Bjartsýn á að Ísland komist fljótt af gráa listanum Birgir Olgeirsson skrifar 19. október 2019 21:00 Katrín Júlíusdóttir framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja. Vísir/Baldur Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. Um er að ræða mat FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem ákvað að setja Ísland á þennan gráa lista. Þar er Ísland í hópi ríkja á borð við Afganistan, Írak, Úganda og Mongólíu. Ástæðan fyrir stöðu Íslands er sú að stjórnvöld brugðust ekki nógu hratt við athugasemdum hópsins um nauðsynlegar úrbætur. Er á það bent að Ísland hafi verið í fjármagnshöftum og þessi vinna setið á hakanum á þeim tíma. Hafa stjórnvöld unnið að úrbætum frá árinu 2018 sem dugðu ekki til að koma Íslandi frá því að hafna á þessum lista. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir þennan gráa lista snúa að stjórnvöldum, fjármálafyrirtækin séu á undan þessari þróun því þau þurfa að lúta erlendu regluverki í viðskiptum ytra. „Hins vegar má kannski búast við að einhver fyrirtæki geti lent í því að það verði gerð sjálfstæð athugun á þeim þegar þau eru á viðskiptasambandinu eða þá ef verið er að stofan til nýrra viðskiptasambanda. En núverandi viðskiptasambönd fjármálafyrirtækjanna, þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á þau. En þá er lykilatriði að við séum ekki lengi á þessum lista. Það skiptir líka máli og ég hef trú á því að miðað við ganginn hjá stjórnvöldum í að koma þessari virkni í gang, þeirri löggjöf sem hefur verið samþykkt og þeim úrræðum sem hafa verið sett upp, þá er ég bjartsýn að við komumst fljótt af honum.“ Hún segir grettistaki hafa verið lyft síðastliðin tvö ár af hálfu stjórnvalda. „Þetta er ekki tilkomið út af einhverjum atvikum sem urðu hér heldur snýst þetta um að Ísland er búið að skuldbinda sig til að fylgja ákveðinni aðferðafræði. Þá þarf líka að setja hana upp, alla þessa ferla sem þar er krafist. Þar virðast hafa verið göt sem menn hafa verið að stoppa í hratt og örugglega undanfarið. Vonandi dugar það til þannig að við getum allavega komist af honum hratt.“ Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Nauðsynlegt er að Ísland komist sem fyrst af gráum lista vegna peningaþvættis. Framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja segir áhrifin ekki mikil fyrir bankana því þeir eru nú þegar í sterkum viðskiptasamböndum við erlenda aðila þar sem þarf að fara eftir erlendu regluverki. Einhver fyrirtæki gætu þó lent í athugun ef stofnað er til nýrra viðskiptasambanda. Um er að ræða mat FATF, alþjóðlegs hóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, sem ákvað að setja Ísland á þennan gráa lista. Þar er Ísland í hópi ríkja á borð við Afganistan, Írak, Úganda og Mongólíu. Ástæðan fyrir stöðu Íslands er sú að stjórnvöld brugðust ekki nógu hratt við athugasemdum hópsins um nauðsynlegar úrbætur. Er á það bent að Ísland hafi verið í fjármagnshöftum og þessi vinna setið á hakanum á þeim tíma. Hafa stjórnvöld unnið að úrbætum frá árinu 2018 sem dugðu ekki til að koma Íslandi frá því að hafna á þessum lista. Katrín Júlíusdóttir, framkvæmdastjóri samtaka fjármálafyrirtækja, segir þennan gráa lista snúa að stjórnvöldum, fjármálafyrirtækin séu á undan þessari þróun því þau þurfa að lúta erlendu regluverki í viðskiptum ytra. „Hins vegar má kannski búast við að einhver fyrirtæki geti lent í því að það verði gerð sjálfstæð athugun á þeim þegar þau eru á viðskiptasambandinu eða þá ef verið er að stofan til nýrra viðskiptasambanda. En núverandi viðskiptasambönd fjármálafyrirtækjanna, þetta ætti ekki að hafa mikil áhrif á þau. En þá er lykilatriði að við séum ekki lengi á þessum lista. Það skiptir líka máli og ég hef trú á því að miðað við ganginn hjá stjórnvöldum í að koma þessari virkni í gang, þeirri löggjöf sem hefur verið samþykkt og þeim úrræðum sem hafa verið sett upp, þá er ég bjartsýn að við komumst fljótt af honum.“ Hún segir grettistaki hafa verið lyft síðastliðin tvö ár af hálfu stjórnvalda. „Þetta er ekki tilkomið út af einhverjum atvikum sem urðu hér heldur snýst þetta um að Ísland er búið að skuldbinda sig til að fylgja ákveðinni aðferðafræði. Þá þarf líka að setja hana upp, alla þessa ferla sem þar er krafist. Þar virðast hafa verið göt sem menn hafa verið að stoppa í hratt og örugglega undanfarið. Vonandi dugar það til þannig að við getum allavega komist af honum hratt.“
Ísland á gráum lista FATF Íslenskir bankar Mest lesið Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Kaupmáttur jókst í fyrra Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira