Ætla mögulega að óska eftir gögnunum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. október 2019 12:53 Einar Þór Sverrisson, lögmaður Ara, og Ari Brynjólfsson, blaðamaður Fréttablaðsins. Vísir/vilhelm Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ara í vil í máli Seðlabankans gegn honum í morgun. Seðlabankinn stefndi Ara til að fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í júlí síðastliðnum felldan úr gildi. Nefndin taldi Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar um námsstyrk sem Ingibjörg fékk þegar Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við hana starfslokasamning. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að Ingibjörg hafi fengið greitt á annan tug milljóna króna við starfslokin, bæði með launagreiðslum án kröfu um vinnuframlag og námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Einar Þór Sverrisson lögmaður Ara segir í samtali við Vísi að niðurstaðan í dag hafi verið ánægjuleg. Þá muni Einar, fyrir hönd Ara, óska eftir því að Seðlabankinn afhendi gögnin. Það verði mögulega gert í dag. „Sú beiðni sem þeir settu fram um frestun réttaráhrifa er ekki í gildi lengur eftir að dómur er fallinn,“ segir Einar. Ekki fengust upplýsingar um það frá Seðlabankanum hvort bankinn hygðist áfrýja dómnum. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir í svari við fyrirspurn Vísis að dómur héraðsdóms sé í skoðun. Engra frétta sé að vænta strax, m.a. vegna þess að seðlabankastjóri sé nú á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. 2. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Lögmaður Ara Brynjólfssonar, blaðamanns Fréttablaðsins, mun mögulega fara fram á það í dag að Seðlabankinn afhendi Ara gögn um starfslokasamning Ingibjargar Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi Ara í vil í máli Seðlabankans gegn honum í morgun. Seðlabankinn stefndi Ara til að fá úrskurði úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í júlí síðastliðnum felldan úr gildi. Nefndin taldi Seðlabankanum skylt að veita Ara upplýsingar um námsstyrk sem Ingibjörg fékk þegar Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við hana starfslokasamning. Fréttablaðið hefur eftir heimildum sínum að Ingibjörg hafi fengið greitt á annan tug milljóna króna við starfslokin, bæði með launagreiðslum án kröfu um vinnuframlag og námsstyrk við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum.Sjá einnig: Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Einar Þór Sverrisson lögmaður Ara segir í samtali við Vísi að niðurstaðan í dag hafi verið ánægjuleg. Þá muni Einar, fyrir hönd Ara, óska eftir því að Seðlabankinn afhendi gögnin. Það verði mögulega gert í dag. „Sú beiðni sem þeir settu fram um frestun réttaráhrifa er ekki í gildi lengur eftir að dómur er fallinn,“ segir Einar. Ekki fengust upplýsingar um það frá Seðlabankanum hvort bankinn hygðist áfrýja dómnum. Stefán Jóhann Stefánsson ritstjóri Seðlabankans segir í svari við fyrirspurn Vísis að dómur héraðsdóms sé í skoðun. Engra frétta sé að vænta strax, m.a. vegna þess að seðlabankastjóri sé nú á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.
Dómsmál Fjölmiðlar Seðlabankinn Tengdar fréttir Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36 Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34 Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. 2. ágúst 2019 20:38 Mest lesið Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Fleiri fréttir Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Sjá meira
Spurði hvort sami leyndarhjúpur ríkti ef Ingibjörg hefði fengið gullstöng eða bíl Lögmenn í máli Seðlabanka Íslands gegn Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, tókust á um upplýsingalög og framgöngu Seðlabankans gagnvart „varðhundi almennings“, blaðamanninum, í Héraðsdómi Reykjaness dag. 4. október 2019 12:36
Seðlabankinn dæmdur til að láta blaðamanninn hafa upplýsingarnar Seðlabanki Íslands var í Héraðsdómi Reykjaness í morgun dæmdur til að afhenda Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, upplýsingar um starfslokasamning sem Már Guðmundsson, þáverandi Seðlabankastjóri, gerði við Ingibjörgu Guðbjartsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra gjaldeyriseftirlits bankans. 18. október 2019 09:34
Segir það hvorki vera merki um mannvonsku né kúgunartilburði að vilja fara að lögum Stefán Jóhann Stefánsson, ritstjóri í Seðlabanka Íslands, segir að með því að stefna Ara Brynjólfssyni, blaðamanni Fréttablaðsins, sé bankinn ekki að veitast að Ara persónulega. Verið sé að nýta ákvæði laganna til að fá túlkun dómstóls á lagaákvæðum sem deilt er um. 2. ágúst 2019 20:38