„Vanhæfni ríkisstjórnar“ og „álitshnekkir fyrir Ísland“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. október 2019 13:02 Ríkisstjórn Íslands skuldar útskýringar á sofandahætti sínum segja þingmenn stjórnarandstöðunnar. Vísir/Friðrik Þór Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Ísland bættist við listann í morgun eins og Bahamaeyjar, Botswana, Kambódía, Gana, Mongólía, Pakistan, Panama, Trínidad og Tóbagó, Jemen og Simbabve. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. Í rökstuðningi FATF sem halda utan um listann segir að þeim hafi ekki gefist nægur tími til að yfirfara úrbætur íslenskra stjórnvalda, áður en þau greindu frá ákvörðun sinni í morgun.Vandamálið legið fyrir í lengri tíma Sérstakur stýrihópur var skipaður í febrúar 2018 til að bregðast við 51 athugasemd gagnvart stöðu Ísland þegar kæmi að aðgerðum gegn peningaþvætti. Áslaug Jósepsdóttir lögmaður er formaður stýrihópsins. Vinna hópsins og samþykkt tveggja lagafrumvarpa á dögunum komu ekki í veg fyrir að Ísland lenti á listanum.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir málið grafalvarlegt.Vísir/Vilhelm„Að lenda á gráum lista vegna ónógra aðgerða til að sporna gegn peningaþvætti er ekkert grín og sýnir hrópandi vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að taka alvarlega alþjóðlegt regluverk,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í pistli á Facebook. „Þarna lendum við á lista með ríkjum sem þetta fólk sem „vill svo vel“ telur okkur ekki samboðið. Það hefur verið vitað í lengri tíma að ef við sinnum þessu ekki þá lendum við á gráum lista, sem er grafalvarlegt fyrir viðskipti íslenskra fyrirtækja og stofnana og orðspor okkar á alþjóðavísu.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær augljóst að Ísland ætti ekki heima á þessum lista.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra spyr hverjir trúi því að Ísland eigi nokkuð sameiginlegt með öðrum ríkjum á listanum.Vísir/vilhelm„Hverjir trúa því að við eigum margt sameiginlegt með þeim löndum sem eru á listanum?“ sagði Þórdís Kolbrún. Helga Vala gefur lítið fyrir þessi ummæli ráðherra og annarra kollega Þórdísar í ríkisstjórn sem líst hafa sömu skoðun að undanförnu.Slugsháttur íslenskra ráðamanna „Það er ekki hægt að gera eins og íslenskir ráðherrar hafa gert undanfarna daga og segja bara að við eigum ekkert heima á þessum lista. Við ERUM á þessum lista og það er tilkomið vegna slugsháttar íslenskra ráðamanna sem taka þessa hluti ekki nógu alvarlega. Hvernig væri þá að fara að vinna vinnuna sína!“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, talar á svipuðum nótum. „Þetta er mikill álitshnekkir fyrir Ísland og með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki brugðist við af meiri festu og ábyrgð en raun ber vitni. Ég hef óskað eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verði kölluð saman til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Ég á harla bágt með að trúa þeim yfirlýsingum ráðamanna að hér sé aðeins um fá og tæknileg atriði að ræða.“Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stöðu Íslands skammarlega.Vísir/VilhelmÞorsteinn er sannfærður um að ríki lendi ekki á lista sem þessum vegna smáatriða. „Sú staða sem upp er komin er afleiðing af áralöngu sinnuleysi íslenskra stjórnvalda. Þessi staða kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt fjármálakerfi, íslensk fyrirtæki og almenning.“Ísland í skammarlegri stöðu Hann segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig standi á því að hún hafi leyft þessari stöðu að koma upp, og hvernig brugðist verði við. „Ríkisstjórnin staðhæfði að nýleg lagasetning, sem fékk algeran forgang í meðhöndlun Alþingis, væri það eina sem út af stæði til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi upp. Það reyndist ekki rétt mat og fyrir vikið er Ísland komið í skammarlega stöðu.“ Stjórnvöld hafa ekki enn brugðist við niðurstöðunni en niðurstaðan var opinberuð á blaðamannafundi FATF klukkan 10 í morgun. Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig Ísland sé komið á gráan lista Financial Action Task Force (FATF) yfir ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Ísland bættist við listann í morgun eins og Bahamaeyjar, Botswana, Kambódía, Gana, Mongólía, Pakistan, Panama, Trínidad og Tóbagó, Jemen og Simbabve. Þingmaður Samfylkingarinnar segir málið til marks um vanhæfni ríkisstjórnarinnar. Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista yfir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. Í rökstuðningi FATF sem halda utan um listann segir að þeim hafi ekki gefist nægur tími til að yfirfara úrbætur íslenskra stjórnvalda, áður en þau greindu frá ákvörðun sinni í morgun.Vandamálið legið fyrir í lengri tíma Sérstakur stýrihópur var skipaður í febrúar 2018 til að bregðast við 51 athugasemd gagnvart stöðu Ísland þegar kæmi að aðgerðum gegn peningaþvætti. Áslaug Jósepsdóttir lögmaður er formaður stýrihópsins. Vinna hópsins og samþykkt tveggja lagafrumvarpa á dögunum komu ekki í veg fyrir að Ísland lenti á listanum.Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir málið grafalvarlegt.Vísir/Vilhelm„Að lenda á gráum lista vegna ónógra aðgerða til að sporna gegn peningaþvætti er ekkert grín og sýnir hrópandi vanhæfni ríkisstjórnarinnar til að taka alvarlega alþjóðlegt regluverk,“ segir Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar í pistli á Facebook. „Þarna lendum við á lista með ríkjum sem þetta fólk sem „vill svo vel“ telur okkur ekki samboðið. Það hefur verið vitað í lengri tíma að ef við sinnum þessu ekki þá lendum við á gráum lista, sem er grafalvarlegt fyrir viðskipti íslenskra fyrirtækja og stofnana og orðspor okkar á alþjóðavísu.“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra sagði á Alþingi í gær augljóst að Ísland ætti ekki heima á þessum lista.Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra spyr hverjir trúi því að Ísland eigi nokkuð sameiginlegt með öðrum ríkjum á listanum.Vísir/vilhelm„Hverjir trúa því að við eigum margt sameiginlegt með þeim löndum sem eru á listanum?“ sagði Þórdís Kolbrún. Helga Vala gefur lítið fyrir þessi ummæli ráðherra og annarra kollega Þórdísar í ríkisstjórn sem líst hafa sömu skoðun að undanförnu.Slugsháttur íslenskra ráðamanna „Það er ekki hægt að gera eins og íslenskir ráðherrar hafa gert undanfarna daga og segja bara að við eigum ekkert heima á þessum lista. Við ERUM á þessum lista og það er tilkomið vegna slugsháttar íslenskra ráðamanna sem taka þessa hluti ekki nógu alvarlega. Hvernig væri þá að fara að vinna vinnuna sína!“ Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, talar á svipuðum nótum. „Þetta er mikill álitshnekkir fyrir Ísland og með ólíkindum að stjórnvöld hafi ekki brugðist við af meiri festu og ábyrgð en raun ber vitni. Ég hef óskað eftir því að efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis verði kölluð saman til að ræða þá stöðu sem upp er komin. Ég á harla bágt með að trúa þeim yfirlýsingum ráðamanna að hér sé aðeins um fá og tæknileg atriði að ræða.“Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, segir stöðu Íslands skammarlega.Vísir/VilhelmÞorsteinn er sannfærður um að ríki lendi ekki á lista sem þessum vegna smáatriða. „Sú staða sem upp er komin er afleiðing af áralöngu sinnuleysi íslenskra stjórnvalda. Þessi staða kann að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir íslenskt fjármálakerfi, íslensk fyrirtæki og almenning.“Ísland í skammarlegri stöðu Hann segir ríkisstjórnina skulda útskýringar á því hvernig standi á því að hún hafi leyft þessari stöðu að koma upp, og hvernig brugðist verði við. „Ríkisstjórnin staðhæfði að nýleg lagasetning, sem fékk algeran forgang í meðhöndlun Alþingis, væri það eina sem út af stæði til að koma í veg fyrir að þessi staða kæmi upp. Það reyndist ekki rétt mat og fyrir vikið er Ísland komið í skammarlega stöðu.“ Stjórnvöld hafa ekki enn brugðist við niðurstöðunni en niðurstaðan var opinberuð á blaðamannafundi FATF klukkan 10 í morgun.
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Tengdar fréttir Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15 Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50 Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi „Skiptir máli að við séum öll að tala sama tungumál“ Göngubrúin sett upp í nótt og Sæbrautin lokuð á meðan Brýna fyrir eigendum að skilja hunda ekki eftir í bílum Hársbreidd frá hitameti í borginni Grindvíkingar fá að gista heima í sumar og hjúkrunarfræðingar vilja hertar reglur „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Forsetahjónin á leið á heimssýninguna í Japan Grindvíkingar fá að gista í húsunum sem þeir seldu Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Vill að háskólinn laði til sín landflótta fræðimenn frá Bandaríkjunum Afdrif Hörpunnar enn á huldu Sérstakar hleranir og símtölin sem gætu alltaf orðið til Verði að kunna íslensku til að geta hjúkrað Tveir menn handteknir eftir að hafa komið sér fyrir í sameign húss Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Sjá meira
Úrbætur til að forðast gráa listann bárust of seint Fyrirheit íslenskra stjórnvalda, sem hefðu komið í veg fyrir að Ísland lentu á gráum lista fir þjóðir sem ekki hafi gripið til nægjanlegra ráðstafana til að verjast peningaþvætti, bárust of seint. 18. október 2019 12:15
Ísland á gráum lista ríkja vegna peningaþvættis Ísland er komið á gráan lista samtakanna Financial Action Task Force (FATF) yfir ósamvinnuþýð ríki sem hafa ekki nægar varnir gegn peningaþvætti. Kjarninn greinir frá þessu. 18. október 2019 10:50