Líklegt að Bandaríkin komi upp flotastöð á Suður-Grænlandi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 4. október 2019 07:00 Rasmus segir að samskipti við íslenska viðbragðsaðila og Landhelgisgæsluna séu nauðsynleg. Fréttablaðið/Anton Rasmus Dahlberg, doktor og sérfræðingur við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir muni ná saman um nýja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Grænlandi. Líklegast er að Kangilinnguit, áður Grönnedal, í suðurhluta landsins verði fyrir valinu. Þar var byggð höfn árið 1951 og staðurinn var aðalbækistöð danska hersins á Grænlandi allt til ársins 2012. „Í dag er Kangilinnguit kallaður einmanalegasti staður danska hersins, þar eru aðeins nokkrir menn sem viðhalda innviðunum,“ segir Rasmus. Bandaríkjamenn hafa sýnt Grænlandi og norðurslóðum mikinn áhuga undanfarið, einkum í tengslum við aukinn hita í samskiptum landsins við bæði Kína og Rússland sem einnig hafa sýnt norðurslóðunum áhuga. Heimsathygli vakti þegar Trump forseti bauðst til að kaupa Grænland, en það boð var ekki út í loftið og Bandaríkjamenn vilja auka herafla sinn á eyjunni. Nú þegar hafa þeir herstöð í Thule í norðvesturhlutanum en í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir flotastöð á Grænlandi. „Það eru mjög fáar hafnir á Grænlandi sem geta tekið við stórum herskipum. Í Kangilinnguit er allt til staðar og vel viðhaldið, ekki aðeins höfnin heldur innviðir á landi til að sinna skipunum,“ segir Rasmus. „Staðsetningin er líka mjög góð, bæði upp á vegalengdir til austurs og vesturs, og Kangilinnguit er ekki það norðarlega að hafís valdi miklum vandræðum.“ Rasmus flutti fyrirlestur í gær í Þjóðminjasafninu á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og ræddi almennt um stöðuna á norðurheimskautinu, varnarmál og fleira. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að erlend ríki, sérstaklega Kínverjar, beittu áhrifum sínum á sjálfstæðishreyfingu Grænlands til að komast yfir auðlindir. Vel þekkt væri að Kínverjar byggðu upp innviði í Afríkuríkjum til þess að gera ríkin þar háð sér. „Grænlendingar hafa engan sérstakan áhuga á Kínverjum, en þeir nota Kínverja til að ögra bæði Dönum og Bandaríkjamönnum,“ segir Rasmus. „Ég get ekki séð að Grænland hafi burði til að geta orðið sjálfstætt á komandi öldum.“ Í því samhengi nefnir hann fámennið í landinu, efnahagsmálin og félagslega stöðu margra íbúa. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að Danir haldi fast í Grænland segir Rasmus hana tvíþætta. Annars vegar er það „Grænlandsspilið“, það er að stærð og staðsetning eyjunnar sé mikilvæg í alþjóðamálum og meðal annars hafi Danir getað komist auðveldlega og án mikils kostnaðar inn í Atlantshafsbandalagið. Hins vegar eru þar mannúðarsjónarmið. „Við Danir berum ábyrgð á Grænlendingum, sérstaklega eftir þær hörmungar sem við færðum yfir þjóðina með félagslegum tilraunum á sjötta áratugnum.“ Var það þegar reynt var að gera Grænlendinga að vestrænni þjóð, fólk var flutt í þéttbýli í Nuuk og börn flutt til Danmerkur. Það sem sneri helst að Íslandi voru mál tengd björgun. Stórum skemmtiferðaskipum fjölgar á norðurheimskautssvæðinu og ferðamenn koma við á ýmsum stöðum á Grænlandi. Rasmus tók þátt í LiveX björgunaræfingunni við Nuuk árið 2016 og var mjög hugsi eftir hana. „Við æfðum slys á 200 manna skemmtiferðaskipi, og aðeins 16 „dóu“,“ segir hann. Raunveruleikinn er hins vegar að þúsundir eru um borð í mörgum skipanna. Rasmus segir að góð samskipti við Landhelgisgæslu Íslands og viðbragðsaðila séu nauðsynleg, því að Grænland hafi ekki getu til að taka við fólki í risaslysi. „Við erum engu betur sett ef fólk deyr á ströndinni en í sjónum,“ segir hann. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Grænland Utanríkismál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Rasmus Dahlberg, doktor og sérfræðingur við Háskóla danska hersins, telur líklegt að Bandaríkjamenn og Danir muni ná saman um nýja flotastöð fyrir Bandaríkjaher á Grænlandi. Líklegast er að Kangilinnguit, áður Grönnedal, í suðurhluta landsins verði fyrir valinu. Þar var byggð höfn árið 1951 og staðurinn var aðalbækistöð danska hersins á Grænlandi allt til ársins 2012. „Í dag er Kangilinnguit kallaður einmanalegasti staður danska hersins, þar eru aðeins nokkrir menn sem viðhalda innviðunum,“ segir Rasmus. Bandaríkjamenn hafa sýnt Grænlandi og norðurslóðum mikinn áhuga undanfarið, einkum í tengslum við aukinn hita í samskiptum landsins við bæði Kína og Rússland sem einnig hafa sýnt norðurslóðunum áhuga. Heimsathygli vakti þegar Trump forseti bauðst til að kaupa Grænland, en það boð var ekki út í loftið og Bandaríkjamenn vilja auka herafla sinn á eyjunni. Nú þegar hafa þeir herstöð í Thule í norðvesturhlutanum en í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir flotastöð á Grænlandi. „Það eru mjög fáar hafnir á Grænlandi sem geta tekið við stórum herskipum. Í Kangilinnguit er allt til staðar og vel viðhaldið, ekki aðeins höfnin heldur innviðir á landi til að sinna skipunum,“ segir Rasmus. „Staðsetningin er líka mjög góð, bæði upp á vegalengdir til austurs og vesturs, og Kangilinnguit er ekki það norðarlega að hafís valdi miklum vandræðum.“ Rasmus flutti fyrirlestur í gær í Þjóðminjasafninu á vegum Varðbergs, samtaka um vestræna samvinnu og alþjóðamál, og ræddi almennt um stöðuna á norðurheimskautinu, varnarmál og fleira. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að erlend ríki, sérstaklega Kínverjar, beittu áhrifum sínum á sjálfstæðishreyfingu Grænlands til að komast yfir auðlindir. Vel þekkt væri að Kínverjar byggðu upp innviði í Afríkuríkjum til þess að gera ríkin þar háð sér. „Grænlendingar hafa engan sérstakan áhuga á Kínverjum, en þeir nota Kínverja til að ögra bæði Dönum og Bandaríkjamönnum,“ segir Rasmus. „Ég get ekki séð að Grænland hafi burði til að geta orðið sjálfstætt á komandi öldum.“ Í því samhengi nefnir hann fámennið í landinu, efnahagsmálin og félagslega stöðu margra íbúa. Aðspurður um ástæðuna fyrir því að Danir haldi fast í Grænland segir Rasmus hana tvíþætta. Annars vegar er það „Grænlandsspilið“, það er að stærð og staðsetning eyjunnar sé mikilvæg í alþjóðamálum og meðal annars hafi Danir getað komist auðveldlega og án mikils kostnaðar inn í Atlantshafsbandalagið. Hins vegar eru þar mannúðarsjónarmið. „Við Danir berum ábyrgð á Grænlendingum, sérstaklega eftir þær hörmungar sem við færðum yfir þjóðina með félagslegum tilraunum á sjötta áratugnum.“ Var það þegar reynt var að gera Grænlendinga að vestrænni þjóð, fólk var flutt í þéttbýli í Nuuk og börn flutt til Danmerkur. Það sem sneri helst að Íslandi voru mál tengd björgun. Stórum skemmtiferðaskipum fjölgar á norðurheimskautssvæðinu og ferðamenn koma við á ýmsum stöðum á Grænlandi. Rasmus tók þátt í LiveX björgunaræfingunni við Nuuk árið 2016 og var mjög hugsi eftir hana. „Við æfðum slys á 200 manna skemmtiferðaskipi, og aðeins 16 „dóu“,“ segir hann. Raunveruleikinn er hins vegar að þúsundir eru um borð í mörgum skipanna. Rasmus segir að góð samskipti við Landhelgisgæslu Íslands og viðbragðsaðila séu nauðsynleg, því að Grænland hafi ekki getu til að taka við fólki í risaslysi. „Við erum engu betur sett ef fólk deyr á ströndinni en í sjónum,“ segir hann.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Grænland Utanríkismál Mest lesið „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Innlent Fleiri fréttir Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Sjá meira
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent