Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsins Guðni Elísson skrifar 5. október 2019 09:43 Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í athugasemd um fréttaskýringuna að Kjartan sé ekki blaðamaður, heldur prédikari og að Rögnvaldur hafi skrifað góða bók um umhverfisrétttrúnað þar sem hann vari við öllum öfgum í umræðunni. Svo segir Hannes að haldin hafi verið ráðstefna Rögnvaldi til heiðurs í Háskóla Íslands 2014 (rétt er í október 2015) og að hann hafi sérstaklega boðið „ýmsum umhverfisöfgamönnum að koma þangað og svara honum, en enginn þeirra lét sjá sig“. Ég var einn af þeim einstaklingum sem Hannes bauð að vera með erindi en ég afþakkaði boðið vegna þess að allt eins hefði verið hægt að taka þátt í málþingi um það hvort bólusetningar eigi rétt á sér eða hvort kenna eigi sköpunarkenningar samhliða þróunarkenningunni í líffræðikennslu í grunnskólum. Þótt ég hafi ekki viljað leggja nafn mitt við þessa ráðstefnu mætti ég á hana og hlustaði á framlag Rögnvalds Hannessonar, sem flutt var á ensku. Það var vel þess virði vegna þess að hagfræðingurinn er að mínu mati meira skáld en sérfræðingur í umhverfisvísindum. Hér er fundið ljóð úr fyrirlestri Rögnvalds frá október 2015 sem kristallar afstöðu hans til umhverfismála, en ég þýddi fyrir nokkrum árum þennan kafla á íslensku og langar nú að deila honum með þjóðinni. Það er mikilvægt að árétta að rökþunginn kemur allur frá Rögnvaldi. Aðeins línuskiptingin er mín, fyrir utan titilinn, því að eitthvað verður ljóðið að heita. Þetta er því nákvæm þýðing á kafla úr fyrirlestri fræðimannsins:Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsinsTil eru alls konar umhverfisverndarsinnar. Þeir hafa alls kyns sýn – á sömu hluti … Svo er til annars konar umhverfisverndarstefna sem ég kalla umhverfisrétttrúnað. Þetta fólk segir að vernda eigi náttúruna, ekki okkur til hagsbóta, heldur á hennar forsendum. Við eigum að vernda villtar dýrategundir, jafnvel þótt þær séu vesen og skaðvaldar og ógni lífi okkar og limum. Ég er viss um að þið hafið öll heyrt um ljónið Sesíl, sem kom lánlausum amerískum tannlækni í klípu, vegna þess að honum varð á að skjóta það – í leyfisleysi. Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum og hann neyddist til að fara í felur í langan tíma. Afríkubúar vita betur. Þeir vita að ljón og fílar eru meindýr sem ógna tilvist manna og troða niður gróðurinn sem þeir eiga. Jæja. Hvað svo. Mér finnst þessi afstaða lýsa mannfyrirlitningu. Ég á eftir með að ímynda mér meiri mannfyrirlitningu. Að hefja upp náttúruna á kostnað mannsins og láta velferð dýra ganga fyrir velferð einstaklinga.Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Loftslagsmál Tengdar fréttir Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Yfirlýsingin sem íslenskur hagfræðingur leggur nafn sitt við endurtekur löngu hraktar fullyrðingar þar sem efast er um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. 2. október 2019 11:45 Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum birtist fréttaskýring á vefsíðu Vísis eftir Kjartan Kjartansson blaðamann um það að íslenski hagfræðiprófessorinn Rögnvaldur Hannesson hafi verið einn af þeim sem skrifaði undir alþjóðlega yfirlýsingu þekktra loftslagsafneitara þar sem grundvallaratriðum í loftslagsvísindum er hafnað. Prófessor Hannes Hólmsteinn Gissurarson segir í athugasemd um fréttaskýringuna að Kjartan sé ekki blaðamaður, heldur prédikari og að Rögnvaldur hafi skrifað góða bók um umhverfisrétttrúnað þar sem hann vari við öllum öfgum í umræðunni. Svo segir Hannes að haldin hafi verið ráðstefna Rögnvaldi til heiðurs í Háskóla Íslands 2014 (rétt er í október 2015) og að hann hafi sérstaklega boðið „ýmsum umhverfisöfgamönnum að koma þangað og svara honum, en enginn þeirra lét sjá sig“. Ég var einn af þeim einstaklingum sem Hannes bauð að vera með erindi en ég afþakkaði boðið vegna þess að allt eins hefði verið hægt að taka þátt í málþingi um það hvort bólusetningar eigi rétt á sér eða hvort kenna eigi sköpunarkenningar samhliða þróunarkenningunni í líffræðikennslu í grunnskólum. Þótt ég hafi ekki viljað leggja nafn mitt við þessa ráðstefnu mætti ég á hana og hlustaði á framlag Rögnvalds Hannessonar, sem flutt var á ensku. Það var vel þess virði vegna þess að hagfræðingurinn er að mínu mati meira skáld en sérfræðingur í umhverfisvísindum. Hér er fundið ljóð úr fyrirlestri Rögnvalds frá október 2015 sem kristallar afstöðu hans til umhverfismála, en ég þýddi fyrir nokkrum árum þennan kafla á íslensku og langar nú að deila honum með þjóðinni. Það er mikilvægt að árétta að rökþunginn kemur allur frá Rögnvaldi. Aðeins línuskiptingin er mín, fyrir utan titilinn, því að eitthvað verður ljóðið að heita. Þetta er því nákvæm þýðing á kafla úr fyrirlestri fræðimannsins:Umhverfisbæn nýfrjálshyggjumannsinsTil eru alls konar umhverfisverndarsinnar. Þeir hafa alls kyns sýn – á sömu hluti … Svo er til annars konar umhverfisverndarstefna sem ég kalla umhverfisrétttrúnað. Þetta fólk segir að vernda eigi náttúruna, ekki okkur til hagsbóta, heldur á hennar forsendum. Við eigum að vernda villtar dýrategundir, jafnvel þótt þær séu vesen og skaðvaldar og ógni lífi okkar og limum. Ég er viss um að þið hafið öll heyrt um ljónið Sesíl, sem kom lánlausum amerískum tannlækni í klípu, vegna þess að honum varð á að skjóta það – í leyfisleysi. Það varð allt vitlaust í Bandaríkjunum og hann neyddist til að fara í felur í langan tíma. Afríkubúar vita betur. Þeir vita að ljón og fílar eru meindýr sem ógna tilvist manna og troða niður gróðurinn sem þeir eiga. Jæja. Hvað svo. Mér finnst þessi afstaða lýsa mannfyrirlitningu. Ég á eftir með að ímynda mér meiri mannfyrirlitningu. Að hefja upp náttúruna á kostnað mannsins og láta velferð dýra ganga fyrir velferð einstaklinga.Höfundur er prófessor í almennri bókmenntafræði við Háskóla Íslands.
Íslenskur hagfræðingur skrifaði undir loftslagsvísindaafneitun Yfirlýsingin sem íslenskur hagfræðingur leggur nafn sitt við endurtekur löngu hraktar fullyrðingar þar sem efast er um orsakir og afleiðingar loftslagsbreytinga af völdum manna. 2. október 2019 11:45
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun