Biðlistavæðingin heldur áfram Halldór Víglundsson skrifar 7. október 2019 10:00 Miklar breytingar eru boðaðar af hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í samningum við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Nokkrir kollegar mínir hafa þegar skrifað greinar sem gagnrýna þá útboðsleið sem boðuð var með afar skömmum fyrirvara og hefur nú verið sett í ferli. Í fyrri greinum hefur m.a. komið fram umræða um óhjákvæmilega tengingu við annars ágætt greiðsluþátttökukerfi. Það kerfi var innleitt árið 2017 og hefur aukið kostnað SÍ og ríkisins við sjúkraþjálfun líkt og sumar aðrar þjónustugreinar heilbrigðiskerfisins. Fleiri hafa viljað nota og getað nýtt sér þjónustu okkar en áður og sennilegast þar á meðal hópur í samfélaginu sem áður hafði ekki vel ráð á því en hinsvegar fulla þörf. Þessir þættir aukins kostnaðar og meiri notkunar á þjónustu okkar virðast í fullri alvöru hafa komið þeim aðilum sem settu kerfið einhliða á laggirnar á óvart og ekki verið gert ráð fyrir tiltakanlegri kostnaðaraukningu vegna þessa. Uppleggið með kerfið var að setja þak á kostnað einstaklinga og fjölskyldna við að þiggja heilbrigðisþjónustu á ársgrundvelli. Ég ætla ekki að fjölyrða hér meira um óheillatengingu þessa sem virðist meðal annars gera að verkum að SÍ telur nauðsynlegt vegna aukins kostnaðar að fara frekar í þá átt að kosta minna til sjúkraþjálfunar og endurhæfingarþjónustu á starfsstofum okkar um allt land. Hvernig ætli virki þá að setja upp einhliða útboðsleið líka? Ekkert faglegt samráð við veitendur þjónustunnar kemur væntanlega vel út. Útboðsleið er nú í öllu falli að raun orðin eins og áður segir og er við fyrstu skoðun á forsendum hennar nokkuð ljóst að auknar kröfur eiga að felast í þjónustu okkar. Væri það í sjálfu sér í fínasta lagi ef kjaraforsendur okkar sjúkraþjálfaranna og rekstrarforsendur starfstofanna væru þar metnar til kostnaðaraukningar af hálfu útboðsaðila og sett í jafnvægi við kröfuaukninguna sem blasir við og aukna eftirspurn eftir þjónustu okkar. Já, ég reyni að útskýra þetta betur hér að neðan. Til þessa hafa rekstrarforsendur okkar með samningum við SÍ ekki leyft framkvæmdastjórastöðu á starfsstofum okkar og það starf verið unnið af meiri vilja en mætti á hlaupum, eftir vinnutíma og allt að ólaunað í besta falli. Nú er best að setja sig í stöður að tileinka sér að auki þekkingu og starf við innri gæðastjórnun án launa og einnig verður ef að líkum lætur nauðsynlegt að geta sinnt launalausri, frekar óþakklátri og stórri stöðu biðlistastjóra. Síðastnefnda staðan hefur því miður fest sig betur og betur í sessi síðastliðin misseri á starfsstofum okkar. Móttökuritarar hafa sinnt henni að mestu af mikilli þolinmæði og þrautseigju en þreytan er þegar farin að síga í þar með erfiðri forgangsröðun skjólstæðinga á biðlista ofan á önnur störf þeirra. Lengri og lengri biðtími skjólstæðinga okkar vegna síaukinnar eftirspurnar eftir þjónustu okkar hefur orðið raunin nú þegar. Miðað við takmörkun á þjónustu sbr. meðferðarkvóta hvers sjúkraþjálfara sem einnig liggur fyrir í nýrri einhliða útboðsleið, sigla biðlistamálin í átt að áður óreyndum víddum að mati undirritaðs. Þá verð ég að vara stjórnendur við á bráðamóttöku, heilsugæslum og læknavöktum að setja sig í stöður fyrir ennfrekari biðraðir og álag á þeirra þjónustustöðvum ef flöskuhálsinn til okkar þrengist ennfrekar. Sumum finnst ég kannski vera að taka fulldjúpt í árinni með þessum fullyrðingum, en vitið til. Eftir 18 ára reynslu í mínu starfi með a.m.k 42.000 veittum sjúkraþjálfunartímum veit ég fullvel að fólk leitar fyrst á þá heilbrigðisstarfstöð sem það kemst fyrst til þjónustu á, ef það fær óvenjuleg og óþægileg einkenni, sem gerir fólk óvisst með ástand sitt og heilsu. Oft er það eðlilegt þekkingarleysi sem verður til þess að fólk ber niður á svo að segja röngum stað með hin og þessi líkamlegu einkenni. Það er svipað og ef ég, sjúkraþjálfarinn, fengi tölvuvírus í tölvuna mína. Ég myndi, af eðlilegu þekkingarleysi í þeim fræðum, alls ekki vita alvarleika málsins og hefði ekki hugmynd um í hvern ég ætti að hringja í allra fyrst til ráðgjafar með vírusinn minn. Það gæti kostað nokkur símtöl til mismunandi aðila með mislönugm biðtíma eftir viðtali áður en sá rétti væri fundinn til að leysa mitt vandamál. Lykilatriðið í þessu er að ég myndi vera afar ragur að nota tölvuna, sem ég þarf þó nauðsynlega að nota til skráningar og skriffinsku allan daginn, fyrr en ég fengi leiðsögn með vandamálið mitt. Ég yrði bara skíthræddur þangað til af því ég þekki ekki alvarleikastig vírussins. Oft er það þó þannig að stoðkerfisvandamál þola einhverja bið til faglegra ráðlegginga og úrlausnar hjá sjúkraþjálfara. Eru þá til dæmis notuð verkja- og bólgueyðandi lyf til að brúa bilið. Það á hinsvegar mjög oft við að þau þola alls ekki langa bið til meðferðar áður en þau fara að vefja utan á sig víðtækari vandamál sem fara að hamla frekar starfsgetu og nauðsynlegri virkni í daglegu lífi hjá yngra og eldra fólki. Þangað vil ég ekki missa fleiri og fleiri. Aftur að útboði. Það sem gerir semsagt í allra stærstu atriðum að verkum að þessi leið miðað við núverandi útboðsforsendur er ekki fær er í fyrsta lagi að þar næst ekki framboðs- og eftirspurnarjafnvægi á þjónustu okkar við ásættanleg kjör sjúkraþjálfara. Að auki og ekki síður koma til ofangreind vankostuð stöðugildi á starfsstofum okkar til að mæta auknum kröfum SÍ og ekki síst fyrirsjáanleg og enn aukin bið eftir þjónustunni með afleiðingum sem ég leyfi mér að setja upp sviðsmyndina hér að ofan með. Það er vegið að okkur sem aldrei fyrr miðað við núverandi starfsumhverfi. Það umhverfi hefur þó að mati undirritaðs varla hangið í að vera ásættanlegt og skilvirkt síðastliðin misseri fyrst og fremst vegna álagsaukningar og nú síðast með stöðnuðum kjörum. Það hefur lengi verið metnaðar- og hvatningarmál í minni stétt til meiri færni í starfi að meta framhalds- og endurmenntun til kjaraviðbótar í samningum. Samningsaðilar hafa komist að samkomulagi um stigbil í taxta okkar og metið framhalds- og endurmenntun að einhverju lágmarki þó, til þessa. Það má vonandi flestum ljóst vera að það getur verið dýrmætur hvati hjá starfandi sjúkraþjálfara við að uppfæra þekkingu sína og skila betri árangri í þjónustu okkar. Nú er það að sjá í útboðsleið SÍ að það breytir engu með kjör sjúkraþjálfara, ef ég tek mig sem dæmi áfram, hvort sjúkraþjálfarinn hefur farið í gegnum klínískt meistaranám í einum fremsta háskóla heims með tugmilljóna kostnaði. Nám sem miðar gagngert að því að auka færni og þekkingu í daglegu klínísku starfi. Annarsskonar endurmenntun hefur ekki heldur áhrif til taxtabils eða hvort sjúkraþjálfarinn hefur unnið 42.000 meðferðir eða 42 meðferðir á starfsferlinum. Eðlilega er taxtinn sá sami, er það ekki? Það mátti heyra um daginn á forstjóra SÍ, Maríu Heimisdóttur, í viðtali að hún hélt að það hlyti að vera rými til hagræðingar í rekstri hjá okkur sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum. Í ljósi þessara ummæla verð ég að leyfa mér að efast um að hún hafi innsýn í hvaða ófæru umpólun á rekstri við þurfum að horfast í augu við við þessar breytingar sem SÍ boðar með núverandi útboðsleið. Þar myndi litlu breyta hvort við getum með litlu svigrúmi hagrætt einhverju þar sem viðbótin á kostnaðarsömum rekstrarliðum án viðbótarfjármagns frá þjónustukaupa (SÍ) er raunin. Þar breytir engu um hvort um nauðsyn lögbundnar útboðsleiðar er að ræða eða ekki. Þar breytir heldur engu að mínu mati hvort þriggja eða sex mánaða frestur er veittur á tilboðsgerð ef forsendur útboðsins eru eins og þær eru settar fram nú. Raunhæf útfærsla á henni er það sem skiptir máil og þar með hversu miklu fjármagni á að verja til þjónustunnar í heild til að þjónustan virki eins og hún þarf að gera fyrir notendur hennar og samfélagið. Ég vil sjá að því verði kostað til sem nauðsyn er svo okkar þjónusta verði áhrifarík fyrir notendur hennar áfram með lágmarksbið eftir henni sem skiptir höfuðmáli að mínu mati. Þetta hljóta að vera hagsmunir allra aðkomandi aðila þar sem Sjúkratryggingar Íslands ættu að hafa allan metnað og ábyrgð til þess að notendur þjónustunnar geti fengið hana sem fyrst og þannig á áhrifaríkastan hátt. Er og verður aukin þörf fyrir okkar starfskrafta? Já. Við erum stétt sem hjálpar samfélaginu á afgerandi hátt fljótt og örugglega þegar kemur að stoðkerfisvandamálum hjá okkur Íslendingum og öllum sem hér búa og starfa á okkar landi. Eftir því sem við sjúkraþjálfarar getum fyrr gripið inn í þegar um stoðkerfisvandamál er að ræða, aukum við stórlega líkurnar á að fólk geti komist fyrr af stað á ný af fyrra afli til að sinna hlutverkum sínum í lífinu við dagleg störf að heiman og heima. Talandi um heima og að heiman þá verður áfram síaukin þörf að efla hraðvaxandi fjölda aldraðra til að halda sem bestri stoðkerfisheilsu, geta verið sjálfbærir og sinnt sér og sínum hugðarefnum heimavið í eigin búsetu sem lengst. Við leggjum einnig þung lóð á vogarskálar þess að sporna við ótímabærri örorku. Í dag er rúmlega fjórðungur þeirra sem stríða við örorku í þeim sporum vegna stoðkerfisvandamála. Miðað við áætluð fjárlög ríkisins fyrir árið 2020 mætti ætla að kostnaður ríkisins af örorku vegna stoðkerfisvandamála verði eitthvað á bilinu 19-20 milljarðar króna. Ég vil að okkar stétt geti tekið þátt í að sporna áfram við því að fleiri lendi í ótímabærri örorku vegna stoðkerfisvandamála og minnka þennan kostnað. Á milli áranna 2017-2019 hefur örorka miðað við mannfjölda lækkað lítillega eða um 0,4%. Það eru stórar fréttir eftir árlegar hækkanir frá síðustu aldamótum a.m.k. fram að árinu 2017. Fækkunin hefur hlutfallslega verið miklu mun meiri á árunum 2017 og 2018 vegna stoðkerfisvandamála. Þetta eru allt saman ærin verkefni sem minnka fyrirsjáanlega ekki ásamt daglegri forvarnarvinnu okkar sem eykst einnig með fræðslu, ekki síst vegna aukinnar kyrrsetu og tíðni lífsstílsjúkdóma í okkar samfélagi. Ég vil og verð helst af öllu að geta áfram verið metnaðarfulli sjúkraþjálfarinn sem ég hef verið til þessa til að aðstoða fólk til betri stoðkerfisheilsu, meiri hreyfingar og viðeigandi sjálfsþjálfunar með sín stærri og smærri vandamál. Við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar getum það hreinlega ekki að mínu mati áfram ef farvegurinn með okkar starfsskilyrði verður jafn grýttur og horfir til. Ég vil ekki og get ekki verið að auki ólaunaður gæða,- framkvæmda,- og biðlistastjóri á minni starfsstofu eða fengið einhvern í þau ólaunuðu störf. Ég tel það ljóst vera að enginn sjúkraþjálfari hér á landi hafi lagt af stað í sitt nám með það fyrir augum að verða ríkur. Reynslan af því sem við sjáum og reynum í starfi okkar kennir okkur einmitt að helsta ríkidæmið okkar í gegnum lífið sem einstaklingur er að hafa góða heilsu. Það er síðan einnig helsti hagur samfélagsins til að skapa tekjur landsins og standa undir okkur öllum sem velmegandi þjóð. Það verður að efla ábyrgð á eigin heilsu okkar með forvarnarfræðslu og endurhæfingu fram á veginn en ekki að draga úr þessari þjónustugrein heilbrigðiskerfisins. Sjúkraþjálfun er í því samhengi ódýr og áhrifarík leið til að leggja nauðsynlegan lið til betri lýðheilsu á landinu okkar.Höfundur er sjálstætt starfandi löggildur sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis / MT Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Miklar breytingar eru boðaðar af hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) í samningum við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Nokkrir kollegar mínir hafa þegar skrifað greinar sem gagnrýna þá útboðsleið sem boðuð var með afar skömmum fyrirvara og hefur nú verið sett í ferli. Í fyrri greinum hefur m.a. komið fram umræða um óhjákvæmilega tengingu við annars ágætt greiðsluþátttökukerfi. Það kerfi var innleitt árið 2017 og hefur aukið kostnað SÍ og ríkisins við sjúkraþjálfun líkt og sumar aðrar þjónustugreinar heilbrigðiskerfisins. Fleiri hafa viljað nota og getað nýtt sér þjónustu okkar en áður og sennilegast þar á meðal hópur í samfélaginu sem áður hafði ekki vel ráð á því en hinsvegar fulla þörf. Þessir þættir aukins kostnaðar og meiri notkunar á þjónustu okkar virðast í fullri alvöru hafa komið þeim aðilum sem settu kerfið einhliða á laggirnar á óvart og ekki verið gert ráð fyrir tiltakanlegri kostnaðaraukningu vegna þessa. Uppleggið með kerfið var að setja þak á kostnað einstaklinga og fjölskyldna við að þiggja heilbrigðisþjónustu á ársgrundvelli. Ég ætla ekki að fjölyrða hér meira um óheillatengingu þessa sem virðist meðal annars gera að verkum að SÍ telur nauðsynlegt vegna aukins kostnaðar að fara frekar í þá átt að kosta minna til sjúkraþjálfunar og endurhæfingarþjónustu á starfsstofum okkar um allt land. Hvernig ætli virki þá að setja upp einhliða útboðsleið líka? Ekkert faglegt samráð við veitendur þjónustunnar kemur væntanlega vel út. Útboðsleið er nú í öllu falli að raun orðin eins og áður segir og er við fyrstu skoðun á forsendum hennar nokkuð ljóst að auknar kröfur eiga að felast í þjónustu okkar. Væri það í sjálfu sér í fínasta lagi ef kjaraforsendur okkar sjúkraþjálfaranna og rekstrarforsendur starfstofanna væru þar metnar til kostnaðaraukningar af hálfu útboðsaðila og sett í jafnvægi við kröfuaukninguna sem blasir við og aukna eftirspurn eftir þjónustu okkar. Já, ég reyni að útskýra þetta betur hér að neðan. Til þessa hafa rekstrarforsendur okkar með samningum við SÍ ekki leyft framkvæmdastjórastöðu á starfsstofum okkar og það starf verið unnið af meiri vilja en mætti á hlaupum, eftir vinnutíma og allt að ólaunað í besta falli. Nú er best að setja sig í stöður að tileinka sér að auki þekkingu og starf við innri gæðastjórnun án launa og einnig verður ef að líkum lætur nauðsynlegt að geta sinnt launalausri, frekar óþakklátri og stórri stöðu biðlistastjóra. Síðastnefnda staðan hefur því miður fest sig betur og betur í sessi síðastliðin misseri á starfsstofum okkar. Móttökuritarar hafa sinnt henni að mestu af mikilli þolinmæði og þrautseigju en þreytan er þegar farin að síga í þar með erfiðri forgangsröðun skjólstæðinga á biðlista ofan á önnur störf þeirra. Lengri og lengri biðtími skjólstæðinga okkar vegna síaukinnar eftirspurnar eftir þjónustu okkar hefur orðið raunin nú þegar. Miðað við takmörkun á þjónustu sbr. meðferðarkvóta hvers sjúkraþjálfara sem einnig liggur fyrir í nýrri einhliða útboðsleið, sigla biðlistamálin í átt að áður óreyndum víddum að mati undirritaðs. Þá verð ég að vara stjórnendur við á bráðamóttöku, heilsugæslum og læknavöktum að setja sig í stöður fyrir ennfrekari biðraðir og álag á þeirra þjónustustöðvum ef flöskuhálsinn til okkar þrengist ennfrekar. Sumum finnst ég kannski vera að taka fulldjúpt í árinni með þessum fullyrðingum, en vitið til. Eftir 18 ára reynslu í mínu starfi með a.m.k 42.000 veittum sjúkraþjálfunartímum veit ég fullvel að fólk leitar fyrst á þá heilbrigðisstarfstöð sem það kemst fyrst til þjónustu á, ef það fær óvenjuleg og óþægileg einkenni, sem gerir fólk óvisst með ástand sitt og heilsu. Oft er það eðlilegt þekkingarleysi sem verður til þess að fólk ber niður á svo að segja röngum stað með hin og þessi líkamlegu einkenni. Það er svipað og ef ég, sjúkraþjálfarinn, fengi tölvuvírus í tölvuna mína. Ég myndi, af eðlilegu þekkingarleysi í þeim fræðum, alls ekki vita alvarleika málsins og hefði ekki hugmynd um í hvern ég ætti að hringja í allra fyrst til ráðgjafar með vírusinn minn. Það gæti kostað nokkur símtöl til mismunandi aðila með mislönugm biðtíma eftir viðtali áður en sá rétti væri fundinn til að leysa mitt vandamál. Lykilatriðið í þessu er að ég myndi vera afar ragur að nota tölvuna, sem ég þarf þó nauðsynlega að nota til skráningar og skriffinsku allan daginn, fyrr en ég fengi leiðsögn með vandamálið mitt. Ég yrði bara skíthræddur þangað til af því ég þekki ekki alvarleikastig vírussins. Oft er það þó þannig að stoðkerfisvandamál þola einhverja bið til faglegra ráðlegginga og úrlausnar hjá sjúkraþjálfara. Eru þá til dæmis notuð verkja- og bólgueyðandi lyf til að brúa bilið. Það á hinsvegar mjög oft við að þau þola alls ekki langa bið til meðferðar áður en þau fara að vefja utan á sig víðtækari vandamál sem fara að hamla frekar starfsgetu og nauðsynlegri virkni í daglegu lífi hjá yngra og eldra fólki. Þangað vil ég ekki missa fleiri og fleiri. Aftur að útboði. Það sem gerir semsagt í allra stærstu atriðum að verkum að þessi leið miðað við núverandi útboðsforsendur er ekki fær er í fyrsta lagi að þar næst ekki framboðs- og eftirspurnarjafnvægi á þjónustu okkar við ásættanleg kjör sjúkraþjálfara. Að auki og ekki síður koma til ofangreind vankostuð stöðugildi á starfsstofum okkar til að mæta auknum kröfum SÍ og ekki síst fyrirsjáanleg og enn aukin bið eftir þjónustunni með afleiðingum sem ég leyfi mér að setja upp sviðsmyndina hér að ofan með. Það er vegið að okkur sem aldrei fyrr miðað við núverandi starfsumhverfi. Það umhverfi hefur þó að mati undirritaðs varla hangið í að vera ásættanlegt og skilvirkt síðastliðin misseri fyrst og fremst vegna álagsaukningar og nú síðast með stöðnuðum kjörum. Það hefur lengi verið metnaðar- og hvatningarmál í minni stétt til meiri færni í starfi að meta framhalds- og endurmenntun til kjaraviðbótar í samningum. Samningsaðilar hafa komist að samkomulagi um stigbil í taxta okkar og metið framhalds- og endurmenntun að einhverju lágmarki þó, til þessa. Það má vonandi flestum ljóst vera að það getur verið dýrmætur hvati hjá starfandi sjúkraþjálfara við að uppfæra þekkingu sína og skila betri árangri í þjónustu okkar. Nú er það að sjá í útboðsleið SÍ að það breytir engu með kjör sjúkraþjálfara, ef ég tek mig sem dæmi áfram, hvort sjúkraþjálfarinn hefur farið í gegnum klínískt meistaranám í einum fremsta háskóla heims með tugmilljóna kostnaði. Nám sem miðar gagngert að því að auka færni og þekkingu í daglegu klínísku starfi. Annarsskonar endurmenntun hefur ekki heldur áhrif til taxtabils eða hvort sjúkraþjálfarinn hefur unnið 42.000 meðferðir eða 42 meðferðir á starfsferlinum. Eðlilega er taxtinn sá sami, er það ekki? Það mátti heyra um daginn á forstjóra SÍ, Maríu Heimisdóttur, í viðtali að hún hélt að það hlyti að vera rými til hagræðingar í rekstri hjá okkur sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfurum. Í ljósi þessara ummæla verð ég að leyfa mér að efast um að hún hafi innsýn í hvaða ófæru umpólun á rekstri við þurfum að horfast í augu við við þessar breytingar sem SÍ boðar með núverandi útboðsleið. Þar myndi litlu breyta hvort við getum með litlu svigrúmi hagrætt einhverju þar sem viðbótin á kostnaðarsömum rekstrarliðum án viðbótarfjármagns frá þjónustukaupa (SÍ) er raunin. Þar breytir engu um hvort um nauðsyn lögbundnar útboðsleiðar er að ræða eða ekki. Þar breytir heldur engu að mínu mati hvort þriggja eða sex mánaða frestur er veittur á tilboðsgerð ef forsendur útboðsins eru eins og þær eru settar fram nú. Raunhæf útfærsla á henni er það sem skiptir máil og þar með hversu miklu fjármagni á að verja til þjónustunnar í heild til að þjónustan virki eins og hún þarf að gera fyrir notendur hennar og samfélagið. Ég vil sjá að því verði kostað til sem nauðsyn er svo okkar þjónusta verði áhrifarík fyrir notendur hennar áfram með lágmarksbið eftir henni sem skiptir höfuðmáli að mínu mati. Þetta hljóta að vera hagsmunir allra aðkomandi aðila þar sem Sjúkratryggingar Íslands ættu að hafa allan metnað og ábyrgð til þess að notendur