Fyrsti leikur Jakobs með KR frá oddaleiknum fræga fyrir tíu árum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. október 2019 11:30 Jakob varð Íslandsmeistari síðast þegar hann lék með KR. vísir/daníel Jakob Örn Sigurðarson leikur sinn fyrsta keppnisleik fyrir KR í rúm tíu ár þegar Íslandsmeistararnir taka á móti Grindavík í 1. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Síðasti leikur Jakobs á Íslandi, áður en hann hélt til Svíþjóðar í atvinnumennsku, var einmitt með KR gegn Grindavík í DHL-höllinni. Þann 13. apríl 2009 mættust KR og Grindavík í frægum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Þá, líkt og nú, voru jafnaldrarnir Jakob, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon í stóru hlutverki í liði KR. DHL-höllin var troðfull þetta mánudagskvöld og stemmningin ógleymanleg. KR leiddi allan tímann en Grindavík fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokasókn leiksins. En enginn Grindvíkingur skaut og sóknin rann út í sandinn. KR vann með minnsta mun, 84-83. Jakob skoraði 22 stig í oddaleiknum fræga, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum. Jakob var næststigahæstur í liði KR á eftir Jóni Arnóri sem skoraði 23 stig. Oddaleikurinn var langbesti leikur Jakobs í einvíginu gegn Grindavík. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR gekk Jakob í raðir Sundsvall Dragons þar sem hann lék í sex ár. Hann varð sænskur meistari með liðinu 2011. Jakob lék svo með Borås Basket í fjögur ár áður en hann ákvað að koma aftur heim í KR. Þar leikur hann m.a. með bróður sínum, Matthíasi Orra, sem kom frá ÍR í sumar. Leikur KR og Grindavíkur hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að honum loknum verður svo 1. umferð Domino's deildar karla gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla. 14. júlí 2019 21:45 Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. 29. maí 2019 15:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson leikur sinn fyrsta keppnisleik fyrir KR í rúm tíu ár þegar Íslandsmeistararnir taka á móti Grindavík í 1. umferð Domino's deildar karla í körfubolta í kvöld. Síðasti leikur Jakobs á Íslandi, áður en hann hélt til Svíþjóðar í atvinnumennsku, var einmitt með KR gegn Grindavík í DHL-höllinni. Þann 13. apríl 2009 mættust KR og Grindavík í frægum oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Þá, líkt og nú, voru jafnaldrarnir Jakob, Jón Arnór Stefánsson og Helgi Már Magnússon í stóru hlutverki í liði KR. DHL-höllin var troðfull þetta mánudagskvöld og stemmningin ógleymanleg. KR leiddi allan tímann en Grindavík fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn í lokasókn leiksins. En enginn Grindvíkingur skaut og sóknin rann út í sandinn. KR vann með minnsta mun, 84-83. Jakob skoraði 22 stig í oddaleiknum fræga, tók sjö fráköst og gaf fjórar stoðsendingar. Hann hitti úr fjórum af sex þriggja stiga skotum sínum. Jakob var næststigahæstur í liði KR á eftir Jóni Arnóri sem skoraði 23 stig. Oddaleikurinn var langbesti leikur Jakobs í einvíginu gegn Grindavík. Eftir að hafa orðið Íslandsmeistari með KR gekk Jakob í raðir Sundsvall Dragons þar sem hann lék í sex ár. Hann varð sænskur meistari með liðinu 2011. Jakob lék svo með Borås Basket í fjögur ár áður en hann ákvað að koma aftur heim í KR. Þar leikur hann m.a. með bróður sínum, Matthíasi Orra, sem kom frá ÍR í sumar. Leikur KR og Grindavíkur hefst klukkan 20:15 í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Að honum loknum verður svo 1. umferð Domino's deildar karla gerð upp í Domino's Körfuboltakvöldi.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla. 14. júlí 2019 21:45 Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. 29. maí 2019 15:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ Sjá meira
Jakob: Var búinn að útiloka að geta spilað með gömlu félögunum Jakob Örn Sigurðarson segist hafa verið búinn að útiloka það að hann myndi spila með sínum gömlu félögum í KR á nýjan leik en sú verður þó raunin í vetur þegar hann mætir með Vesturbæingum í Domino's deild karla. 14. júlí 2019 21:45
Bræðurnir sameinaðir hjá KR og Brynjar snýr líka aftur á heimaslóðirnar Íslandsmeistarar KR í körfubolta fengu mikinn liðstyrk í dag þegar þrír gamlir KR-ingar gengu aftur til liðs við félagið. 29. maí 2019 15:00