Bótamáli sparifjáreigenda gegn Hreiðari Má og Ólafi vísað frá dómi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. október 2019 17:56 Ólafur Ólafsson (t.v.) og Hreiðar Már Guðmundsson (t.h.) Fréttablaðið/Vilhelm Gunnarsson Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag skaðabótamálum Samtaka sparifjáreigenda frá dómi, sem þau höfðuðu vegna hruns Kaupþings og annarra mála því tengdu. Málin höfðuðu samtökin gegn Hreiðari Má Sigurðssyni og Ólafi Ólafssyni og kröfðu þau hvorn þeirra um 900 milljónir króna í skaðabætur. Samtökin töldu Heiðar Má og Ólaf hafa skaðað hagsmuni hluthafa í bankanum með lögbrotum árin 2007 og 2008. Málsóknirnar byggðu meðal annars á viðskiptum lífeyrissjóðsins Stapa með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hrun. Þá töldu stefnendur að dómar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og tengsl aðstandenda bankans við al-Thani málið sýndi fram á að þeir hefðu haldið uppi hlutafjárverði bankans með ólögmætum hætti. Í dag var málunum vísað frá dómi, líkt og Hreiðar og Már og Ólafur höfðu krafist, en dómarinn tók fram að í málsgögnum hafi ekki verið fjallað sérstaklega um hagnað Stapa af hlutafjáreigninni áður en markaðsmisnotkunin átti sér stað. Þar að auki hafi Stapi ekki aðeins keypt hlutabréf heldur líka selt þau í Kaupþingi. Þá hafi stefnandi ekki getað sýnt fram á að lífeyrissjóðurinn hafi verið blekktur í að selja bréf sín í Kaupþingi ekki vegna al-Thani málsins. Ekki sé vitað hvort slík umræða hafi farið fram innan sjóðsins og sjóðurinn seldi hlutabréf eftir að tilkynnt var um kaup al-Thani. Samtök sparifjáreigenda höfðu áður stefnt Ólafi, Hreiðari, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni vegna sama máls en því var vísað frá dómi í janúar 2018. Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði í dag skaðabótamálum Samtaka sparifjáreigenda frá dómi, sem þau höfðuðu vegna hruns Kaupþings og annarra mála því tengdu. Málin höfðuðu samtökin gegn Hreiðari Má Sigurðssyni og Ólafi Ólafssyni og kröfðu þau hvorn þeirra um 900 milljónir króna í skaðabætur. Samtökin töldu Heiðar Má og Ólaf hafa skaðað hagsmuni hluthafa í bankanum með lögbrotum árin 2007 og 2008. Málsóknirnar byggðu meðal annars á viðskiptum lífeyrissjóðsins Stapa með hlutabréf í Kaupþingi fyrir hrun. Þá töldu stefnendur að dómar í markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings og tengsl aðstandenda bankans við al-Thani málið sýndi fram á að þeir hefðu haldið uppi hlutafjárverði bankans með ólögmætum hætti. Í dag var málunum vísað frá dómi, líkt og Hreiðar og Már og Ólafur höfðu krafist, en dómarinn tók fram að í málsgögnum hafi ekki verið fjallað sérstaklega um hagnað Stapa af hlutafjáreigninni áður en markaðsmisnotkunin átti sér stað. Þar að auki hafi Stapi ekki aðeins keypt hlutabréf heldur líka selt þau í Kaupþingi. Þá hafi stefnandi ekki getað sýnt fram á að lífeyrissjóðurinn hafi verið blekktur í að selja bréf sín í Kaupþingi ekki vegna al-Thani málsins. Ekki sé vitað hvort slík umræða hafi farið fram innan sjóðsins og sjóðurinn seldi hlutabréf eftir að tilkynnt var um kaup al-Thani. Samtök sparifjáreigenda höfðu áður stefnt Ólafi, Hreiðari, Magnúsi Guðmundssyni og Sigurði Einarssyni vegna sama máls en því var vísað frá dómi í janúar 2018.
Dómsmál Hrunið Markaðsmisnotkun Kaupþings Tengdar fréttir Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30 Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45 Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Kaupþingsmenn vilja endurupptöku Al-Thani málsins eftir niðurstöðu MDE Magnús Guðmundsson, einn sakborninga í Al-Thani málinu, segir það liggja beint við að óska eftir endurupptöku málsins. 4. júní 2019 14:30
Hæstaréttardómari vanhæfur í Al-Thani málinu Mannréttindadómstóll Evrópu hefur úrskurðað að Árni Kolbeinsson hæstaréttardómari hafi verið verið vanhæfur í Al-Thani málinu. Íslenska ríkið þarf að greiða Sigurði Einarssyni, Hreiðari Má Sigurðssyni, Magnúsi Guðmundssyni og Ólafi Ólafssyni tvö þúsund evrur í bætur. 4. júní 2019 08:45
Verjandi Hreiðars Más: „Það er nóg komið“ Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, segir sýknudóm Héraðsdóms Reykjavíkur í dag í CLN-málinu svokallað í samræmi við væntingar. 4. júlí 2019 12:45