„Maður er algjörlega andlega og líkamlega örmagna“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. október 2019 11:45 Ásta Hafberg upplifði kulnun í fyrra og ræddi hún reynslu sína af því í Bítinu í morgun. Ásta Hafberg segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir sig að sætta sig við það að hún væri komin í kulnun. Hún hafi dæmt sjálfa sig hart þegar hún fór í þriggja mánaða veikindaleyfi frá vinnu enda hefði hún litið svo á að það væri ekkert að henni, hún væri til dæmis ekki fótbrotin. Hún ráðleggur fólki að leyfa sér að slaka á í daglega lífinu, slaka á kröfunum gagnvart sjálfu sér og leyfa sér að gera ekki neitt. Ásta ræddi um sína reynslu af kulnun í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrr í vikunni sagði hún frá því á Facebook hvernig henni liði nú, einu og hálfu ári síðar eftir að hún „krassaði.“ Ásta lenti á vegg eftir páskana í fyrra. Hún segir að þegar hún hafi verið að líta til baka í kjölfarið hafi hún séð merki um kulnun miklu fyrr. „Þegar maður horfir aftur á bak, þegar maður er kominn í þetta ástand og fer að líta aftur á bak þá sér maður merki miklu fyrr. Ég held að engin manneskja vakni bara einn daginn og fari í kulnun. Það eru alls konar hlutir sem hafa gerst áður. Fólk hefur kannski trassað tímabundið, á erfitt með svefn, alls konar svona hlutir. En það var sem sagt þarna 2018 þar sem ég geng bara á vegg, bara einn daginn, allt í einu,“ segir Ásta. Hún lýsir því sem gerðist þá. „Þetta var bara mjög fáránlegt. Þetta var bara rétt eftir páska. Ég reyndar tók ekki páskafrí heldur fór að vinna af því það gerir maður alltaf. Svo mæti ég í vinnuna mína eftir páska og ég bara get ekkert. Ég get ekki hugsað, ég get einhvern veginn ekki gert neitt, það er eins og það sé slökkt. Þetta var alveg mjög undarleg upplifun því þegar maður lendir þarna þá notar maður oft orðið „Æ, krakkar ég er alveg örmagna.“ Maður notar það svona í flimtingum þegar maður er búinn að eiga erfiðan dag en þetta er bara það. Maður er algjörlega andlega og líkamlega örmagna.“ Þennan dag fór hún heim til sín og lagðist í sófann. Daginn eftir fór hún svo til læknis. „Og var svo heppin að þetta var læknir með mikla reynslu. Hann fer að tala um þetta kulnunarástand og ég svona var ekkert tilbúin í einhvern veginn að „gúddera“ það en hann setur mig strax í veikindafrí í mánuð því ég samþykkti ekki meira en mánuð. Hann vildi bara setja mig strax í þrjá mánuð. Svo eftir mánuð fór ég til hans og hann setti tvo mánuði í viðbót.“ Ásta segir að í þriggja mánaða veikindaleyfinu hafi hún eiginlega ekki gert neitt. „Ég vaknaði á morgnana með börnunum mínum og þegar þau voru farin í skólann þá lagðist ég bara í sófann og ég var þar allan daginn og svaf. Svo grenjaði ég líka mjög mikið af því ég var mjög fúl yfir þessu ástandi og átti erfitt með að „gúddera þetta“. Ég fór mjög fljótt í að vera með dómhörku á sjálfa mig. Þetta var bara aumingjaskapur, það var ekkert að mér, ég var ekki fótbrotin þannig að þannig voru þrír mánuðirnir svolítið,“ segir Ásta.Stundum á ekki að gera neitt í fríinu nema liggja í sófanum og horfa á þætti Hún segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að hún fór í kulnun. „Í fyrsta lagi var ég á leigumarkaði með fimm börn í Reykjavík og það var rosalega mikið álag sem fylgdi því, svo var ég náttúrulega samfélagsmálabrjáluð, bæði mótmælti og hélt alls konar fundi og guð má vita hvað. Ég var líka í meira en fullu háskólanámi á þessu tímabili og svo bara vindur þetta upp á sig hægt og rólega. Það kemur meira og meira og á endanum þá er það bara eitthvað, þú bara dettur.“ Aðspurð hvernig staðan sé hjá henni núna, einu og hálfu ári seinna, og hvaða ráð hún eigi til þeirra sem eru að byrja glíma við kulnun eða eru að glíma við kulnun segir Ásta: „Staðan hjá mér er sú að ég er farin að geta gert ýmislegt en eins og ég skrifaði í færslunni á Facebook, ég er bara búin að læra að skammta mér tíma og í staðinn fyrir að berja mig í hausinn yfir því að geta ekki gert eitthvað í þrjá tíma þá nýt ég þess bara að gera það í korter og þá get ég gert eitthvað annað í korter. Svo er ég líka í endurhæfingu. Þetta er náttúrulega bæði andlegt og líkamlegt þannig að maður þarf einhvern veginn að taka á báðum þáttum og gefa sér tíma í það, vera þolinmóður og fyrir fólk sem er ekki þarna þá myndi ég ráðleggja það að leyfa sér að slaka á. Leyfa sér að gera ekki neitt. Leyfa sér hreinlega að slaka á sínum eigin kröfum gagnvart sjálfum sér því fólk í dag, það þarf allt að vera svo fínt, það þarf allt að vera svo flott, það þarf að vera sautján tómstundir og þrjú fjöll sem maður klýfur í fríinu. Stundum á maður ekki að gera neitt í fríinu nema liggja í sófanum og horfa á vonlausa þætti. Ég er orðin mjög góð í því.“Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Bítið Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Ásta Hafberg segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir sig að sætta sig við það að hún væri komin í kulnun. Hún hafi dæmt sjálfa sig hart þegar hún fór í þriggja mánaða veikindaleyfi frá vinnu enda hefði hún litið svo á að það væri ekkert að henni, hún væri til dæmis ekki fótbrotin. Hún ráðleggur fólki að leyfa sér að slaka á í daglega lífinu, slaka á kröfunum gagnvart sjálfu sér og leyfa sér að gera ekki neitt. Ásta ræddi um sína reynslu af kulnun í Bítinu á Bylgjunni í morgun en fyrr í vikunni sagði hún frá því á Facebook hvernig henni liði nú, einu og hálfu ári síðar eftir að hún „krassaði.“ Ásta lenti á vegg eftir páskana í fyrra. Hún segir að þegar hún hafi verið að líta til baka í kjölfarið hafi hún séð merki um kulnun miklu fyrr. „Þegar maður horfir aftur á bak, þegar maður er kominn í þetta ástand og fer að líta aftur á bak þá sér maður merki miklu fyrr. Ég held að engin manneskja vakni bara einn daginn og fari í kulnun. Það eru alls konar hlutir sem hafa gerst áður. Fólk hefur kannski trassað tímabundið, á erfitt með svefn, alls konar svona hlutir. En það var sem sagt þarna 2018 þar sem ég geng bara á vegg, bara einn daginn, allt í einu,“ segir Ásta. Hún lýsir því sem gerðist þá. „Þetta var bara mjög fáránlegt. Þetta var bara rétt eftir páska. Ég reyndar tók ekki páskafrí heldur fór að vinna af því það gerir maður alltaf. Svo mæti ég í vinnuna mína eftir páska og ég bara get ekkert. Ég get ekki hugsað, ég get einhvern veginn ekki gert neitt, það er eins og það sé slökkt. Þetta var alveg mjög undarleg upplifun því þegar maður lendir þarna þá notar maður oft orðið „Æ, krakkar ég er alveg örmagna.“ Maður notar það svona í flimtingum þegar maður er búinn að eiga erfiðan dag en þetta er bara það. Maður er algjörlega andlega og líkamlega örmagna.“ Þennan dag fór hún heim til sín og lagðist í sófann. Daginn eftir fór hún svo til læknis. „Og var svo heppin að þetta var læknir með mikla reynslu. Hann fer að tala um þetta kulnunarástand og ég svona var ekkert tilbúin í einhvern veginn að „gúddera“ það en hann setur mig strax í veikindafrí í mánuð því ég samþykkti ekki meira en mánuð. Hann vildi bara setja mig strax í þrjá mánuð. Svo eftir mánuð fór ég til hans og hann setti tvo mánuði í viðbót.“ Ásta segir að í þriggja mánaða veikindaleyfinu hafi hún eiginlega ekki gert neitt. „Ég vaknaði á morgnana með börnunum mínum og þegar þau voru farin í skólann þá lagðist ég bara í sófann og ég var þar allan daginn og svaf. Svo grenjaði ég líka mjög mikið af því ég var mjög fúl yfir þessu ástandi og átti erfitt með að „gúddera þetta“. Ég fór mjög fljótt í að vera með dómhörku á sjálfa mig. Þetta var bara aumingjaskapur, það var ekkert að mér, ég var ekki fótbrotin þannig að þannig voru þrír mánuðirnir svolítið,“ segir Ásta.Stundum á ekki að gera neitt í fríinu nema liggja í sófanum og horfa á þætti Hún segir að margir samverkandi þættir hafi valdið því að hún fór í kulnun. „Í fyrsta lagi var ég á leigumarkaði með fimm börn í Reykjavík og það var rosalega mikið álag sem fylgdi því, svo var ég náttúrulega samfélagsmálabrjáluð, bæði mótmælti og hélt alls konar fundi og guð má vita hvað. Ég var líka í meira en fullu háskólanámi á þessu tímabili og svo bara vindur þetta upp á sig hægt og rólega. Það kemur meira og meira og á endanum þá er það bara eitthvað, þú bara dettur.“ Aðspurð hvernig staðan sé hjá henni núna, einu og hálfu ári seinna, og hvaða ráð hún eigi til þeirra sem eru að byrja glíma við kulnun eða eru að glíma við kulnun segir Ásta: „Staðan hjá mér er sú að ég er farin að geta gert ýmislegt en eins og ég skrifaði í færslunni á Facebook, ég er bara búin að læra að skammta mér tíma og í staðinn fyrir að berja mig í hausinn yfir því að geta ekki gert eitthvað í þrjá tíma þá nýt ég þess bara að gera það í korter og þá get ég gert eitthvað annað í korter. Svo er ég líka í endurhæfingu. Þetta er náttúrulega bæði andlegt og líkamlegt þannig að maður þarf einhvern veginn að taka á báðum þáttum og gefa sér tíma í það, vera þolinmóður og fyrir fólk sem er ekki þarna þá myndi ég ráðleggja það að leyfa sér að slaka á. Leyfa sér að gera ekki neitt. Leyfa sér hreinlega að slaka á sínum eigin kröfum gagnvart sjálfum sér því fólk í dag, það þarf allt að vera svo fínt, það þarf allt að vera svo flott, það þarf að vera sautján tómstundir og þrjú fjöll sem maður klýfur í fríinu. Stundum á maður ekki að gera neitt í fríinu nema liggja í sófanum og horfa á vonlausa þætti. Ég er orðin mjög góð í því.“Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Bítið Félagsmál Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira