Lilja segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman Birgir Olgeirsson skrifar 13. október 2019 21:00 Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum tóku níu almenna borgara af lífi í gær við sýrlenska bæinn Tal Abyad. Í dag féllu níu í loftárás Tyrkja á bæinn Ras al ain, þar á meðal fimm óbreyttir borgarar. Hafa hersveitirnar unnið land á undanförnum dögum í norðanverðu Sýrlandi. Talið er að hundruð þúsund manns hafi lagt á flótta. Tyrklandsforseti hefur heitið því að stoppa ekki fyrr en hersveitir Kúrda draga sig meira en 32 kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Var innrásin gerð eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að draga bandarískt herlið frá svæðinu. Hefur innrásin verið gagnrýnd harðleg en Tyrkir telja sig í fullum rétti. Liðsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu sýndu herliðinu stuðning þegar þeir fögnuðu sigurmarki gegn Albaníu að hermannasið á föstudag. Eftir leikinn birtist mynd af liðinu í búningsklefa þar sem það sást heilsa aftur að hermannasið. Á Twitter, þar sem myndin var birt, hafði verið skrifað að sigurinn væri tileinkaður hugrökkum hermönnum. Hefur evrópska knattspyrnusambandið boðað að það muni skoða framferði liðsins. Reglur UEFA banna allar vísanir í stjórnmál og trúarbrögð. Eru Tyrkir í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Hefur verið kallað eftir því að íslenska liðið eigi að hætta við leikinn gegn Tyrkjum ytra í nóvember. Formaður KSÍ sagði við Vísi í dag að slíkt væri ekki á dagskrá. Málið væri á borði UEFA, þar sem það á heima. Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman. „Mér finnst að við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman. Ég er á því að íþróttir geti frekar leitt fólk saman og frekar sé hægt að eyða ágreiningi í gegnum listir, íþróttir og annað slíkt. Og mér hefur alltaf verið mjög illa við það að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.“ Átök Kúrda og Tyrkja KSÍ Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Aftökur og loftárásir eru á meðal þess sem Tyrkir hafa stundað í innrás sinni í sýrlenskar landamæraborgir. Kallað hefur verið eftir því að íslenska landsliðið í knattspyrnu hætti við leik sinn gegn því tyrkneska, eftir að Tyrkir sýndu hernum stuðning. Menntamálaráðherra segir að ekki eigi að blanda saman stjórnmálum og íþróttum. Hermenn studdir af tyrkneskum yfirvöldum tóku níu almenna borgara af lífi í gær við sýrlenska bæinn Tal Abyad. Í dag féllu níu í loftárás Tyrkja á bæinn Ras al ain, þar á meðal fimm óbreyttir borgarar. Hafa hersveitirnar unnið land á undanförnum dögum í norðanverðu Sýrlandi. Talið er að hundruð þúsund manns hafi lagt á flótta. Tyrklandsforseti hefur heitið því að stoppa ekki fyrr en hersveitir Kúrda draga sig meira en 32 kílómetra frá landamærum Sýrlands og Tyrklands. Var innrásin gerð eftir að Donald Trump forseti Bandaríkjanna ákvað að draga bandarískt herlið frá svæðinu. Hefur innrásin verið gagnrýnd harðleg en Tyrkir telja sig í fullum rétti. Liðsmenn tyrkneska landsliðsins í knattspyrnu sýndu herliðinu stuðning þegar þeir fögnuðu sigurmarki gegn Albaníu að hermannasið á föstudag. Eftir leikinn birtist mynd af liðinu í búningsklefa þar sem það sást heilsa aftur að hermannasið. Á Twitter, þar sem myndin var birt, hafði verið skrifað að sigurinn væri tileinkaður hugrökkum hermönnum. Hefur evrópska knattspyrnusambandið boðað að það muni skoða framferði liðsins. Reglur UEFA banna allar vísanir í stjórnmál og trúarbrögð. Eru Tyrkir í riðli með Íslandi í undankeppni Evrópumótsins. Hefur verið kallað eftir því að íslenska liðið eigi að hætta við leikinn gegn Tyrkjum ytra í nóvember. Formaður KSÍ sagði við Vísi í dag að slíkt væri ekki á dagskrá. Málið væri á borði UEFA, þar sem það á heima. Lilja Alfreðsdóttir íþróttamálaráðherra segir íþróttir og pólitík ekki eiga heima saman. „Mér finnst að við eigum ekki að blanda þessu tvennu saman. Ég er á því að íþróttir geti frekar leitt fólk saman og frekar sé hægt að eyða ágreiningi í gegnum listir, íþróttir og annað slíkt. Og mér hefur alltaf verið mjög illa við það að blanda saman íþróttum og stjórnmálum.“
Átök Kúrda og Tyrkja KSÍ Tyrkland Utanríkismál Tengdar fréttir Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Sjá meira
Segir Íslendinga eiga að hætta við leikinn gegn Tyrkjum Illugi Jökulsson, rithöfundur og samfélagsrýnir, kallar eftir því að Ísland hætti við leikinn gegn Tyrkjum í nóvember, vegna aðgerða Tyrklands í Sýrlandi. Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir engar aðgerðir af hálfu sambandsins vera í vændum. 13. október 2019 11:54