Húsnæðisbætur - líka fyrir herbergi Pawel Bartoszek skrifar 17. október 2019 09:00 Námsmaður sem leigir herbergi á stúdentagörðum á 80 þúsund krónur fær 32.460 krónur í húsnæðisbætur. Námsmaður sem leigir herbergi í fjölbýlishúsi í Árbænum á 120 þúsund fær ekki húsnæðisbætur. Einstaklingur í bata sem leigir herbergi á áfangaheimili fær 32.460 krónur í húsnæðisbætur. Erlendur verkamaður sem leigir herbergi á athafnasvæði í Höfðunum fær ekki húsnæðisbætur. Samkvæmt lögum geta leigjendur fengið styrk fyrir húsaleigu, húsnæðisbætur. Menn geta deilt á um ágæti þessara bóta eins og annarra en ef niðurgreiða á húsnæði fólks á annað borð er beinn fjárhagslegur stuðningur samt ansi góð leið. Miklu betri en leiguþök eða önnur dulin markaðsinngrip. Í lögum er tekið fram að húsnæðisbætur eru ekki greiddar fyrir herbergi. Þetta hefur Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna gagnrýnt réttilega. Eflaust var hugmyndin að tryggja ákveðin lágmarksgæði á leiguhúsnæði en niðurstaðan er auðvitað bara sú að þeim er refsað sem ekki eiga efni á að leigja heila íbúð út af fyrir sig. Tekjulægra fólk þarf því að gjalda fyrir að geta ekki útvegað sér húsnæði sem fellur að gæðakröfum löggjafans. Síðan hefur löggjafinn ákveðið að verða örlítið sveigjanlegur og borga með herbergjum á stúdentagörðum og áfangaheimilum. Sem er ágætt: sveigjanleiki er af hinu góða. En fyrst við lítum almennt ekki svo að vernda eigi fólk frá því að leigja herbergi á stúdentagörðum og áfangaheimilum þá ætti ekki heldur að reyna refsa fólki sem kýs að leigja sér herbergi einhvers staðar annars staðar.Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Pawel Bartoszek Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Námsmaður sem leigir herbergi á stúdentagörðum á 80 þúsund krónur fær 32.460 krónur í húsnæðisbætur. Námsmaður sem leigir herbergi í fjölbýlishúsi í Árbænum á 120 þúsund fær ekki húsnæðisbætur. Einstaklingur í bata sem leigir herbergi á áfangaheimili fær 32.460 krónur í húsnæðisbætur. Erlendur verkamaður sem leigir herbergi á athafnasvæði í Höfðunum fær ekki húsnæðisbætur. Samkvæmt lögum geta leigjendur fengið styrk fyrir húsaleigu, húsnæðisbætur. Menn geta deilt á um ágæti þessara bóta eins og annarra en ef niðurgreiða á húsnæði fólks á annað borð er beinn fjárhagslegur stuðningur samt ansi góð leið. Miklu betri en leiguþök eða önnur dulin markaðsinngrip. Í lögum er tekið fram að húsnæðisbætur eru ekki greiddar fyrir herbergi. Þetta hefur Leigjendaaðstoð Neytendasamtakanna gagnrýnt réttilega. Eflaust var hugmyndin að tryggja ákveðin lágmarksgæði á leiguhúsnæði en niðurstaðan er auðvitað bara sú að þeim er refsað sem ekki eiga efni á að leigja heila íbúð út af fyrir sig. Tekjulægra fólk þarf því að gjalda fyrir að geta ekki útvegað sér húsnæði sem fellur að gæðakröfum löggjafans. Síðan hefur löggjafinn ákveðið að verða örlítið sveigjanlegur og borga með herbergjum á stúdentagörðum og áfangaheimilum. Sem er ágætt: sveigjanleiki er af hinu góða. En fyrst við lítum almennt ekki svo að vernda eigi fólk frá því að leigja herbergi á stúdentagörðum og áfangaheimilum þá ætti ekki heldur að reyna refsa fólki sem kýs að leigja sér herbergi einhvers staðar annars staðar.Höfundur er borgarfulltrúi og varaþingmaður Viðreisnar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar