Aukin verðmætasköpun með samfélagsábyrgð Eva Magnúsdóttir skrifar 14. október 2019 14:47 „Ef Sameinuðu þjóðirnar setja markmið fyrir heiminn þá hljóta þau að eiga við um Skaftárhrepp líka. Þó við séum pínulítið samfélag þá berum við jafnmikla ábyrgð og allir aðrir í heiminum.“ Þetta sagði oddviti Skaftárhrepps, Eva Björk Harðardóttir, í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Tilefni þessara orða voru þau að sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur mótað stefnu í aðalskipulagi sínu í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að gerð aðalskipulags á þennan hátt og innleiðing er framundan. Sveitarfélagið ætlar að leggja áherslu á sjálfbærni, verndun náttúrunnar, framleiðni í atvinnulífinu með fjölbreyttum tækninýjungum og hvetja til nýsköpunar í þjónustu við ferðamenn auk þess að mæla árangur. Orð eru til alls fyrst og fleiri þurfa að feta í fótspor hins smáa en ábyrga samfélags. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að leiða stefnumótun í sveitarfélaginu í anda heimsmarkmiðanna og hef sjaldan orðið vör við svo mikinn einlægan áhuga og metnað til þess að gera vel fyrir landið okkar. Það er krísa og hún er alþjóðleg – við viljum að börnin okkar erfi landið óskaðað. Nú er kominn tími á aðgerðir og eingöngu með samhentu átaki getum við tekist á við verkefni tengd loftslagsvánni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru ágæt leið til mælinga en þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og ná bæði til alþjóðasamstarfs og innanríkismála á sviði efnahags, félags- sem og umhverfisþátta. Framsýn sveitarfélög eins og Skaftárhreppur sjá mikilvægi þess að sveitarfélög leggi sitt af mörkum til þeirra lífsgæða sem því fylgja. Mikilvægasta verkefni sveitarfélaga sem fá það hlutverk að gæta hinnar dásamlegu náttúru okkar, er varðveisla hennar. Án hennar eru engir ferðamenn og ekkert líf á hinu fallega landi okkar. Mikilvægt er að sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman um að vinna í anda heimsmarkmiðanna þar sem þau eru hjálpartæki við að mæla hvernig hvernig þjóðir hlúa að sjálfbærni og hagsæld til framtíðar. Það skiptir máli að innleiða nýjar áherslur í stefnu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, þar sem umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum. Þannig er hægt að tryggja aukna verðmætasköpun og tryggja velferð samfélagsins til framtíðar. Hugur þinn hjálpar þér við að finna lausnir vandamálanna og móta stefnuna. Hendur þínar hafa hæfileikana sem þarf til þess að takast á við áskoranirnar nýrra verkefna. Í hjartanu felst oft hin mesta áskorun en jafnframt sú mikilvægasta; að finna von og kjark til þess að halda áfram, og virkja aðra til athafna. Að taka fyrsta skrefið strax er mikilvægt og að mæla árangurinn er nauðsynlegt. Að gera ekkert er ekki í boði.Höfundur er framkvæmdastjóri og ráðgjafi í samfélagslegri ábyrgð hjá Podium ehf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Magnúsdóttir Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
„Ef Sameinuðu þjóðirnar setja markmið fyrir heiminn þá hljóta þau að eiga við um Skaftárhrepp líka. Þó við séum pínulítið samfélag þá berum við jafnmikla ábyrgð og allir aðrir í heiminum.“ Þetta sagði oddviti Skaftárhrepps, Eva Björk Harðardóttir, í viðtali við Morgunblaðið á dögunum. Tilefni þessara orða voru þau að sveitarstjórn Skaftárhrepps hefur mótað stefnu í aðalskipulagi sínu í anda heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að gerð aðalskipulags á þennan hátt og innleiðing er framundan. Sveitarfélagið ætlar að leggja áherslu á sjálfbærni, verndun náttúrunnar, framleiðni í atvinnulífinu með fjölbreyttum tækninýjungum og hvetja til nýsköpunar í þjónustu við ferðamenn auk þess að mæla árangur. Orð eru til alls fyrst og fleiri þurfa að feta í fótspor hins smáa en ábyrga samfélags. Ég er svo lánsöm að hafa fengið tækifæri til að leiða stefnumótun í sveitarfélaginu í anda heimsmarkmiðanna og hef sjaldan orðið vör við svo mikinn einlægan áhuga og metnað til þess að gera vel fyrir landið okkar. Það er krísa og hún er alþjóðleg – við viljum að börnin okkar erfi landið óskaðað. Nú er kominn tími á aðgerðir og eingöngu með samhentu átaki getum við tekist á við verkefni tengd loftslagsvánni. Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun eru ágæt leið til mælinga en þau eru 17 talsins með 169 undirmarkmiðum og ná bæði til alþjóðasamstarfs og innanríkismála á sviði efnahags, félags- sem og umhverfisþátta. Framsýn sveitarfélög eins og Skaftárhreppur sjá mikilvægi þess að sveitarfélög leggi sitt af mörkum til þeirra lífsgæða sem því fylgja. Mikilvægasta verkefni sveitarfélaga sem fá það hlutverk að gæta hinnar dásamlegu náttúru okkar, er varðveisla hennar. Án hennar eru engir ferðamenn og ekkert líf á hinu fallega landi okkar. Mikilvægt er að sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar taki höndum saman um að vinna í anda heimsmarkmiðanna þar sem þau eru hjálpartæki við að mæla hvernig hvernig þjóðir hlúa að sjálfbærni og hagsæld til framtíðar. Það skiptir máli að innleiða nýjar áherslur í stefnu með sjálfbæra þróun að leiðarljósi, þar sem umhverfisþættir, félagslegir þættir og stjórnarhættir eru greindir og mældir samhliða fjárhagslegum þáttum. Þannig er hægt að tryggja aukna verðmætasköpun og tryggja velferð samfélagsins til framtíðar. Hugur þinn hjálpar þér við að finna lausnir vandamálanna og móta stefnuna. Hendur þínar hafa hæfileikana sem þarf til þess að takast á við áskoranirnar nýrra verkefna. Í hjartanu felst oft hin mesta áskorun en jafnframt sú mikilvægasta; að finna von og kjark til þess að halda áfram, og virkja aðra til athafna. Að taka fyrsta skrefið strax er mikilvægt og að mæla árangurinn er nauðsynlegt. Að gera ekkert er ekki í boði.Höfundur er framkvæmdastjóri og ráðgjafi í samfélagslegri ábyrgð hjá Podium ehf.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun