Handtóku loftlagsaðgerðasinna í London Sylvía Hall skrifar 6. október 2019 10:01 Frá fyrri mótmælum hópsins. Vísir/EPA Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. Aðgerðirnar beindust að loftslagsaðgerðahópnum Extinction Rebellion vegna fyrirhugaðra mótmæla þeirra í borginni á mánudag. Í frétt Reuters um málið kemur fram að lögregla hafi brotið niður hurð í húsakynnum hópsins og handtekið fólkið. Var fólkið handtekið vegna gruns um raskanir almannahagsmunum með aðgerðum sínum en hópurinn hafði áður skipulagt ellefu daga mótmæli í aprílmánuði sem hafði áhrif á almenningssamgöngur og vegi. Hópurinn hefur verið áberandi undanfarið en á fimmtudag vakti það heimsathygli þegar meðlimir reyndu að sprauta rauðlituðu vatni á breska fjármálaráðuneytið úr slökkviliðsbíl. Vatnið átti að tákna blóð og vekja athygli á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Uppátækið fór ekki betur en svo að meðlimir misstu stjórn á slöngunni og endaði vatnið mestallt á stéttinni.Extinction Rebellion hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að handtökur gærdagsins væru til marks um auknar fyrirbyggjandi aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar og lögreglu og litu yfirvöld því á hópinn sem „alvöru mótstöðuafl“. Þau kalla eftir því að ríkisstjórnin beini sjónum sínum að loftslagsvandanum sem sé ógn við alla íbúa heimsins. Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Máluðu brasilíska sendiráðið blóðrautt Mótmælendur frá Útrýmingaruppreisninni ötuðu sendiráðið í rauðri málningu og límdu sig við glugga til að mótmæla eyðingu Amasonregnskógarins. 13. ágúst 2019 11:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Sjö konur og þrír karlmenn voru handteknir í aðgerðum lögreglu í London í gær. Aðgerðirnar beindust að loftslagsaðgerðahópnum Extinction Rebellion vegna fyrirhugaðra mótmæla þeirra í borginni á mánudag. Í frétt Reuters um málið kemur fram að lögregla hafi brotið niður hurð í húsakynnum hópsins og handtekið fólkið. Var fólkið handtekið vegna gruns um raskanir almannahagsmunum með aðgerðum sínum en hópurinn hafði áður skipulagt ellefu daga mótmæli í aprílmánuði sem hafði áhrif á almenningssamgöngur og vegi. Hópurinn hefur verið áberandi undanfarið en á fimmtudag vakti það heimsathygli þegar meðlimir reyndu að sprauta rauðlituðu vatni á breska fjármálaráðuneytið úr slökkviliðsbíl. Vatnið átti að tákna blóð og vekja athygli á aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í loftslagsmálum. Uppátækið fór ekki betur en svo að meðlimir misstu stjórn á slöngunni og endaði vatnið mestallt á stéttinni.Extinction Rebellion hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að handtökur gærdagsins væru til marks um auknar fyrirbyggjandi aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar og lögreglu og litu yfirvöld því á hópinn sem „alvöru mótstöðuafl“. Þau kalla eftir því að ríkisstjórnin beini sjónum sínum að loftslagsvandanum sem sé ógn við alla íbúa heimsins.
Bretland Loftslagsmál Tengdar fréttir Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21 Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00 Máluðu brasilíska sendiráðið blóðrautt Mótmælendur frá Útrýmingaruppreisninni ötuðu sendiráðið í rauðri málningu og límdu sig við glugga til að mótmæla eyðingu Amasonregnskógarins. 13. ágúst 2019 11:20 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Leiðtogar funda í New York um loftslagsvá Aðeins þeir leiðtogar sem koma með lausnir á loftslagsfund Sameinuðu þjóðanna fá að halda ræðu. 23. september 2019 14:21
Jörðin lifir af en mannfólkið ekki Það eru engin mannréttindi eftir til að berjast fyrir ef mannskepnunnar nýtur ekki lengur við á jörðinni. Þetta segir aðalframkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International. 25. ágúst 2019 21:00
Máluðu brasilíska sendiráðið blóðrautt Mótmælendur frá Útrýmingaruppreisninni ötuðu sendiráðið í rauðri málningu og límdu sig við glugga til að mótmæla eyðingu Amasonregnskógarins. 13. ágúst 2019 11:20