Strandaglópur á Keflavíkurflugvelli: „Maður verður að taka því sem kemur“ Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2019 19:01 Fjöldi farþegar situr enn fastur í flugvélum við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs og er búist við því að það taki fram eftir að kvöldi að tæma þær. Samkvæmt upplýsingum Isavia bíða farþegar í sex flugvélum enn eftir að komast frá borði. Icelandair aflýsti öllum flugferðum sínum síðdegis vegna veðurs en mikið hvassviðri er nú á suðvesturlandi. Ekki er búist við því að veðrið gangi niður fyrr en með morgundeginum. Á vefsíðu Keflavíkurflugvallar kemur fram að öllum flugferðum sem áætlaðar voru síðdegis og í kvöld hefur verið aflýst. Komum hefur einnig verið aflýst eða seinkað en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að tvær vélar Wizz Air hafi lent á Egilsstöðum. Veðurofsinn þýðir einnig að ekki hefur verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma flugvélar við flugstöðina. Ekki er hægt að nota brýrnar þegar vindhraði fer yfir 26 metra á sekúndu. Því er aðeins hægt að afferma tvær vélar í einu. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það gæti tekið fram á kvöld að tæma vélarnar. Guðjón frá Isavia segir við Vísi að miðað við veður og veðurspá verð ekki hægt að nota landgöngubrýr fyrr en í fyrramálið. Það sé flugfélaga og samstarfsaðila þeirra að ákveða hvort stigabílar séu notaðir til að ferma og afferma vélar. Þeir séu nú notaðir til að afferma vélar við flugvöllinn. Þeir farþegar sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við á flugvellinum voru þó tiltölulega rólegir. Íslenskur farþegi sem hafði beðið í tvær klukkustundir í vél úti á flugbraut og svo klukkutíma eftir farangri sem ekki skilaði sér sagði að allir hafi sýnt aðstæðum skilning. „Það er brjálað veður, við ráðum ekki við það,“ sagði hann. Bandarísk ferðakona sem var á leið heim til Boston sagðist við það að ljúka yndislegu fríi á Íslandi. „Þetta er ekki svo slæmt. Það er það sem það er. Maður verður bara að taka því sem að höndum ber á svona ferðalögum,“ sagði hún. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Fjöldi farþegar situr enn fastur í flugvélum við Keflavíkurflugvöll vegna veðurs og er búist við því að það taki fram eftir að kvöldi að tæma þær. Samkvæmt upplýsingum Isavia bíða farþegar í sex flugvélum enn eftir að komast frá borði. Icelandair aflýsti öllum flugferðum sínum síðdegis vegna veðurs en mikið hvassviðri er nú á suðvesturlandi. Ekki er búist við því að veðrið gangi niður fyrr en með morgundeginum. Á vefsíðu Keflavíkurflugvallar kemur fram að öllum flugferðum sem áætlaðar voru síðdegis og í kvöld hefur verið aflýst. Komum hefur einnig verið aflýst eða seinkað en Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi Isavia, segir að tvær vélar Wizz Air hafi lent á Egilsstöðum. Veðurofsinn þýðir einnig að ekki hefur verið hægt að nota landgöngubrýr til að afferma flugvélar við flugstöðina. Ekki er hægt að nota brýrnar þegar vindhraði fer yfir 26 metra á sekúndu. Því er aðeins hægt að afferma tvær vélar í einu. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 að það gæti tekið fram á kvöld að tæma vélarnar. Guðjón frá Isavia segir við Vísi að miðað við veður og veðurspá verð ekki hægt að nota landgöngubrýr fyrr en í fyrramálið. Það sé flugfélaga og samstarfsaðila þeirra að ákveða hvort stigabílar séu notaðir til að ferma og afferma vélar. Þeir séu nú notaðir til að afferma vélar við flugvöllinn. Þeir farþegar sem fréttamaður Stöðvar 2 ræddi við á flugvellinum voru þó tiltölulega rólegir. Íslenskur farþegi sem hafði beðið í tvær klukkustundir í vél úti á flugbraut og svo klukkutíma eftir farangri sem ekki skilaði sér sagði að allir hafi sýnt aðstæðum skilning. „Það er brjálað veður, við ráðum ekki við það,“ sagði hann. Bandarísk ferðakona sem var á leið heim til Boston sagðist við það að ljúka yndislegu fríi á Íslandi. „Þetta er ekki svo slæmt. Það er það sem það er. Maður verður bara að taka því sem að höndum ber á svona ferðalögum,“ sagði hún.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15 Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Sjá meira
Aflýsa öllum flugferðum Icelandair vegna veðurs Sú ákvörðun hefur verið tekin hjá Icelandair að aflýsa svo öllum brottförum flugvéla Icelandair frá Keflavíkurflugvelli seinni partinn í dag vegna veðurs. 4. október 2019 15:15
Farþegar sitja fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Mikið hvassviðri er á Reykjanesi og fjölmargir farþegar sitja fastir í flugvélum á flugbrautinni vegna veðursins. Öllum flugferðum Icelandair síðdegis, alls fjórtán, hefur verið aflýst. 4. október 2019 16:27