þjónustunnar geti fengið hana sem fyrst og þannig á áhrifaríkastan hátt. Er og verður aukin þörf fyrir okkar starfskrafta? Já. Við erum stétt sem hjálpar samfélaginu á afgerandi hátt fljótt og örugglega þegar kemur að stoðkerfisvandamálum hjá okkur Íslendingum og öllum sem hér búa og starfa á okkar landi. Eftir því sem við sjúkraþjálfarar getum fyrr gripið inn í þegar um stoðkerfisvandamál er að ræða, aukum við stórlega líkurnar á að fólk geti komist fyrr af stað á ný af fyrra afli til að sinna hlutverkum sínum í lífinu við dagleg störf að heiman og heima. Talandi um heima og að heiman þá verður áfram síaukin þörf að efla hraðvaxandi fjölda aldraðra til að halda sem bestri stoðkerfisheilsu, geta verið sjálfbærir og sinnt sér og sínum hugðarefnum heimavið í eigin búsetu sem lengst. Við leggjum einnig þung lóð á vogarskálar þess að sporna við ótímabærri örorku. Í dag er rúmlega fjórðungur þeirra sem stríða við örorku í þeim sporum vegna stoðkerfisvandamála. Miðað við áætluð fjárlög ríkisins fyrir árið 2020 mætti ætla að kostnaður ríkisins af örorku vegna stoðkerfisvandamála verði eitthvað á bilinu 19-20 milljarðar króna. Ég vil að okkar stétt geti tekið þátt í að sporna áfram við því að fleiri lendi í ótímabærri örorku vegna stoðkerfisvandamála og minnka þennan kostnað. Á milli áranna 2017-2019 hefur örorka miðað við mannfjölda lækkað lítillega eða um 0,4%. Það eru stórar fréttir eftir árlegar hækkanir frá síðustu aldamótum a.m.k. fram að árinu 2017. Fækkunin hefur hlutfallslega verið miklu mun meiri á árunum 2017 og 2018 vegna stoðkerfisvandamála. Þetta eru allt saman ærin verkefni sem minnka fyrirsjáanlega ekki ásamt daglegri forvarnarvinnu okkar sem eykst einnig með fræðslu, ekki síst vegna aukinnar kyrrsetu og tíðni lífsstílsjúkdóma í okkar samfélagi. Ég vil og verð helst af öllu að geta áfram verið metnaðarfulli sjúkraþjálfarinn sem ég hef verið til þessa til að aðstoða fólk til betri stoðkerfisheilsu, meiri hreyfingar og viðeigandi sjálfsþjálfunar með sín stærri og smærri vandamál. Við sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfarar getum það hreinlega ekki að mínu mati áfram ef farvegurinn með okkar starfsskilyrði verður jafn grýttur og horfir til. Ég vil ekki og get ekki verið að auki ólaunaður gæða,- framkvæmda,- og biðlistastjóri á minni starfsstofu eða fengið einhvern í þau ólaunuðu störf. Ég tel það ljóst vera að enginn sjúkraþjálfari hér á landi hafi lagt af stað í sitt nám með það fyrir augum að verða ríkur. Reynslan af því sem við sjáum og reynum í starfi okkar kennir okkur einmitt að helsta ríkidæmið okkar í gegnum lífið sem einstaklingur er að hafa góða heilsu. Það er síðan einnig helsti hagur samfélagsins til að skapa tekjur landsins og standa undir okkur öllum sem velmegandi þjóð. Það verður að efla ábyrgð á eigin heilsu okkar með forvarnarfræðslu og endurhæfingu fram á veginn en ekki að draga úr þessari þjónustugrein heilbrigðiskerfisins. Sjúkraþjálfun er í því samhengi ódýr og áhrifarík leið til að leggja nauðsynlegan lið til betri lýðheilsu á landinu okkar.Höfundur er sjálstætt starfandi löggildur sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð stoðkerfis / MT
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun