„Allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. október 2019 12:00 Ótal spurningum er ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. gamma Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. Rætt var við Hörð um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og snerist umræðan að mestu leyti um Gamma: Novus sem er fasteignasjóður með um 400 til 500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á sínu snærum. Sagði Hörður að svo virtist sem allt utanumhald um þann sjóð og verkefni hans hafi verið í skötulíki. „Það kemur í ljós á mánudaginn að eigið fé sjóðsins virðist hafa gufað upp; farið frá því að vera tæpir fjórir milljarðar að því er menn héldu um mitt árið í fjörutíu milljónir. Endurskoðaður ársreikningur um áramótin hafði sýnt 4,8 milljarða eiginfjárstöðu. Þannig að menn eru núna að reyna að átta sig á því hvernig getur þetta gerst,“ sagði Hörður en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi benti Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma og nýr sjóðsstjóri Novus, á þrjú atriði í þessu samhengi. „Vænt sala eigna Upphafs fasteignafélags sem var í rekstri hjá Gamma: Novus hefur verið endurmetið, kostnaðarhækkanir hafa verið vanmetnar og svo notum við aðra aðferð til að meta vaxtakostnað félagsins til framtíðr,“ sagði Máni.Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Háir vextir í skuldabréfaútboði endurspegluðu mikla áhættu Hörður rifjaði það upp í morgun að í vor hafði Upphaf fasteignafélag, sem er í eigu Gamma: Novus, sótt sér 2,7 milljarða í lánsfé á skuldabréfamarkaði. Sagði Hörður að það hefði reynst félaginu dálítið erfitt að sækja sér féð en það endurspeglaðist meðal annars í því að vaxtakjörin í útboðinu, sem áttu upphaflega að vera 11 prósent, enduðu í því að vera 15 prósent. „Í tveggja ára skuldabréfaútboði er það á alla mælikvarða mjög hátt og endurspeglar að þarna er mikil áhætta,“ sagði Hörður og bætti við að þegar farið væri í slíkt útboð þyrfti að kynna fyrir fjárfestum viðamiklar fjárhagsupplýsingar sem væru lagðar á borðið. Var hann þá spurður af þáttastjórnanda hvort að það þyrfti ekki allt að vera rétt. „Jú, maður myndi halda það og stimplað í bak og fyrir. Og ekkert af því stenst virðist vera,“ sagði Hörður. Hann sagði að nýir stjórnendur hjá sjóðnum myndu væntanlega velta við öllum steinum til að komst til botns í því hvað gerðist og meðal annars skoða hvort einhverjar óeðlilegar greiðslur hefðu runnið úr félaginu á síðustu mánuðum. Aðspurður hvort einhver hefði gert mistök í málinu svaraði Hörður: „Tvímælalaust. Það virðist augljóst að allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem rangt var farið með í upphafi að þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu myndu tapa öllu sínu fé. Það er ekki rétt og hefur verið lagfært. Hið rétta er að sjóðsfélagar í Novus hafa tapað öllu sínu. GAMMA Lífeyrissjóðir Markaðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Hörður Ægisson, ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, segir að ótal spurningum sé enn ósvarað varðandi það hvernig það gat gerst að eignir tveggja fagfjárfestasjóða í rekstri Gamma rýrnuðu um annars vegar 99 prósent í tilviki Gamma: Novus og hins vegar um 60 prósent í tilviki Gamma: Anglia. Rætt var við Hörð um málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun og snerist umræðan að mestu leyti um Gamma: Novus sem er fasteignasjóður með um 400 til 500 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu á sínu snærum. Sagði Hörður að svo virtist sem allt utanumhald um þann sjóð og verkefni hans hafi verið í skötulíki. „Það kemur í ljós á mánudaginn að eigið fé sjóðsins virðist hafa gufað upp; farið frá því að vera tæpir fjórir milljarðar að því er menn héldu um mitt árið í fjörutíu milljónir. Endurskoðaður ársreikningur um áramótin hafði sýnt 4,8 milljarða eiginfjárstöðu. Þannig að menn eru núna að reyna að átta sig á því hvernig getur þetta gerst,“ sagði Hörður en í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi benti Máni Atlason, nýr framkvæmdastjóri Gamma og nýr sjóðsstjóri Novus, á þrjú atriði í þessu samhengi. „Vænt sala eigna Upphafs fasteignafélags sem var í rekstri hjá Gamma: Novus hefur verið endurmetið, kostnaðarhækkanir hafa verið vanmetnar og svo notum við aðra aðferð til að meta vaxtakostnað félagsins til framtíðr,“ sagði Máni.Hörður Ægisson er ritstjóri Markaðarins, fylgirits Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.Háir vextir í skuldabréfaútboði endurspegluðu mikla áhættu Hörður rifjaði það upp í morgun að í vor hafði Upphaf fasteignafélag, sem er í eigu Gamma: Novus, sótt sér 2,7 milljarða í lánsfé á skuldabréfamarkaði. Sagði Hörður að það hefði reynst félaginu dálítið erfitt að sækja sér féð en það endurspeglaðist meðal annars í því að vaxtakjörin í útboðinu, sem áttu upphaflega að vera 11 prósent, enduðu í því að vera 15 prósent. „Í tveggja ára skuldabréfaútboði er það á alla mælikvarða mjög hátt og endurspeglar að þarna er mikil áhætta,“ sagði Hörður og bætti við að þegar farið væri í slíkt útboð þyrfti að kynna fyrir fjárfestum viðamiklar fjárhagsupplýsingar sem væru lagðar á borðið. Var hann þá spurður af þáttastjórnanda hvort að það þyrfti ekki allt að vera rétt. „Jú, maður myndi halda það og stimplað í bak og fyrir. Og ekkert af því stenst virðist vera,“ sagði Hörður. Hann sagði að nýir stjórnendur hjá sjóðnum myndu væntanlega velta við öllum steinum til að komst til botns í því hvað gerðist og meðal annars skoða hvort einhverjar óeðlilegar greiðslur hefðu runnið úr félaginu á síðustu mánuðum. Aðspurður hvort einhver hefði gert mistök í málinu svaraði Hörður: „Tvímælalaust. Það virðist augljóst að allt utanumhald um sjóðinn og verkefnin virðist hafa verið í skötulíki.“ Hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.Fréttin hefur verið uppfærð þar sem rangt var farið með í upphafi að þeir sem tóku þátt í skuldabréfaútboðinu myndu tapa öllu sínu fé. Það er ekki rétt og hefur verið lagfært. Hið rétta er að sjóðsfélagar í Novus hafa tapað öllu sínu.
GAMMA Lífeyrissjóðir Markaðir Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00 Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Lífeyrissjóðir lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með stöðu sjóða hjá Gamma Nýir stjórnendur Gamma ætla að rannsaka hvað fór úrskeiðis í rekstri tveggja sjóða hjá félaginu 2. október 2019 21:00
Stjórnendur virtu að vettugi kostnaðarmat verkfræðistofu Framkvæmdastjóri verkfræðistofu sem vann kostnaðarmat vegna byggingar 129 íbúða á Kársnesi segir að kostnaðaráætlun fyrirtækisins hafi verið hunsuð og stjórnendur Upphafs fasteignafélags hafi samið aðra áætlun innanhúss og kynnt hana hagsmunaaðilum. Sú áætlun hafi verið verulega vanáætluð. 3. október 2019 06:00