Skólastjóri sem stendur í ströngu vann bíl í áskriftaleik Moggans Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2019 16:26 Glæný Corolla gæti einmitt verið huggunin sem Ágústa Elín þarf á að halda. Enn kemur áskriftaleikur Moggans skemmtilega á óvart. Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, datt heldur betur í lukkupottinn í morgun þegar Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins læddi puttunum í pottinn hvar í voru miðar og á letruð nöfn þátttakenda í áskriftarleik blaðsins. Nafn Ágústu Elínar var dregið út og hún þar með orðin eigandi glænýrrar Toyota Corolla-bifreiðar.Vinningurinn kemur í góðar þarfirEins og Vísir hefur áður greint frá er það svo að vinningar koma í góðar þarfir og það á svo sannarlega við um vinninginn að þessu sinni. Þó ekki sé þar vísað til hins almenna lögmáls sem er að fá dæmi séu um að auðkýfingar fái lottóvinning. Heldur hins að vinningshafinn hefur staðið í ströngu að undanförnu. Glænýr bíll hlýtur að mega heita huggun harmi gegn. Ágústa Elín hefur verið umdeild í starfi og það síðasta sem fréttist af málum hennar var að hún hefur nú stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslna Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hún telur Lilju ekki hafa staðið rétt að málum þegar starf hennar var auglýst laust til umsóknar. Lilja sagði henni frá því að þetta stæði til símleiðis og það á sunnudegi.Moggahöllin. Merkilega hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga eru meðal sigurvegara í áskriftarleik blaðsins.fbl/hörðurÞeim mun ánægjulegri hefur stundin verið þegar Haraldur ritstjóri las upp nafn vinningshafans. „Sigurvegarinn er Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Hún fær símtal frá mér á eftir ef hún verður ekki búin að hringja í mig áður,“ sagði Haraldur. Sannarlega plástur á sárin.Þjóðþekktir vinningshafar Reyndar er með miklum ólíkindum hversu margir þekktir verðlaunahafar í þessum sama áskriftarleik eru. Og margir hverjir mega heita innvígðir og innmúraðir. En, hugsanlega eru það ekki stjarnfræðilegir möguleikar, það fer eftir því hversu margir eru áskrifendur Morgunblaðsins? Það liggur ekki fyrir en hugsanlega er hærra hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal áskrifenda en fjöldi þeirra alls gæti gefið til kynna. En þannig hafa áður unnið í áskriftaleiknum Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari og eiginkona Brynjars Níelssonar. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur unnið í áskrifendahappdrættinu því Þorgeir Ingi Njálsson þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, vann tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happdrætti. Og fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland. Bílar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Ágústa Elín Ingþórsdóttir, skólameistari Fjölbrautaskóla Vesturlands, datt heldur betur í lukkupottinn í morgun þegar Haraldur Johannessen ritstjóri Morgunblaðsins læddi puttunum í pottinn hvar í voru miðar og á letruð nöfn þátttakenda í áskriftarleik blaðsins. Nafn Ágústu Elínar var dregið út og hún þar með orðin eigandi glænýrrar Toyota Corolla-bifreiðar.Vinningurinn kemur í góðar þarfirEins og Vísir hefur áður greint frá er það svo að vinningar koma í góðar þarfir og það á svo sannarlega við um vinninginn að þessu sinni. Þó ekki sé þar vísað til hins almenna lögmáls sem er að fá dæmi séu um að auðkýfingar fái lottóvinning. Heldur hins að vinningshafinn hefur staðið í ströngu að undanförnu. Glænýr bíll hlýtur að mega heita huggun harmi gegn. Ágústa Elín hefur verið umdeild í starfi og það síðasta sem fréttist af málum hennar var að hún hefur nú stefnt íslenska ríkinu vegna embættisfærslna Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra. Hún telur Lilju ekki hafa staðið rétt að málum þegar starf hennar var auglýst laust til umsóknar. Lilja sagði henni frá því að þetta stæði til símleiðis og það á sunnudegi.Moggahöllin. Merkilega hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga eru meðal sigurvegara í áskriftarleik blaðsins.fbl/hörðurÞeim mun ánægjulegri hefur stundin verið þegar Haraldur ritstjóri las upp nafn vinningshafans. „Sigurvegarinn er Ágústa Elín Ingþórsdóttir. Hún fær símtal frá mér á eftir ef hún verður ekki búin að hringja í mig áður,“ sagði Haraldur. Sannarlega plástur á sárin.Þjóðþekktir vinningshafar Reyndar er með miklum ólíkindum hversu margir þekktir verðlaunahafar í þessum sama áskriftarleik eru. Og margir hverjir mega heita innvígðir og innmúraðir. En, hugsanlega eru það ekki stjarnfræðilegir möguleikar, það fer eftir því hversu margir eru áskrifendur Morgunblaðsins? Það liggur ekki fyrir en hugsanlega er hærra hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal áskrifenda en fjöldi þeirra alls gæti gefið til kynna. En þannig hafa áður unnið í áskriftaleiknum Arnfríður Einarsdóttir landsréttardómari og eiginkona Brynjars Níelssonar. Arnfríður er ekki eini dómarinn sem hefur unnið í áskrifendahappdrættinu því Þorgeir Ingi Njálsson þá dómstjóri Héraðsdóms Reykjaness nú í Landsrétti, vann tíu milljón króna Lexus-glæsibifreið í þessu sama happdrætti. Og fyrir ekki svo löngu vann svo Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, ferð til Cleveland.
Bílar Fjölmiðlar Tengdar fréttir Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34 Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39 Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22 Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Fékk milljón vegna afmæli kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Sjá meira
Nánast engin dæmi um að auðkýfingur hafi unnið í lottó Flestir lottóvinningshafar virðast af svipuðu sauðahúsi. 27. febrúar 2019 08:34
Kennarar lýsa yfir vantrausti á skólameistara á Akranesi Yfirgnæfandi meirihluti kennara við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi hafa lýst yfir vantrausti á skólameistarann Ágústu Elínu Ingþórsdóttur. Yfirlýsing þessa efnis hefur verið send ráðherra. 5. október 2019 18:39
Innmúraðir vinningshafar í áskriftaleik Moggans Óvenju hátt hlutfall þjóðþekktra einstaklinga meðal vinningshafa. 2. febrúar 2018 11:22