumar og næstu mánaðarmót opnar Barnabasar í Kringlunni. Þetta eru mögulega fyrstu skrefin í átt að heilli verslunarmiðstöð. Eða hvað? Brynja Dan Gunnarsdóttir, eigandi Extraloppunnar, segir móttökurnar að minnsta kosti góðar og finnst það ekki fjarri lagi. „Ég held þetta sé komið til að vera. Unga kynslóðin tekur sérstaklega vel í þetta og það eru framtíðarkúnnarnir," segir Brynja Dan. Það er ekki ódýrt að vera með verslun í Smáralind þannig að það hlýtur að ganga vel með verslun að þessu tagi. „Við erum alla vega að lifa af,“ segir Brynja hlæjandi. Fleiri hundruð manns ákveða að selja fötin sín í Extraloppunni í hverjum mánuði og viðskiptavinirnir streyma í búðina. Gabríela Þórðardóttir er fastagestur en hún keypti ekki notuð föt áður en hún kynntist þessari verslun. „Ég er vandræðalega oft hérna. Ég er að fara að bóka mér bás og selja mín eigin föt," segir hún. Hún hefur vanalega gefið fötin sín í Rauða krossinn og mun halda því áfram en selja flíkurnar sem eru af dýrari gerðinni. Snædís Sól Ingvarsdóttir er alsæl með peysu sem hún keypti notaða. Hún kaupir oft notuð föt. „Mér finnst það umhverfisvænna en að vera alltaf að kaupa ný föt," segir hún.
Neytendur Umhverfismál Verslun Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira