Bæjarins beztu segir skilið við Akureyri í bili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. október 2019 15:46 Mynd sem tekin var af vagninum þegar flutningarnir hófust norður fyrr í sumar. guðrún kristmundsdóttir Eigendur Bæjarins beztu eru ekki af baki dottnir þegar kemur að því að selja Akureyringum og nærsveitungum pylsur, þrátt fyrir að útibúi pylsustaðarins í bænum hafi nýverið verið lokað eftir nokkurra mánaða veru á Ráðhústorgi.Akureyrski vefmiðillinn Kaffið greindi frá því í dag að búið væri að loka pylsuvagni Bæjarinz besta, sem opnaði með pompi og prakt í júní síðastliðnum. Vagninn var rekinn með rekstrarleyfi frá Bæjarins beztu í Reykjavík en á Kaffinu er haft eftir rekstraraðila staðarins að ekki hafi reynst markaður fyrir pylsurnar á Akureyri. Aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu svo ekki vera. „Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna og því hafi verið ákveðið að hætta starfsemi yfir vetrartímann. Akureyringar eru þekktir fyrir sérstakan smekk á pylsum og til eru ýmsar útgáfur þessum þjóðarrétti Íslendinga á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Því lá beint við að spyrja Guðrúnu hvort samkeppnin hafi verið hörð? „Það eru náttúrulega nokkrir pylsustaðir á Akureyri. Það er einn sem var rétt hjá okkur í Hafnarstræti sem er með mjög frumlegar útgáfur af pylsum. Það er bara gaman að því og við fögnum því alltaf að það sé einhver samkeppni,“ segir Guðrún og á þar við Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem vakið hefur athygli netverja að undanförnu. Pylsuvagn Bæjarins beztu á Akureyri var staðsettur við Ráðhústorg og verður hann nú fjarlægður og notaður í eitthvað annað að sögn Guðrúnar. Aldrei sé þó að vita nema hann snúi aftur næsta vor. Akureyri Veitingastaðir Tengdar fréttir KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Eigendur Bæjarins beztu eru ekki af baki dottnir þegar kemur að því að selja Akureyringum og nærsveitungum pylsur, þrátt fyrir að útibúi pylsustaðarins í bænum hafi nýverið verið lokað eftir nokkurra mánaða veru á Ráðhústorgi.Akureyrski vefmiðillinn Kaffið greindi frá því í dag að búið væri að loka pylsuvagni Bæjarinz besta, sem opnaði með pompi og prakt í júní síðastliðnum. Vagninn var rekinn með rekstrarleyfi frá Bæjarins beztu í Reykjavík en á Kaffinu er haft eftir rekstraraðila staðarins að ekki hafi reynst markaður fyrir pylsurnar á Akureyri. Aðspurð hvort ekki hafi verið hægt að selja Akureyringum pylsur segir Guðrún Björk Kristmundsdóttir, eigandi Bæjarins beztu svo ekki vera. „Jú, algjörlega. Við erum ekkert að kvarta yfir því en við ákváðum bara af því að nú er að koma vetur að við ætlum að taka okkur pásu í vetur og svo sjáum við til næsta vor,“ segir Guðrún í samtali við Vísi. Mikið sé um ferðamenn á Akureyri á sumrin en rólegra á veturna og því hafi verið ákveðið að hætta starfsemi yfir vetrartímann. Akureyringar eru þekktir fyrir sérstakan smekk á pylsum og til eru ýmsar útgáfur þessum þjóðarrétti Íslendinga á hinum ýmsu veitingastöðum bæjarins. Því lá beint við að spyrja Guðrúnu hvort samkeppnin hafi verið hörð? „Það eru náttúrulega nokkrir pylsustaðir á Akureyri. Það er einn sem var rétt hjá okkur í Hafnarstræti sem er með mjög frumlegar útgáfur af pylsum. Það er bara gaman að því og við fögnum því alltaf að það sé einhver samkeppni,“ segir Guðrún og á þar við Pylsuvagninn í Hafnarstræti sem vakið hefur athygli netverja að undanförnu. Pylsuvagn Bæjarins beztu á Akureyri var staðsettur við Ráðhústorg og verður hann nú fjarlægður og notaður í eitthvað annað að sögn Guðrúnar. Aldrei sé þó að vita nema hann snúi aftur næsta vor.
Akureyri Veitingastaðir Tengdar fréttir KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
KA-maður og Þórsari berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarins beztu opna á Akureyri Hallgrímur Jónasson, KA-maður, og Þórsarinn Jóhann Hannesson munu berjast um fyrstu pylsuna þegar Bæjarinz bestu pylsur opna í fyrsta sinn á Akureyri. 7. júní 2019 11:10