Orkusækinn iðnaður skapar mikinn þjóðhagslegan ávinning Ingólfur Bender skrifar 16. október 2019 08:30 Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orkusækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er einn mælikvarði á efnahagslega velmegun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópuríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífskjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir landsins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyrissköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæmari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tímabilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforkuverði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutningsatvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmætasköpun. Leiðin að auknum stöðugleika í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum eingöngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem efla samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starfsemi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ingólfur Bender Stóriðja Mest lesið Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Bæjarstjórinn í Kópavogi hendir fyrir vagninn Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Ábyrg ferðamennska Hlynur Aðalsteinsson ,Josephine Lilian Roloff skrifar Skoðun Að vinda ofan af gullhúðun Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Hvað þýðir það að vera úr sömu sveit? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Ekkert réttlætir þjóðarmorð Ísraela í Palestínu Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Slúbbertar í skjóli BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Ég er kominn heim Askur Hrafn Hannesson skrifar Skoðun Þetta með tungumálin eru ekki bara orðin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skreytt með stolnum fjöðrum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Er garðurinn þinn alveg grænn? Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Fimm svikasögur úr raunveruleikanum Brynja María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Atlagan að almenna íbúðakerfinu Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ísrael – hundrað augu fyrir eitt auga Halldór Reynisson skrifar Skoðun Laxmenn Landsvirkjunar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar Sjá meira
Fyrr á þessu ári var haldið upp á að 50 ár eru liðin síðan álverið í Straumsvík hóf starfsemi. Landsvirkjun fagnaði 50 ára afmæli sínu 2015 en fyrirtækið var á sínum tíma stofnað í kringum byggingu Búrfellsvirkjunar, sem var fyrsta stórvirkjun Íslendinga, en skilyrði fyrir lánveitingu til virkjunarinnar var samningurinn um álverið í Straumsvík. Markaði þetta upphaf orkusækins iðnaðar hér á landi og uppbyggingu á tengdu raforkukerfi. Allar götur síðan hefur saga orkusækins iðnaðar og raforkukerfisins verið samofin og sú uppbygging verið til hagsbóta fyrir heimili og fyrirtæki í landinu. Á þessu 50 ára tímabili hefur landsframleiðsla á mann, sem er einn mælikvarði á efnahagslega velmegun, farið úr því að vera til jafns við meðaltal Evrópu yfir í að vera nú tæplega 50% meiri. Á þessu 50 ára tímabili hefur því skilið verulega á milli efnahagslegrar velmegunar hér á landi og í flestum öðrum Evrópuríkjum. Fjölmargir þættir skýra þessa miklu og jákvæðu breytingu í lífskjörum landsmanna. Stór hluti skýringarinnar er hins vegar sá að á þessum tíma tóku Íslendingar að nýta ríkulegar orkuauðlindir landsins í meiri mæli en verið hafði en fram að þeim tíma hafði gjaldeyrissköpun Íslendinga nær alfarið byggst á sjávarútvegi. Vöxtur orkusækins iðnaðar gerði Íslendingum kleift að byggja upp raforkuframleiðslu í stórum skrefum og með hagkvæmari hætti en ella hefði verið. Á síðustu 50 árum má áætla að framlag stórnotenda raforku til verðmætasköpunar hér á landi hafi verið um 2.100 milljarðar króna. Um 80% þess framlags hafa fallið til á 21. öldinni. Þá er metið beint framlag greinarinnar til landsframleiðslu og óbeint framlag, þ.e. sá virðisauki sem greinin skapar í viðskiptum sínum við aðrar greinar. Til að setja þetta í samhengi þá var landsframleiðslan í heild hér á landi 2.812 milljarðar króna á árinu 2018. Fjárfestingar tengdar stóriðju og tengdri raforkuframleiðslu hafa að sama skapi verið miklar á tímabilinu. Samanlagt yfir síðastliðin 50 ár nemur þessi fjárfesting um 1.600 milljörðum. Til að setja þetta í samhengi nam heildarfjárfesting í hagkerfinu, þ.e. heimila, fyrirtækja og hins opinbera, 628 milljörðum á síðasta ári. Raforkukerfið hefur byggst upp samhliða uppbyggingu á starfsemi orkusækinna iðnfyrirtækja hér á landi. Má í því sambandi nefna að þessi iðnfyrirtæki nota rétt um 80% allrar raforku í landinu. Önnur atvinnustarfsemi og heimilin hafa notið góðs af þessari uppbyggingu í auknu orkuöryggi og lægra raforkuverði. Óstöðugleiki íslenska hagkerfisins hefur meðal annars átt rætur sínar að rekja til einhæfni útflutningsatvinnuvega. Óstöðugt efnahagslegt umhverfi kemur niður á lífsgæðum, framleiðni og innlendri verðmætasköpun. Leiðin að auknum stöðugleika í efnahagslífi íslensku þjóðarinnar á síðustu áratugum fólst í að auka fjölbreytni í gjaldeyrissköpun og byggja upp greinar sem voru óháðar sveiflum í aflabrögðum eingöngu. Síðustu tvo áratugi hafa gjaldeyristekjur þjóðarinnar vegna stóriðju margfaldast. Gjaldeyrissköpun orkusækinna iðnfyrirtækja er nú orðin meiri en heildargjaldeyristekjur af útflutningi sjávarafurða, eða um 260 milljarðar króna á árinu 2018. Vöxtur þessarar greinar hefur aukið stöðugleika hagkerfisins. Við höfum verið að sækja okkar efnahagslegu velmegun í starfsemi raforkusækinna iðnfyrirtækja að stórum hluta síðustu 50 ár. Til þess að geta haldið áfram að sækja okkar efnahagslegu velmegun þangað þurfum við að tryggja samkeppnishæfni greinarinnar. Með aðgerðum sem efla samkeppnisstöðuna má tryggja að við byggjum þessa starfsemi áfram upp hér á landi til heilla fyrir fyrirtækin og heimilin í landinu.
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Skoðun Kennum innflytjendum íslensku! Kristjana Þórdís Jónsdóttir,Sigrún Eiríksdóttir,Sigrún Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Allt að 29% starfsmannavelta – starfsumhverfi drauma þinna? Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Umfang þjáningarinnar á Gasa langt umfram þau úrræði sem hjálparstofnanir hafa yfir að ráða Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Eru samfélagsmiðlar að gera okkur narsissísk eða bara að sýna hverja við verðlaunum? Zoe Christi Ann Moulder skrifar