Réttur til að eignast félagslegt leiguhúsnæði Egill Þór Jónsson skrifar 19. október 2019 14:23 Það er ótrúlegt en satt að stefnuleysi vinstri manna í Reykjavík í málaflokki félagslegs húsnæðis hefur ekki skilað árangri, þrátt fyrir mikinn fjáraustur. Félagslegu leiguhúsnæði hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þrátt fyrir það hefur meðalfjöldi umsókna í bið eftir félagslegu húsnæði haldist í kringum 850 síðustu sex ár.Heimatilbúinn vandi Eitt af grunnhlutverkum hvers sveitarfélags er að tryggja nægilegt magn af byggingalóðum fyrir íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði. Reykjavíkurborg hefur mistekist þetta og sýnir þessi fjölmenni biðlisti þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir ódýru húsnæði í höfuðborginni. Í þeirri viðleitni að stytta biðlista hefur borgin ryksugað upp ódýrt húsnæði af frjálsum markaði en það hefur aukið vandann enn frekar. Félagsbústaðir eiga nú tæplega 2.000 almennar íbúðir en síðustu ár hafa verið keyptar hundruð íbúða af frjálsum fasteignamarkaði, en einungis fimm íbúðir voru byggðar allt síðasta kjörtímabil sérstaklega fyrir Félagsbústaði. Afleiðingin er augljós, minna framboð er af ódýrum íbúðum til sölu á almennum markaði. Hefur þetta fyrirkomulag Félagsbústaða leitt til þess að tekjulágir einstaklingar neyðast til þess að sækja um félagslegt húsnæði í stað þess að geta keypt sitt eigið.Köngulóarvefur? Tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa rúmlega 20 leigjendur, eða einungis um 1% þeirra, komist úr kerfinu á ári. Félagslega kerfið er þannig byggt upp að fólk festist í því og á lítinn sem engan möguleika á að komast út á almennan markað. Eigna- og tekjumörk eru svo lág að einstaklingar sem hyggjast komast út úr kerfinu mega ekki vera með hærri mánaðarlaun en 445.000 kr. og sambúðarfólk samtals 624.000 kr. á mánuði og eignir þeirra mega ekki vera hærri en 5,8 milljónir. Það þýðir að fólk getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð og leigt félagslegt húsnæði á sama tíma. Meðal atriða sem koma leigjendum þannig í hættu á að missa íbúðina sína eru til dæmis launahækkanir, eignamyndun og nýr maki. Enginn ætti að þurfa að búa við slíka neikvæða hvata. Myndu Félagsbústaðir til dæmis bjóða upp á þann möguleika að fólk gæti eignast íbúðirnar sem það býr í myndi það virka sem stökkpallur aftur út í lífið úr köngulóarvef kerfisins. Félagslega kerfið á að vera byggt þannig upp að það grípi fólk í neyð en hjálpi því aftur út í lífið um leið og tækifærin gefast.Egill Þór JónssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Egill Þór Jónsson Húsnæðismál Reykjavík Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Það er ótrúlegt en satt að stefnuleysi vinstri manna í Reykjavík í málaflokki félagslegs húsnæðis hefur ekki skilað árangri, þrátt fyrir mikinn fjáraustur. Félagslegu leiguhúsnæði hefur fjölgað talsvert síðustu ár. Þrátt fyrir það hefur meðalfjöldi umsókna í bið eftir félagslegu húsnæði haldist í kringum 850 síðustu sex ár.Heimatilbúinn vandi Eitt af grunnhlutverkum hvers sveitarfélags er að tryggja nægilegt magn af byggingalóðum fyrir íbúðarhúsnæði á hagstæðu verði. Reykjavíkurborg hefur mistekist þetta og sýnir þessi fjölmenni biðlisti þá gríðarlegu eftirspurn sem er eftir ódýru húsnæði í höfuðborginni. Í þeirri viðleitni að stytta biðlista hefur borgin ryksugað upp ódýrt húsnæði af frjálsum markaði en það hefur aukið vandann enn frekar. Félagsbústaðir eiga nú tæplega 2.000 almennar íbúðir en síðustu ár hafa verið keyptar hundruð íbúða af frjálsum fasteignamarkaði, en einungis fimm íbúðir voru byggðar allt síðasta kjörtímabil sérstaklega fyrir Félagsbústaði. Afleiðingin er augljós, minna framboð er af ódýrum íbúðum til sölu á almennum markaði. Hefur þetta fyrirkomulag Félagsbústaða leitt til þess að tekjulágir einstaklingar neyðast til þess að sækja um félagslegt húsnæði í stað þess að geta keypt sitt eigið.Köngulóarvefur? Tölur sýna að á síðustu tíu árum hafa rúmlega 20 leigjendur, eða einungis um 1% þeirra, komist úr kerfinu á ári. Félagslega kerfið er þannig byggt upp að fólk festist í því og á lítinn sem engan möguleika á að komast út á almennan markað. Eigna- og tekjumörk eru svo lág að einstaklingar sem hyggjast komast út úr kerfinu mega ekki vera með hærri mánaðarlaun en 445.000 kr. og sambúðarfólk samtals 624.000 kr. á mánuði og eignir þeirra mega ekki vera hærri en 5,8 milljónir. Það þýðir að fólk getur ekki safnað sér fyrir útborgun í íbúð og leigt félagslegt húsnæði á sama tíma. Meðal atriða sem koma leigjendum þannig í hættu á að missa íbúðina sína eru til dæmis launahækkanir, eignamyndun og nýr maki. Enginn ætti að þurfa að búa við slíka neikvæða hvata. Myndu Félagsbústaðir til dæmis bjóða upp á þann möguleika að fólk gæti eignast íbúðirnar sem það býr í myndi það virka sem stökkpallur aftur út í lífið úr köngulóarvef kerfisins. Félagslega kerfið á að vera byggt þannig upp að það grípi fólk í neyð en hjálpi því aftur út í lífið um leið og tækifærin gefast.Egill Þór JónssonBorgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun