Vel gert Kolbeinn Marteinsson skrifar 17. október 2019 08:15 Einn stærsti kostur okkar Íslendinga er hvað við hrósum hvert öðru lítið. Þar sem hrós er svo fágætt hér á landi er verðmæti þess mikið. Íslenskt hrós er miklu meira virði en t.d. amerískt sem gefið er við nánast öll samskipti, „oh, that’s awesome“ o.s.frv. Það er líka mikill galli á okkur hvað við hrósum hvert öðru lítið. Því réttmætt hrós við réttar aðstæður getur dimmu í dagsljós breytt og gefið gleði og von. En það skiptir líka máli hver hrósar okkur. Komi það frá foreldrum má strax gengisfella það um að minnsta kosti helming. Eitt sinn heyrði ég sagt að oflof foreldra skapi vesalinga sem geti ekki tekið gagnrýni enda sannfærð um að allar gjörðir þeirra séu ekkert annað en stórkostlegar. Hrós frá manneskju sem við berum virðingu fyrir vegur oftast þyngst og slíkt hrós getur fylgt manni ævina á enda. Við eigum því að fara sparlega með hrós, ekki veita það í innantómu orðagjálfri fyrir sjálfsagða hluti og aðeins þegar ástæða er til. Þó barn teikni mynd á blað þá þýðir það ekki að það eigi heimtingu á að vera sagt listamaður. Góðu tíðindin eru þau að það er fullt af hlutum í lífi okkar sem eiga það sannarlega skilið að vera hrósað. Ef við sjáum eitthvað gert á þann hátt að það veitir okkur innblástur eða fyllir okkur gleði eigum við að skjóta skilaboðum á viðkomandi og láta hann vita af því. Sama á við ef við fáum framúrskarandi þjónustu eða sjáum vinnufélaga okkar vinna vel unnin verk. Slík hrós vega alltaf miklu meira og lifa lengur en laun viðkomandi. Því skaltu í dag stefna að því að hrósa einhverjum sem á það skilið. Endurtaktu svo leikinn aftur á morgun og þú hefur gert þennan heim aðeins betri en hann var. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbeinn Marteinsson Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Einn stærsti kostur okkar Íslendinga er hvað við hrósum hvert öðru lítið. Þar sem hrós er svo fágætt hér á landi er verðmæti þess mikið. Íslenskt hrós er miklu meira virði en t.d. amerískt sem gefið er við nánast öll samskipti, „oh, that’s awesome“ o.s.frv. Það er líka mikill galli á okkur hvað við hrósum hvert öðru lítið. Því réttmætt hrós við réttar aðstæður getur dimmu í dagsljós breytt og gefið gleði og von. En það skiptir líka máli hver hrósar okkur. Komi það frá foreldrum má strax gengisfella það um að minnsta kosti helming. Eitt sinn heyrði ég sagt að oflof foreldra skapi vesalinga sem geti ekki tekið gagnrýni enda sannfærð um að allar gjörðir þeirra séu ekkert annað en stórkostlegar. Hrós frá manneskju sem við berum virðingu fyrir vegur oftast þyngst og slíkt hrós getur fylgt manni ævina á enda. Við eigum því að fara sparlega með hrós, ekki veita það í innantómu orðagjálfri fyrir sjálfsagða hluti og aðeins þegar ástæða er til. Þó barn teikni mynd á blað þá þýðir það ekki að það eigi heimtingu á að vera sagt listamaður. Góðu tíðindin eru þau að það er fullt af hlutum í lífi okkar sem eiga það sannarlega skilið að vera hrósað. Ef við sjáum eitthvað gert á þann hátt að það veitir okkur innblástur eða fyllir okkur gleði eigum við að skjóta skilaboðum á viðkomandi og láta hann vita af því. Sama á við ef við fáum framúrskarandi þjónustu eða sjáum vinnufélaga okkar vinna vel unnin verk. Slík hrós vega alltaf miklu meira og lifa lengur en laun viðkomandi. Því skaltu í dag stefna að því að hrósa einhverjum sem á það skilið. Endurtaktu svo leikinn aftur á morgun og þú hefur gert þennan heim aðeins betri en hann var.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun