Foreldrar verði á varðbergi gagnvart illkvitnum hrekkjum Birgir Olgeirsson skrifar 14. október 2019 22:15 Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa hjól undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. Eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að athuga vel með hjól sín. Þórunn Lárusdóttir leikkona greindi frá því í september að sonur hennar hefði tvíhandabrotnað eftir þennan hrekk. Faðir í Garðabæ greindi sömuleiðis frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans sem slasaðist sem betur fer ekki.Á þriðjudag slasaðist drengur á tólfta ári alvarlega í Þorlákshöfn þegar eftir að hjólin höfðu verið losuð á reiðhjóli hans. Féll drengurinn af hjólinu með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og lítur það mjög alvarlegum augum. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa ályktað um þessi illvirki og hvatt foreldra til að vera á varðbergi. „Við vitum um þrjú alvarleg slys sem hafa orðið vegna þess að það hefur verið átt við reiðhjól, bæði fyrir utan skóla og íþróttahús. Við viljum endilega beina því til foreldra að tala við börnin sín. Bæði ekki að vera að fikta í hjólum og eins að fara með börnum yfir grundvallaratriði á hjólunum þeirra áður en þau fara af stað. Toga í bremsur, sjá að þær virki. Og horfa á „quick release-in á reiðhjólunum, að þau séu sett alltaf á sama máta og athuga hvort þau séu laus, segir Þröstur Jónasson, varaformaður Heimilis og skóla. Hann segir foreldra áhyggjufulla og vonar að þeir sem þetta gera hugsi sinn gang. „Ég vona að þetta sé meira óvitaskapur og fikt. En þetta er mjög alvarlegt mál, ég held að flestir sem einhvern tímann stíga upp á reiðhjól átti sig á því að þig langar ekkert að missa hjólið undan.“ Garðabær Lögreglumál Ölfus Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Foreldrar eru áhyggjufullir vegna illkvittins hrekks sem gengur út á að losa hjól undan reiðhjólum barna. Alvarleg slys hafa orðið vegna þessa og lítur lögregla málið alvarlegum augum. Eru foreldrar hvattir til að brýna fyrir börnum að athuga vel með hjól sín. Þórunn Lárusdóttir leikkona greindi frá því í september að sonur hennar hefði tvíhandabrotnað eftir þennan hrekk. Faðir í Garðabæ greindi sömuleiðis frá því að átt hefði verið við hjól sonar hans sem slasaðist sem betur fer ekki.Á þriðjudag slasaðist drengur á tólfta ári alvarlega í Þorlákshöfn þegar eftir að hjólin höfðu verið losuð á reiðhjóli hans. Féll drengurinn af hjólinu með þeim afleiðingum að tönn brotnaði og hlaut hann stóran skurð á hökuna. Lögreglan hefur málið til rannsóknar og lítur það mjög alvarlegum augum. Heimili og skóli, landssamtök foreldra, hafa ályktað um þessi illvirki og hvatt foreldra til að vera á varðbergi. „Við vitum um þrjú alvarleg slys sem hafa orðið vegna þess að það hefur verið átt við reiðhjól, bæði fyrir utan skóla og íþróttahús. Við viljum endilega beina því til foreldra að tala við börnin sín. Bæði ekki að vera að fikta í hjólum og eins að fara með börnum yfir grundvallaratriði á hjólunum þeirra áður en þau fara af stað. Toga í bremsur, sjá að þær virki. Og horfa á „quick release-in á reiðhjólunum, að þau séu sett alltaf á sama máta og athuga hvort þau séu laus, segir Þröstur Jónasson, varaformaður Heimilis og skóla. Hann segir foreldra áhyggjufulla og vonar að þeir sem þetta gera hugsi sinn gang. „Ég vona að þetta sé meira óvitaskapur og fikt. En þetta er mjög alvarlegt mál, ég held að flestir sem einhvern tímann stíga upp á reiðhjól átti sig á því að þig langar ekkert að missa hjólið undan.“
Garðabær Lögreglumál Ölfus Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira