Út yfir gröf og dauða Haukur Örn Birgisson skrifar 15. október 2019 07:00 Frá vöggu til grafar gjöldum við ríkinu það sem ríkinu ber. Allt frá fyrstu bleyjukaupum foreldra okkar til síðustu ráðstafana barna okkar vegna andlátsins – skal greiddur skattur af því. Skatturinn fer aldrei í frí. Erfðafjárskattur er með ógeðfelldari tekjuöflunartækjum ríkissjóðs en með honum þurfa erfingjar okkar, sem í langflestum tilvikum eru börn og eftirlifandi makar, að greiða skatt af því sem við eftirlátum þeim á dánarbeðinum. Tíu prósent eigna okkar, hvorki meira né minna. Þeir, sem auðnast að skilja eftir einhverjar veraldlegar eigur fyrir afkomendur sína, hafa auðvitað margsinnis á lífsleiðinni greitt skatta af þessum sömu eigum. Það er ekki nóg, að mati ríkisins. „Við skulum klípa 10% í viðbót af líkinu,“ segir í lögunum – ef ég leyfi mér að umorða lagatextann örlítið. Nú stendur loksins til að færa skattprósentuna suður á bóginn, í þrepum þó. Það kemur ekki á óvart að hinir skattsjúku skuli leggjast gegn lækkuninni. Þeir segja engin rök hafa verið færð fram fyrir henni, án þess að hafa sjálfir reynt að réttlæta þennan ömurlega skatt til að byrja með. Lækkunin mun „kosta“ ríkissjóð tvo milljarða á ári, segja þeir. Þetta er mjög undarleg nálgun en á sama tíma klassísk. Það er engu líkara en að laun vinnandi fólks tilheyri fyrst ríkinu og síðan þeim sem strita fyrir þeim. Að stjórnmálamennirnir hafi það hlutverk að útdeila laununum til fólksins, eftir að ríkið hefur tekið sitt. Ef einhverjum dettur í hug að lækka skatta þá líta hinir svo á að ríkið sé að gefa eftir sína fjármuni! Þessu er vitaskuld þveröfugt farið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Frá vöggu til grafar gjöldum við ríkinu það sem ríkinu ber. Allt frá fyrstu bleyjukaupum foreldra okkar til síðustu ráðstafana barna okkar vegna andlátsins – skal greiddur skattur af því. Skatturinn fer aldrei í frí. Erfðafjárskattur er með ógeðfelldari tekjuöflunartækjum ríkissjóðs en með honum þurfa erfingjar okkar, sem í langflestum tilvikum eru börn og eftirlifandi makar, að greiða skatt af því sem við eftirlátum þeim á dánarbeðinum. Tíu prósent eigna okkar, hvorki meira né minna. Þeir, sem auðnast að skilja eftir einhverjar veraldlegar eigur fyrir afkomendur sína, hafa auðvitað margsinnis á lífsleiðinni greitt skatta af þessum sömu eigum. Það er ekki nóg, að mati ríkisins. „Við skulum klípa 10% í viðbót af líkinu,“ segir í lögunum – ef ég leyfi mér að umorða lagatextann örlítið. Nú stendur loksins til að færa skattprósentuna suður á bóginn, í þrepum þó. Það kemur ekki á óvart að hinir skattsjúku skuli leggjast gegn lækkuninni. Þeir segja engin rök hafa verið færð fram fyrir henni, án þess að hafa sjálfir reynt að réttlæta þennan ömurlega skatt til að byrja með. Lækkunin mun „kosta“ ríkissjóð tvo milljarða á ári, segja þeir. Þetta er mjög undarleg nálgun en á sama tíma klassísk. Það er engu líkara en að laun vinnandi fólks tilheyri fyrst ríkinu og síðan þeim sem strita fyrir þeim. Að stjórnmálamennirnir hafi það hlutverk að útdeila laununum til fólksins, eftir að ríkið hefur tekið sitt. Ef einhverjum dettur í hug að lækka skatta þá líta hinir svo á að ríkið sé að gefa eftir sína fjármuni! Þessu er vitaskuld þveröfugt farið.
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun