Zidane ætlar að berjast til síðasta blóðdropa Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. október 2019 10:00 Zidane á hliðarlínunni. Vísir/Getty Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi spænsku 1. deildarinnar gustar um knattspyrnustjórann Zinedine Zidane í spænsku höfuðborginni. Helsta ástæðan er slæm byrjun liðsins á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu. Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mátti svo þakka fyrir að hafa náð 2-2 jafntefli gegn Club Brugge á heimavelli í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið er ósigrað á Spáni en hefur þó gert jafntefli í þremur leikjum. Í dag mætir það Granada sem gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona, 2-0, fyrr á leiktíðinni. „Ég veit hvar ég starfa og þetta er alltaf staðan,“ sagði Zidane spurður um álagið sem fylgir því að þjálfa Real Madrid. „Staðan er þó ekki jafn slæm og fólk sem stendur utan við félagið heldur fram. Þetta er Real Madrid og við erum einbeittir að því að standa okkur inni á vellinum. Í þessum leik fáum við tækifæri til að sýna af hverjum við erum á toppi deildarinnar.“ Hann segir að gagnrýnin hafi ekki áhrif á sig. „Þetta eru hlutskipti þjálfarans og svona er þetta fyrir okkur alla. Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa vegna þess að ég nýt þess sem ég geri og mér finnst að ég hafi það sem þarf til að sinna þessu starfi.“ Zidane er eins og flestir vita goðsögn hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu við afar góðan orðstír frá 2001 til 2006 og tók svo við þjálfun þess árið 2016. Undir stjórn Zidane varð Real Evrópumeistari þrjú ár í röð auk þess að vinna fjölda annarra titla. Hann hætti skyndilega eftir tímabilið 2018 en sneri aftur innan við ári síðar eftir slæmt gengi liðsins undir stjórn Julen Lopetegui og síðar Santiago Solari. Granada er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, einu stigi á eftir Real Madrid, en liðin mætast klukkan 14.00 í dag. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eftir þennan leik. Hér mætast liðin í fyrsta og öðru sæti og það skiptir miklu máli. Við munum mæta liði sem hefur staðið sig vel á tímabilinu, rétt eins og við sjálfir,“ sagði Zidane. Viðureign liðanna verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.55. Spænski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Real Madrid sitji á toppi spænsku 1. deildarinnar gustar um knattspyrnustjórann Zinedine Zidane í spænsku höfuðborginni. Helsta ástæðan er slæm byrjun liðsins á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu. Real tapaði 3-0 fyrir PSG í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildarinnar og mátti svo þakka fyrir að hafa náð 2-2 jafntefli gegn Club Brugge á heimavelli í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir. Liðið er ósigrað á Spáni en hefur þó gert jafntefli í þremur leikjum. Í dag mætir það Granada sem gerði sér lítið fyrir og skellti Barcelona, 2-0, fyrr á leiktíðinni. „Ég veit hvar ég starfa og þetta er alltaf staðan,“ sagði Zidane spurður um álagið sem fylgir því að þjálfa Real Madrid. „Staðan er þó ekki jafn slæm og fólk sem stendur utan við félagið heldur fram. Þetta er Real Madrid og við erum einbeittir að því að standa okkur inni á vellinum. Í þessum leik fáum við tækifæri til að sýna af hverjum við erum á toppi deildarinnar.“ Hann segir að gagnrýnin hafi ekki áhrif á sig. „Þetta eru hlutskipti þjálfarans og svona er þetta fyrir okkur alla. Ég ætla að berjast til síðasta blóðdropa vegna þess að ég nýt þess sem ég geri og mér finnst að ég hafi það sem þarf til að sinna þessu starfi.“ Zidane er eins og flestir vita goðsögn hjá Real Madrid. Hann lék með liðinu við afar góðan orðstír frá 2001 til 2006 og tók svo við þjálfun þess árið 2016. Undir stjórn Zidane varð Real Evrópumeistari þrjú ár í röð auk þess að vinna fjölda annarra titla. Hann hætti skyndilega eftir tímabilið 2018 en sneri aftur innan við ári síðar eftir slæmt gengi liðsins undir stjórn Julen Lopetegui og síðar Santiago Solari. Granada er í öðru sæti deildarinnar eftir sjö umferðir, einu stigi á eftir Real Madrid, en liðin mætast klukkan 14.00 í dag. „Við ætlum okkur að vera á toppnum eftir þennan leik. Hér mætast liðin í fyrsta og öðru sæti og það skiptir miklu máli. Við munum mæta liði sem hefur staðið sig vel á tímabilinu, rétt eins og við sjálfir,“ sagði Zidane. Viðureign liðanna verður sýnd í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 13.55.
Spænski boltinn Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti