Rafræn ökuskírteini: Jákvæð fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2019 23:30 Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Norðmenn eru fyrsta ríki Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma. 670 þúsund Norðmenn sóttu sér ökuskírteini í síma á fyrsta deginum en hér á Íslandi fylgjast stjórnvöld með. Það er hvimleitt að vera ekki með ökuskírteini á sér þegar lögregla stöðvar mann við hefðbundið eftirlit, en sekt við slíku nemur 10 þúsund krónum. Í Noregi þurfa ökumenn ekki að hafa áhyggjur af slíku því þeir geta nú sýnt lögreglu ökuskírteinið sitt í símanum. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður appi og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. Ekki er hægt að nota forritið sem ökuskírteini á ferðum erlendis og ráðlagt að hafa gamla ökuskírteinið með í för. Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa slík öpp verið í notkun í einhvern tíma.Jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýslu Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. „En ráðuneytið er mjög jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna og rafrænum og stafrænum lausnum í stjórnsýslunni. Við höfum kannski frekar verið að fylgjast með núna, því sem hefur verið að gerast í Noregi.“ Reglur á Íslandi eru byggðar á Evrópureglugerð þar sem kveðið er á um ökuskírteini í plastformi. Hins vegar þróar ráðuneytið nú stafræna umsókn um ökuskírteini. „Þá þarf fólk að skila inn umsóknum á pappír og það þarf að festa við ljósmynd á ljósmyndapappír við umsóknina. Verið er að kanna hvort að einfalda megi þetta ferli og gera það stafrænt.“ Noregur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Norðmenn eru fyrsta ríki Evrópu til að bjóða upp á rafræn ökuskírteini í síma. 670 þúsund Norðmenn sóttu sér ökuskírteini í síma á fyrsta deginum en hér á Íslandi fylgjast stjórnvöld með. Það er hvimleitt að vera ekki með ökuskírteini á sér þegar lögregla stöðvar mann við hefðbundið eftirlit, en sekt við slíku nemur 10 þúsund krónum. Í Noregi þurfa ökumenn ekki að hafa áhyggjur af slíku því þeir geta nú sýnt lögreglu ökuskírteinið sitt í símanum. Til að fá ökuskírteini í símann í Noregi þarf að hala niður appi og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Um leið birtast allar upplýsingar um þau ökuréttindi sem viðkomandi hefur. Norðmenn geta þó bara framvísað ökuskírteini í gegnum símann í Noregi. Ekki er hægt að nota forritið sem ökuskírteini á ferðum erlendis og ráðlagt að hafa gamla ökuskírteinið með í för. Í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna hafa slík öpp verið í notkun í einhvern tíma.Jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýslu Jónas Birgir Jónasson, lögfræðingur hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti, segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um að gefa út rafræn ökuskírteini hér á landi. „En ráðuneytið er mjög jákvætt fyrir öllu sem auðveldar stjórnsýsluna og rafrænum og stafrænum lausnum í stjórnsýslunni. Við höfum kannski frekar verið að fylgjast með núna, því sem hefur verið að gerast í Noregi.“ Reglur á Íslandi eru byggðar á Evrópureglugerð þar sem kveðið er á um ökuskírteini í plastformi. Hins vegar þróar ráðuneytið nú stafræna umsókn um ökuskírteini. „Þá þarf fólk að skila inn umsóknum á pappír og það þarf að festa við ljósmynd á ljósmyndapappír við umsóknina. Verið er að kanna hvort að einfalda megi þetta ferli og gera það stafrænt.“
Noregur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Samgöngustofa fylgist spennt með notkun rafrænna ökuskírteina í Noregi Um 670 þúsund Norðmenn sóttu sér rafrænt ökuskírteini í símann sinn fyrsta sólarhringinn eftir að þjónustunni var hleypt af stokkunum síðastliðinn þriðjudag. 3. október 2019 06:00