Skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar 17. október 2019 13:15 Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. Þjónusta borgarinnar skal samkvæmt stefnunni byggja á skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst. Skaðaminnkandi nálgun felur fyrst og fremst í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldna þeirra sem og samfélagið allt. Áherslan er að lágmarka þann skaða sem neyslan veldur. Auk þess er nauðsynlegt að vinna gegn fordómum í samfélaginu með því að viðurkenna mannréttindi allra og tryggja íbúum skilyrðislausan rétt til þjónustu. Húsnæðið fyrst er nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk sem telst gagnreynd og er nú notuð víða um heim. Húsnæði telst til grunnþarfa einstaklinga og til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessarri grunnþörf til að einstaklingurinn sem um ræðir geti unnið áfram við aðrar áskoranir sem viðkomandi glímir við. Því er litið á öruggt heimili sem forsendu til þess að hægt sé að ná árangri í meðferð við vímuefnaneyslu og / eða geðrænum vanda. Skaðaminnkun er bæði notendamiðuð og valdeflandi, sem þýðir að notandinn hefur áhrif á hvar hann vill búa og ákveður hvaða þjónustu hann þiggur. Mikilvægt er að leggja áherslu á auðvelt aðgengi að meðferð og þjónustu til þess að skaðaminnkandi nálgun virki í reynd. Því þarf að bæta meðferðarúrræði og fjölga valkostum fólks sem þarf aðstoð vegna fíknivanda. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða notenda þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og kostnaði samfélagsins. Vinstri græn hafa haft á stefnu sinni að efla þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og er innleiðing þeirrar stefnu hafin á fullu. Reykjavíkurborg setur nú 1.2 miljarð árlega í málaflokkinn og sinnir honum að mörgu leyti mjög vel en ávallt má gera betur. Á næstunni opnar nýtt sérhæft gistiskýli og heimili fyrir tvígreindar konur í Reykjavík. Frú Ragnheiður hefur veitt jaðarsettum hópum lífsnauðsynlega og mikilvæga þjónustu á grundvelli skaðaminnkunar undanfarin ár. Auk þess undirbýr heilbrigðisráðuneytið opnun neyslurýmis í samvinnu við borgina. Ákall er um samvinnu ólíkra kerfa svo sem félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og dómskerfis, mikilvægt er að hlusta á það ákall. Við höfum sammælst í auknum mæli sem samfélag að aðstoða fólk með fíknvanda og veita þeim aðstoð í stað þess að refsa þeim. Mikilvægt er að veita öllum sjálfssagða heilbrigðisþjónustu. Þegar við hverfum frá refsistefnu er litið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál. Með því að tryggja samvinnu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, halda áfram að byggja upp þjónustu í anda skaðaminnkandi nálgunar og húsnæðið fyrst getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að gera betur og tryggja öllum fordómalausa þjónustu sem byggir á mannvirðingu og réttindum allra. Þar munum við í Vinstri grænum standa vaktina, héreftir sem hingað til.Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Elín Oddný Sigurðardóttir Félagsmál Reykjavík Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Borgarstjórn hefur samþykkt nýja stefnu í þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir. Stefnan byggir á valdeflingu, virðingu og þörfum notenda hverju sinni. Þjónusta borgarinnar skal samkvæmt stefnunni byggja á skaðaminnkandi nálgun og húsnæðið fyrst. Skaðaminnkandi nálgun felur fyrst og fremst í sér að draga úr skaðlegum áhrifum vímuefnaneyslu á notendur vímuefna, fjölskyldna þeirra sem og samfélagið allt. Áherslan er að lágmarka þann skaða sem neyslan veldur. Auk þess er nauðsynlegt að vinna gegn fordómum í samfélaginu með því að viðurkenna mannréttindi allra og tryggja íbúum skilyrðislausan rétt til þjónustu. Húsnæðið fyrst er nálgun í þjónustu við heimilislaust fólk sem telst gagnreynd og er nú notuð víða um heim. Húsnæði telst til grunnþarfa einstaklinga og til mannréttinda. Fyrst þarf að mæta þessarri grunnþörf til að einstaklingurinn sem um ræðir geti unnið áfram við aðrar áskoranir sem viðkomandi glímir við. Því er litið á öruggt heimili sem forsendu til þess að hægt sé að ná árangri í meðferð við vímuefnaneyslu og / eða geðrænum vanda. Skaðaminnkun er bæði notendamiðuð og valdeflandi, sem þýðir að notandinn hefur áhrif á hvar hann vill búa og ákveður hvaða þjónustu hann þiggur. Mikilvægt er að leggja áherslu á auðvelt aðgengi að meðferð og þjónustu til þess að skaðaminnkandi nálgun virki í reynd. Því þarf að bæta meðferðarúrræði og fjölga valkostum fólks sem þarf aðstoð vegna fíknivanda. Skaðaminnkandi nálgun leiðir til meiri lífsgæða notenda þjónustunnar og dregur úr álagi á nærsamfélagið, stofnanir ríkis og sveitarfélaga og kostnaði samfélagsins. Vinstri græn hafa haft á stefnu sinni að efla þjónustu við heimilislausa einstaklinga með miklar þjónustuþarfir bæði á vettvangi ríkis og sveitarfélaga og er innleiðing þeirrar stefnu hafin á fullu. Reykjavíkurborg setur nú 1.2 miljarð árlega í málaflokkinn og sinnir honum að mörgu leyti mjög vel en ávallt má gera betur. Á næstunni opnar nýtt sérhæft gistiskýli og heimili fyrir tvígreindar konur í Reykjavík. Frú Ragnheiður hefur veitt jaðarsettum hópum lífsnauðsynlega og mikilvæga þjónustu á grundvelli skaðaminnkunar undanfarin ár. Auk þess undirbýr heilbrigðisráðuneytið opnun neyslurýmis í samvinnu við borgina. Ákall er um samvinnu ólíkra kerfa svo sem félagsþjónustu, heilbrigðiskerfis og dómskerfis, mikilvægt er að hlusta á það ákall. Við höfum sammælst í auknum mæli sem samfélag að aðstoða fólk með fíknvanda og veita þeim aðstoð í stað þess að refsa þeim. Mikilvægt er að veita öllum sjálfssagða heilbrigðisþjónustu. Þegar við hverfum frá refsistefnu er litið á afglæpavæðingu fíkniefnaneyslu sem heilbrigðismál. Með því að tryggja samvinnu ríkis og sveitarfélaga á þessu sviði, halda áfram að byggja upp þjónustu í anda skaðaminnkandi nálgunar og húsnæðið fyrst getum við skipað okkur í fremstu röð hvað varðar mannréttindi allra, líka þeirra sem oftast verða fyrir fordómum og eru jaðarsettir í samfélaginu. Við þurfum að halda áfram að gera betur og tryggja öllum fordómalausa þjónustu sem byggir á mannvirðingu og réttindum allra. Þar munum við í Vinstri grænum standa vaktina, héreftir sem hingað til.Höfundur er varaformaður Velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar