Lögbann sett á þungunarrofslögin í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 1. október 2019 23:54 Frá mótmælum gegn hjartsláttarfrumvarpinu í Atlanta í Georgíu í maí. Vísir/Getty Bandarískur alríkisdómari lagði í dag tímabundið lögbann við því að umdeild og ströng þungunarrofslög taki gildi í Georgíu. Lögin eiga að taka gildi við upphaf nýs árs og myndu banna þungunarrof, jafnvel þegar í sjöttu viku meðgöngu. Hópur mannréttindasamtaka, lækna og heilsugæslustöðva höfðuðu mál gegn ríkinu í sumar til að fá lögunum sem voru undirrituð í maí hnekkt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram og samþykkt í fleiri ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Þau hafa verið nefnd hjartsláttarfrumvörp þar sem þau kveða á um að þungunarrof sé óheimilt þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Á þeim tíma vita margar konur ekki af því að þeir séu þungaðar. Undanþágur eru þó frá lögunum í Georgíu í sumum tilfellum eins og þegar kona verður þunguð eftir nauðgun eða sifjaspell, líf móður er í hættu eða fóstrið er með alvarlega galla. Málsvarar frumvarpa af þessu tagi hafa sums staðar talað opinskátt um að þeir hafi samþykkt lögin gagngert til þess að þau yrðu felld úr gildi fyrir dómstólum. Markmið þeirra er að fá Hæstarétt Bandaríkjanna, sem nú er skipaður öruggum meirihluta íhaldsmanna, til að taka upp lögmæti laganna. Fyrir þeim vakir að hæstiréttur snúi við dómafordæminu sem lögleiddi þungunarrof í Bandaríkjunum. Lögin í Georgíu vöktu mikla athygli en þau yrðu ein þau ströngustu í Bandaríkjunum tækju þau gildi. Stórfyrirtæki hafa hótað að sniðganga Georgíu vegna þeirra og fjöldi Hollywood-stjarna hefur deilt á yfirvöld vegna þeirra. Bandaríkin Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Sjá meira
Bandarískur alríkisdómari lagði í dag tímabundið lögbann við því að umdeild og ströng þungunarrofslög taki gildi í Georgíu. Lögin eiga að taka gildi við upphaf nýs árs og myndu banna þungunarrof, jafnvel þegar í sjöttu viku meðgöngu. Hópur mannréttindasamtaka, lækna og heilsugæslustöðva höfðuðu mál gegn ríkinu í sumar til að fá lögunum sem voru undirrituð í maí hnekkt, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Sambærileg frumvörp hafa verið lögð fram og samþykkt í fleiri ríkjum þar sem repúblikanar fara með völd. Þau hafa verið nefnd hjartsláttarfrumvörp þar sem þau kveða á um að þungunarrof sé óheimilt þegar hægt er að greina hjartslátt í fóstri. Á þeim tíma vita margar konur ekki af því að þeir séu þungaðar. Undanþágur eru þó frá lögunum í Georgíu í sumum tilfellum eins og þegar kona verður þunguð eftir nauðgun eða sifjaspell, líf móður er í hættu eða fóstrið er með alvarlega galla. Málsvarar frumvarpa af þessu tagi hafa sums staðar talað opinskátt um að þeir hafi samþykkt lögin gagngert til þess að þau yrðu felld úr gildi fyrir dómstólum. Markmið þeirra er að fá Hæstarétt Bandaríkjanna, sem nú er skipaður öruggum meirihluta íhaldsmanna, til að taka upp lögmæti laganna. Fyrir þeim vakir að hæstiréttur snúi við dómafordæminu sem lögleiddi þungunarrof í Bandaríkjunum. Lögin í Georgíu vöktu mikla athygli en þau yrðu ein þau ströngustu í Bandaríkjunum tækju þau gildi. Stórfyrirtæki hafa hótað að sniðganga Georgíu vegna þeirra og fjöldi Hollywood-stjarna hefur deilt á yfirvöld vegna þeirra.
Bandaríkin Tengdar fréttir Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53 Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21 Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07 Mest lesið Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Veður Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu Erlent Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Innlent Fjórir handteknir í tengslum við rán Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fleiri fréttir Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar lýsa áhyggjum af þungunarrofsbönnum Nokkur íhaldssöm ríki Bandaríkjanna hafa samþykkt ströngustu þungunarrofslög í landinu á undanförnum vikum. 21. maí 2019 15:53
Disney íhugar að sniðganga Georgíuríki vegna þungunarrofslöggjafar Bob Iger, forstjóri Disney, segir það erfitt fyrir fyrirtækið að halda áfram framleiðslu í Georgíu í ljósi aðstæðna. 30. maí 2019 13:21
Ein ströngustu þungunarrofslög Bandaríkjanna staðfest Lögin kveða á um að þungunarrof sé bannað eftir að hjartsláttur greinist í fóstri. Læknar benda á að slíkt geti verið misvísandi og að margar konur viti ekki af því að þær séu óléttar á því stigi. 7. maí 2019 15:07