Hugaðu að starfsþróun í háskólanámi María Dóra Björnsdóttir og Jónína Kárdal skrifar 20. október 2019 10:00 Eitt af markmiðum Háskóla Íslands er að mennta nemendur til þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Á árunum 2016 til 2018 útskrifaði skólinn á bilinu 2.800 til 3000 nemendur árlega og ráða flestir þeirra sig til starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum að námi loknu eða stofna eigin fyrirtæki. Í opinberri umræðu hefur komið fram að vinnumarkaðurinn muni taka miklum breytingum næstu árin samfara fjórðu iðnbyltingunni. Það leiðir hugann að því hvernig háskólanemendur geta annars vegar undirbúið sig sem best meðan á námi stendur til þátttöku á breyttum vinnumarkaði og hins vegar hvernig hægt er að styðja þá í því ferli. Í þessu samhengi er vert að nefna að atvinnuhæfnivísar til færni, skilnings og persónulegra eiginleika einstaklings sem auka líkur á því að viðkomandi fái vinnu að loknu háskólanámi og nái árangri í því starfi sem verður fyrir valinu. Það er augljóst að háskólanemar hafa sérhæfða þekkingu sem tengist námi þeirra og háskólagráðu en ýmislegt fleira skiptir máli sem þeir geta haft áhrif á meðan á námi stendur. Það er því mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir þeim færniþáttum sem þeir búa þegar yfir, setji sér markmið varðandi nám og störf og hefjist handa við að hrinda þeim í framkvæmd. Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og því viljum við vekja athygli á sérþekkingu, starfi og þjónustu fagstéttarinnar í þágu nemenda. Náms- og starfsráðgjafar á öllum skólastigum eru sérstaklega menntaðir til að styðja við starfsþróun einstaklinga. Hún stendur ævilangt og felst m.a. í stjórna eigin námi, vinnu, tómstundum og takast á við breytingar, s.s. námslok, í þeim tilgangi að færast nær þeirri framtíð sem hann eða hún hefur ákveðið að skapa sér. Við upphaf háskólanáms er mismunandi hversu skýra framtíðarsýn nemendur hafa um áframhaldandi menntun að loknu grunnnámi eða þátttöku á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður upp á margvíslega þjónustu og fræðslu til að styðja við starfsþróun háskólanemenda og styrkja atvinnuhæfni þeirra og getu til að stjórna eigin starfsferli. Má meðal annars nefna ráðgjöf um námsval út frá áhuga og styrkleikum einstaklingsins, fræðslu um tímastjórnun og markmiðssetningu til að halda betur utan um nám, einstök verkefni og próf, leiðbeiningar um gerð ferilskrár, kynningarbréfs og ferilmöppu ásamt undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl og fræðslu um mikilvægi þess að styrkja tengslanetið og vinna markvisst að faglegu orðspori. Háskólanám er hluti af starfsferli þeirra sem það kjósa og námstími nemenda leggur grunn að því sem þeir taka sér fyrir hendur eftir útskrift. Það er því til mikils að vinna að nýta vel bæði tímann og þjónustuna sem er í boði.María Dóra Björnsdóttir deildarstjóriJónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafiNáms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Dóra Björnsdóttir Skóla - og menntamál Mest lesið Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Skoðun Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Eitt af markmiðum Háskóla Íslands er að mennta nemendur til þátttöku í atvinnulífi og samfélagi. Á árunum 2016 til 2018 útskrifaði skólinn á bilinu 2.800 til 3000 nemendur árlega og ráða flestir þeirra sig til starfa hjá stofnunum og fyrirtækjum að námi loknu eða stofna eigin fyrirtæki. Í opinberri umræðu hefur komið fram að vinnumarkaðurinn muni taka miklum breytingum næstu árin samfara fjórðu iðnbyltingunni. Það leiðir hugann að því hvernig háskólanemendur geta annars vegar undirbúið sig sem best meðan á námi stendur til þátttöku á breyttum vinnumarkaði og hins vegar hvernig hægt er að styðja þá í því ferli. Í þessu samhengi er vert að nefna að atvinnuhæfnivísar til færni, skilnings og persónulegra eiginleika einstaklings sem auka líkur á því að viðkomandi fái vinnu að loknu háskólanámi og nái árangri í því starfi sem verður fyrir valinu. Það er augljóst að háskólanemar hafa sérhæfða þekkingu sem tengist námi þeirra og háskólagráðu en ýmislegt fleira skiptir máli sem þeir geta haft áhrif á meðan á námi stendur. Það er því mikilvægt að nemendur geri sér grein fyrir þeim færniþáttum sem þeir búa þegar yfir, setji sér markmið varðandi nám og störf og hefjist handa við að hrinda þeim í framkvæmd. Dagur náms- og starfsráðgjafar á Íslandi er í dag og því viljum við vekja athygli á sérþekkingu, starfi og þjónustu fagstéttarinnar í þágu nemenda. Náms- og starfsráðgjafar á öllum skólastigum eru sérstaklega menntaðir til að styðja við starfsþróun einstaklinga. Hún stendur ævilangt og felst m.a. í stjórna eigin námi, vinnu, tómstundum og takast á við breytingar, s.s. námslok, í þeim tilgangi að færast nær þeirri framtíð sem hann eða hún hefur ákveðið að skapa sér. Við upphaf háskólanáms er mismunandi hversu skýra framtíðarsýn nemendur hafa um áframhaldandi menntun að loknu grunnnámi eða þátttöku á vinnumarkaði. Náms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands býður upp á margvíslega þjónustu og fræðslu til að styðja við starfsþróun háskólanemenda og styrkja atvinnuhæfni þeirra og getu til að stjórna eigin starfsferli. Má meðal annars nefna ráðgjöf um námsval út frá áhuga og styrkleikum einstaklingsins, fræðslu um tímastjórnun og markmiðssetningu til að halda betur utan um nám, einstök verkefni og próf, leiðbeiningar um gerð ferilskrár, kynningarbréfs og ferilmöppu ásamt undirbúningi fyrir atvinnuviðtöl og fræðslu um mikilvægi þess að styrkja tengslanetið og vinna markvisst að faglegu orðspori. Háskólanám er hluti af starfsferli þeirra sem það kjósa og námstími nemenda leggur grunn að því sem þeir taka sér fyrir hendur eftir útskrift. Það er því til mikils að vinna að nýta vel bæði tímann og þjónustuna sem er í boði.María Dóra Björnsdóttir deildarstjóriJónína Kárdal, náms- og starfsráðgjafiNáms- og starfsráðgjöf Háskóla Íslands
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun