Elías Már: Velti því fyrir hvort það hefði ekki þurft sterkara dómarapar á þennan leik Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. október 2019 18:53 Elías Már Halldórsson þjálfar HK vísir/daníel Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn,“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni. HK tapaði 24-28 fyrir KA á heimavelli sínum. „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild.“ Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hafði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ sagði Elías um eftirlitsdómarann „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég var hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með. Ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson. Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn,“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni. HK tapaði 24-28 fyrir KA á heimavelli sínum. „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild.“ Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hafði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ sagði Elías um eftirlitsdómarann „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég var hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með. Ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson.
Olís-deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira