Að kafna úr sköttum Ásta S. Fjeldsted skrifar 17. október 2019 08:00 Hvort kalla megi það sérstakt listform stjórnmálanna, að kreista sífellt fleiri krónur út úr atvinnulífinu án þess þó að gera alveg út af við fyrirtækin í landinu, skal látið liggja milli hluta, en ljóst er að samhliða vexti hagkerfisins undanfarna tvo áratugi hefur ríkið sótt sér hlutfallslega sífellt fleiri krónur úr vasa skattgreiðenda. Hið opinbera hefur verið afkastameira en heimili og fyrirtæki landsins við að auka tekjur sínar á þessu tímabili, en frá árinu 1997 hefur skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu hækkað um fimm prósentustig og farið úr því að vera sú áttunda hæsta meðal OECD-ríkjanna upp í að vera sú önnur hæsta. Fyrirtæki landsins hafa vissulega fundið fyrir þessu.Fyrirtækin mætt álögum með myndarbrag Á hverju ári gefur Viðskiptaráð út yfirlit yfir skattbreytingar. Í hverri einustu samantekt frá árinu 2008 hefur fjöldi skattahækkana verið meiri en lækkana – að jafnaði þrjár hækkanir fyrir hverja lækkun. Á uppgangstímum eru háir og síhækkandi skattar að sönnu íþyngjandi byrði í atvinnurekstri en ef til vill bærilegri fyrir þær sakir að efnahagsumsvif aukast, veltan eykst og auðveldara er að takast á við aukinn kostnað. Auk hærri skatta þykir jafnan sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki geti sífellt hækkað laun án þess að velta þeim kostnaði út í verðlag, mætt nýrri reglubyrði og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki mætt þessari áskorun samfélagsins af myndarbrag. Ekki virðist sem samsvarandi pressa sé á rekstur hins opinbera. Fjölgun ríkisstofnana er yfirvofandi og umbætur eða tilraunir til aukinnar skilvirkni fara ekki hátt. Rafræn þjónusta hins opinbera er almennt langt undir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg. Í slíkum aðstæðum verður eitthvað undan að láta, oftast verðlag eða atvinnustig. Því hefði það ekki átt að koma á óvart þegar fréttir bárust af uppsögnum fyrr á árinu.Hvað er til ráða þegar harðnar á dalnum? Í fyrsta lagi má horfa til fjármálakerfisins en í haust hefur á annað hundrað manns verið sagt upp í stóru bönkunum. Sú sársaukafulla aðgerð skilar 1,3 milljarða króna hagræðingu. Aftur á móti greiðir bankinn um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur þar bankaskattur þyngst. Það má því velta fyrir sér hvort framangreindar hagræðingaraðgerðir hefðu verið nauðsynlegar ef bankaskattsins nyti ekki við. Vissulega stendur til að lækka skattinn lítillega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira en stendur til. Í öðru lagi er hægt að horfa til tryggingagjaldsins sem hefur verið í hæstu hæðum alla uppsveifluna þrátt fyrir að atvinnuleysi væri í lægstu lægðum. Fyrst svo var þá hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að stjórnvöld telji tryggingagjaldið eiga að leggjast á móti hagsveiflunni. Í þessu tilviki hefur verið boðað í fjárlögum að gjaldið skuli lækkað lítillega, en aftur er það lítið og of seint. Gjaldið leggst þyngst á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugvitsdrifna starfsemi þar sem ein mestu tækifærin til aukins hagvaxtar er að finna. Með því að lækka hinn almenna hluta tryggingagjaldsins til samræmis við það sem það var á árunum 2007-2011 mætti draga úr álögum hins opinbera á fyrirtæki um 5,8 milljarða. Í þriðja lagi er hægt að líta til fasteignagjalda sveitarfélaganna sem eru hærri fyrir fyrirtæki en einstaklinga og opinberar stofnanir. Þar hafa litlar lækkanir á skatthlutföllum orðið á síðustu árum þrátt fyrir afar kröftuga uppsveiflu og nánast fordæmalausar húsnæðisverðshækkanir. Viðskiptaráð áætlaði í fyrra að árleg skattheimta sveitarfélaga hefði aukist um 6,1 milljarð króna vegna húsnæðisverðshækkana. Þetta verður að teljast hvort tveggja óábyrgt og óásættanlegt enda afar ólíklegt að vænta megi lækkana á fasteignagjöldum í niðursveiflunni. Framangreindir skattar hafa ekki úrslitaáhrif á framgang hagsveiflunnar. Lækkun skatta á borð við þá þrjá sem hér eru nefndir getur hins vegar aukið viðnámsþrótt fyrirtækja þegar harðnar á dalnum. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að skapa almennilegt andrými fyrir atvinnulífið í landinu, heldur þrengja að því með einni hæstu skattlagningu í heimi. Það eru einfaldlega mikil vonbrigði og ekki til farsældar fallið fyrir land og þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásta S. Fjeldsted Birtist í Fréttablaðinu Skattar og tollar Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hvort kalla megi það sérstakt listform stjórnmálanna, að kreista sífellt fleiri krónur út úr atvinnulífinu án þess þó að gera alveg út af við fyrirtækin í landinu, skal látið liggja milli hluta, en ljóst er að samhliða vexti hagkerfisins undanfarna tvo áratugi hefur ríkið sótt sér hlutfallslega sífellt fleiri krónur úr vasa skattgreiðenda. Hið opinbera hefur verið afkastameira en heimili og fyrirtæki landsins við að auka tekjur sínar á þessu tímabili, en frá árinu 1997 hefur skattheimta sem hlutfall af landsframleiðslu hækkað um fimm prósentustig og farið úr því að vera sú áttunda hæsta meðal OECD-ríkjanna upp í að vera sú önnur hæsta. Fyrirtæki landsins hafa vissulega fundið fyrir þessu.Fyrirtækin mætt álögum með myndarbrag Á hverju ári gefur Viðskiptaráð út yfirlit yfir skattbreytingar. Í hverri einustu samantekt frá árinu 2008 hefur fjöldi skattahækkana verið meiri en lækkana – að jafnaði þrjár hækkanir fyrir hverja lækkun. Á uppgangstímum eru háir og síhækkandi skattar að sönnu íþyngjandi byrði í atvinnurekstri en ef til vill bærilegri fyrir þær sakir að efnahagsumsvif aukast, veltan eykst og auðveldara er að takast á við aukinn kostnað. Auk hærri skatta þykir jafnan sjálfsögð og eðlileg krafa að fyrirtæki geti sífellt hækkað laun án þess að velta þeim kostnaði út í verðlag, mætt nýrri reglubyrði og sinnt samfélagslegri ábyrgð. Undanfarin ár hafa íslensk fyrirtæki mætt þessari áskorun samfélagsins af myndarbrag. Ekki virðist sem samsvarandi pressa sé á rekstur hins opinbera. Fjölgun ríkisstofnana er yfirvofandi og umbætur eða tilraunir til aukinnar skilvirkni fara ekki hátt. Rafræn þjónusta hins opinbera er almennt langt undir þeim löndum sem við berum okkur saman við. Þegar harðnar á dalnum og hagvöxtur léttir ekki lengur undir með atvinnurekendum á móti kröfum hins opinbera um nýja eða hærri skattstofna, íþyngjandi regluverki eða kröfum um hærri laun verður byrðin óbærileg. Í slíkum aðstæðum verður eitthvað undan að láta, oftast verðlag eða atvinnustig. Því hefði það ekki átt að koma á óvart þegar fréttir bárust af uppsögnum fyrr á árinu.Hvað er til ráða þegar harðnar á dalnum? Í fyrsta lagi má horfa til fjármálakerfisins en í haust hefur á annað hundrað manns verið sagt upp í stóru bönkunum. Sú sársaukafulla aðgerð skilar 1,3 milljarða króna hagræðingu. Aftur á móti greiðir bankinn um 5 milljarða króna á ári í sértæka skatta og vegur þar bankaskattur þyngst. Það má því velta fyrir sér hvort framangreindar hagræðingaraðgerðir hefðu verið nauðsynlegar ef bankaskattsins nyti ekki við. Vissulega stendur til að lækka skattinn lítillega á næsta ári en það hefði þurft að byrja fyrr og lækka hann meira en stendur til. Í öðru lagi er hægt að horfa til tryggingagjaldsins sem hefur verið í hæstu hæðum alla uppsveifluna þrátt fyrir að atvinnuleysi væri í lægstu lægðum. Fyrst svo var þá hlýtur að vera hægt að draga þá ályktun að stjórnvöld telji tryggingagjaldið eiga að leggjast á móti hagsveiflunni. Í þessu tilviki hefur verið boðað í fjárlögum að gjaldið skuli lækkað lítillega, en aftur er það lítið og of seint. Gjaldið leggst þyngst á fyrirtæki í ferðaþjónustu og hugvitsdrifna starfsemi þar sem ein mestu tækifærin til aukins hagvaxtar er að finna. Með því að lækka hinn almenna hluta tryggingagjaldsins til samræmis við það sem það var á árunum 2007-2011 mætti draga úr álögum hins opinbera á fyrirtæki um 5,8 milljarða. Í þriðja lagi er hægt að líta til fasteignagjalda sveitarfélaganna sem eru hærri fyrir fyrirtæki en einstaklinga og opinberar stofnanir. Þar hafa litlar lækkanir á skatthlutföllum orðið á síðustu árum þrátt fyrir afar kröftuga uppsveiflu og nánast fordæmalausar húsnæðisverðshækkanir. Viðskiptaráð áætlaði í fyrra að árleg skattheimta sveitarfélaga hefði aukist um 6,1 milljarð króna vegna húsnæðisverðshækkana. Þetta verður að teljast hvort tveggja óábyrgt og óásættanlegt enda afar ólíklegt að vænta megi lækkana á fasteignagjöldum í niðursveiflunni. Framangreindir skattar hafa ekki úrslitaáhrif á framgang hagsveiflunnar. Lækkun skatta á borð við þá þrjá sem hér eru nefndir getur hins vegar aukið viðnámsþrótt fyrirtækja þegar harðnar á dalnum. Stjórnvöld virðast hins vegar ekki hafa áhuga á að skapa almennilegt andrými fyrir atvinnulífið í landinu, heldur þrengja að því með einni hæstu skattlagningu í heimi. Það eru einfaldlega mikil vonbrigði og ekki til farsældar fallið fyrir land og þjóð.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar