Fá að opna gröf Dillingers vegna „svikara“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. október 2019 08:56 John Dillinger var skotinn til bana í Chicago árið 1934. Vísir/getty Ættingjar bandaríska glæpamannsins John Dillingers hafa fengið leyfi til að opna gröf hans í Indiana. Ættingjarnir halda því fram að svikari hafi verið jarðsettur á sínum tíma í stað Dillingers. Dillinger er einn alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna. Útsendarar Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) skutu hann til bana í Chicago árið 1934. Hann var síðar jarðaður í Crown Hill-kirkjugarðinum í Indianapolis, höfuðborg Indiana-ríkis. Ættingjar Dillingers, þar á meðal frændi hans Michael Thompson, telja að alríkislögreglan hafi myrt rangan mann. Þeir segjast getað sannað það með augnlit og fingraförum „svikarans“ sem hvílir nú í gröf Dillingers. FBI hafnar þessum fullyrðingum og segir þær samsæriskenningar. Í tísti FBI frá því í ágúst kemur auk þess fram að alríkislögreglan hafi yfirgripsmiklar sannanir fyrir því að maðurinn í gröf Dillingers sé Dillinger sjálfur.#DYK some think a stand-in was killed at the Biograph Theater instead of Dillinger?If it sounds like a conspiracy theory, that's because it is. A wealth of information supports Dillinger's demise including 3 sets of fingerprints, all positively matched.— FBI Chicago (@FBIChicago) August 1, 2019 Áætlað er að ráðist verði í uppgröft líkamsleifanna á gamlársdag, 31. desember næstkomandi. Kirkjugarðurinn hefur þó sett sig upp á móti ákvörðun stjórnvalda um að gefa út leyfið. Dillinger leiddi umfangsmikla glæpastarfsemi undir merkjum Dillinger-gengisins í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Hann flúði tvisvar úr fangelsi og var tíður gestur á síðum dagblaðanna. Kvikmyndin Public Enemies með Johnny Depp í hlutverki Dillingers tekur fjallar um síðustu æviár glæpaforingjans. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan. Bandaríkin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira
Ættingjar bandaríska glæpamannsins John Dillingers hafa fengið leyfi til að opna gröf hans í Indiana. Ættingjarnir halda því fram að svikari hafi verið jarðsettur á sínum tíma í stað Dillingers. Dillinger er einn alræmdasti glæpamaður Bandaríkjanna. Útsendarar Bandarísku alríkislögreglunnar (FBI) skutu hann til bana í Chicago árið 1934. Hann var síðar jarðaður í Crown Hill-kirkjugarðinum í Indianapolis, höfuðborg Indiana-ríkis. Ættingjar Dillingers, þar á meðal frændi hans Michael Thompson, telja að alríkislögreglan hafi myrt rangan mann. Þeir segjast getað sannað það með augnlit og fingraförum „svikarans“ sem hvílir nú í gröf Dillingers. FBI hafnar þessum fullyrðingum og segir þær samsæriskenningar. Í tísti FBI frá því í ágúst kemur auk þess fram að alríkislögreglan hafi yfirgripsmiklar sannanir fyrir því að maðurinn í gröf Dillingers sé Dillinger sjálfur.#DYK some think a stand-in was killed at the Biograph Theater instead of Dillinger?If it sounds like a conspiracy theory, that's because it is. A wealth of information supports Dillinger's demise including 3 sets of fingerprints, all positively matched.— FBI Chicago (@FBIChicago) August 1, 2019 Áætlað er að ráðist verði í uppgröft líkamsleifanna á gamlársdag, 31. desember næstkomandi. Kirkjugarðurinn hefur þó sett sig upp á móti ákvörðun stjórnvalda um að gefa út leyfið. Dillinger leiddi umfangsmikla glæpastarfsemi undir merkjum Dillinger-gengisins í Kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar. Hann flúði tvisvar úr fangelsi og var tíður gestur á síðum dagblaðanna. Kvikmyndin Public Enemies með Johnny Depp í hlutverki Dillingers tekur fjallar um síðustu æviár glæpaforingjans. Stiklu myndarinnar má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Hrókering hjá Helga: Fer úr Sjálfstæðisflokknum í Miðflokkinn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sandra tekin við af Guðbrandi Innlent Fleiri fréttir Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Sjá meira