Iðnaðarráðherra jákvæð gagnvart ræktun á iðnaðarhampi Heimir Már Pétursson skrifar 17. október 2019 21:45 Iðnaðarráðherra tekur vel í að skoða hvort auðvelda megi ræktun á iðnaðarhampi á Íslandi. En þingmaður Pírata telur mikinn ávinning geta fylgt ræktun plöntunnar því úr henni sé hægt að vinna þúsundir vörutegunda, auk þess sem fáar plöntur bindi koltvísýring eins hratt og iðnaðarhampur. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðanaðarráðherra á Alþingi í dag út í mögulega nýtingu á iðnaðarhampi á Íslandi. Nú væru um tuttugu og fimm þúsund vörutegundir í heiminum unnar úr iðanaðarmpi sem ekki innihéldi vímuefnið THC. „Fyrstu Levis gallabuxurnar voru saumaðar út striga sem ofinn var úr hampi og markaðassettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Bílaframleiðendur í dag eru farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra byrði bifreiða, nú síðast Porsche,“ sagði Halldóra. Hún nefndi fleiri dæmi eins hampsteypu og tilraunir til framleiðslu lífdísils lofuðu góðu sem og tilraunir til ræktunar á iðnaðarhampi hér á landi. „Telur ráðherra tilefni til að skoða laga- og reglugerðaumhverfi með það að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa hvata til að fara að rækta iðnaðarhamp í meira magni á Íslandi og framleiða vörur úr þeirri afurð,“ spurði Halldóra. Nokkur ráðuneyti þyrftu að koma að málinu þar sem samræma þyrfti lög og reglur. Ráðherra tók vel í fyrirspurnina og sagði nauðsynlegt að halda því til haga að iðanaðarhampur væri ekki til lyfja- eða vímuefnanotkunar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvort það hafi einhver áhrif á regluverkið eða þá þröskulda og hindranir sem eru í dag; tengingin við það sem gefur vímu. En ef svo er þá eiga einhverjir fordómar eða skoðanir sem fólk kann að hafa á vímuefninu ekki að vera hindranir í annarri notkun sem hefur ekkert með það að gera. Það skiptir máli og ég tek það til mín að skoða það heildrænt og kanna hvort eitthvað er hægt að gera betur en nú er,“ sagði Þórdís Kolbrún. Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira
Iðnaðarráðherra tekur vel í að skoða hvort auðvelda megi ræktun á iðnaðarhampi á Íslandi. En þingmaður Pírata telur mikinn ávinning geta fylgt ræktun plöntunnar því úr henni sé hægt að vinna þúsundir vörutegunda, auk þess sem fáar plöntur bindi koltvísýring eins hratt og iðnaðarhampur. Halldóra Mogensen þingflokksformaður Pírata spurði Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur iðanaðarráðherra á Alþingi í dag út í mögulega nýtingu á iðnaðarhampi á Íslandi. Nú væru um tuttugu og fimm þúsund vörutegundir í heiminum unnar úr iðanaðarmpi sem ekki innihéldi vímuefnið THC. „Fyrstu Levis gallabuxurnar voru saumaðar út striga sem ofinn var úr hampi og markaðassettar fyrir gullgrafara vegna þess hversu endingargóðar þær voru. Bílaframleiðendur í dag eru farnir að nota hamp við framleiðslu á innra og ytra byrði bifreiða, nú síðast Porsche,“ sagði Halldóra. Hún nefndi fleiri dæmi eins hampsteypu og tilraunir til framleiðslu lífdísils lofuðu góðu sem og tilraunir til ræktunar á iðnaðarhampi hér á landi. „Telur ráðherra tilefni til að skoða laga- og reglugerðaumhverfi með það að markmiði að fjarlægja hindranir og skapa hvata til að fara að rækta iðnaðarhamp í meira magni á Íslandi og framleiða vörur úr þeirri afurð,“ spurði Halldóra. Nokkur ráðuneyti þyrftu að koma að málinu þar sem samræma þyrfti lög og reglur. Ráðherra tók vel í fyrirspurnina og sagði nauðsynlegt að halda því til haga að iðanaðarhampur væri ekki til lyfja- eða vímuefnanotkunar. „Ég ætla ekki að fullyrða hvort það hafi einhver áhrif á regluverkið eða þá þröskulda og hindranir sem eru í dag; tengingin við það sem gefur vímu. En ef svo er þá eiga einhverjir fordómar eða skoðanir sem fólk kann að hafa á vímuefninu ekki að vera hindranir í annarri notkun sem hefur ekkert með það að gera. Það skiptir máli og ég tek það til mín að skoða það heildrænt og kanna hvort eitthvað er hægt að gera betur en nú er,“ sagði Þórdís Kolbrún.
Alþingi Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Sjá meira