Beint lýðræði er fyrir lýðinn Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar 11. október 2019 15:12 Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Þeir virðast vera mjög svo til í þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ef a.m.k. eitt, og helst allt, af eftirfarandi fylgir með: 1. að þeir velji sjálfir málefnið til ályktunar eða 2. niðurstaðan skipti engu máli eða 3. að ferlið sé svo torfært að þær eigi sér ekki stað yfirhöfuð. Reglulega fá hinsvegar einstaka stjórnmálamenn þá hugmynd að setja eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á því í viðtali á sínum tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu, vitaskuld vegna þess að verðtrygging var þá hans helsta pólitíska áhugamál. Inga Sæland lagði fram tillögu á Alþingi um að halda (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, vitaskuld því að hún hafði sjálf efasemdir um hann. Í nýlegu viðtali þar sem undirritaður sat með Kolbeini Óttarssyni Proppé stakk hinn síðarnefndi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað þessa dagana; og vitaskuld í ljósi hans eigin skoðunar á efninu. En varla myndu þessir annars ágætu stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi málefni ef þeir væru sjálfir annarrar efnislegrar skoðunar á efninu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamönnum dettur ekki í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild málefni nema þegar það varðar þeirra eigin helstu hugðarefni og þeir telja sig geta nýtt meðbyr þjóðarinnar sjálfum sér til málsbóta. En telji þeir hættu á því að meirihluti kjósenda væri ósammála þeim um efni sem þeim er hugleikið, þá hverfur skyndilega allt hið lýðræðislega hugmyndaflug. En beint lýðræði er meira en einstaka geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna, þegar þeir af sinni undirgefni og visku heimila kjósendum góðfúslega að láta í ljós skoðanir sínar á einstaka málum. Beint lýðræði verður að vera í formi lýðræðislegs réttar kjósenda sem er yfir geðþótta stjórnmálamanna hafinn hverju sinni. Þess vegna eru það ekki smáatriði, heldur lykilatriði, þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum: 1. að kjósendur velji sjálfir málefnið og 2. þær séu bindandi og 3. að ferlið til að knýja þær fram sé fyrirsjáanlegt og aðgengilegt almenningi. Í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár er einfalt, skilvirkt og hófsamt ákvæði sem uppfyllir öll þessi skilyrði, en þar segir að 10% kjósenda geti kallað fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, með örfáum undantekningum sem einnig eru tilgreind í annarri grein (fjárlög, framfylgni alþjóðlegra skuldbindinga, ríkisborgararéttur og þess háttar). Píratar settu sér nýlega þá stefnu að takist að safna undirskriftum 10% kjósenda gegn máli sem er til umfjöllunar á Alþingi, að þá leggi þingflokkur Pírata til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tilheyrandi mál, óháð eigin afstöðu til málsins sjálfs, efnislega. Þannig þarf ekki að spyrja þingmenn Pírata hvort þeir telji náðarsamlegast að þjóðin eigi að fá að ráða eigin örlögum í það skiptið, heldur dugar að sýna fram á þann vilja kjósenda samkvæmt ákvæðum frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Kjósendur sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um mál til umfjöllunar á Alþingi þurfa því hvorki að ganga í Pírata, kjósa þá né biðja, til að öðlast stuðning þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu; það dugar að safna nægum fjölda undirskrifta. Vitaskuld væri æskilegast að stefna Pírata um nýja stjórnarskrá næði einnig fram að ganga, þannig að þessi annars sjálfsagði réttur kjósenda væri hluti af lagasetningarferlinu sjálfu. En í öllu falli væri það óskandi að stjórnmálamenn hættu að karpa sín á milli hvað nákvæmlega yfirmenn þeirra ættu góðfúslega að fá að ákveða og hvað ekki, og fara þess í stað að venja sig á að hlýða.Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Helgi Hrafn Gunnarsson Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Hefur þú ekkert að gera?” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Hvatning um stuðning við strandveiðar Örn Pálsson skrifar Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin – íslenskt skólastarf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameinumst, hjálpum þeim Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Halló manneskja Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun „Getið þið ekki talað um eitthvað annað en þessa vegi!?“ Gerður Björk Sveinsdóttir skrifar Skoðun Gaman og gott að eldast – eflum lýðheilsu Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Velferð fanga kemur okkur öllum við Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Óréttlát lög sem þarf að lagfæra Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Bless Borgarlína, halló Sundabraut Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd blasir við Íslendingum Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Það er ekki allt að fara til fjandans! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir skrifar Skoðun Ískaldur veruleiki, ekki skuggamyndir á vegg fræðimanna Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Er húsið tómt? Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Tölum um fólkið, ekki kerfin María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vegur vinstrisins til áhrifa Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Börnin á biðlistunum - það er ekki hægt að skálda þetta Dilja Ámundadóttir Zoega skrifar Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun „Að ganga á bak orða sinna“ – Hvað þýðir það eiginlega? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Hægriflokkarnir boða ójöfnuð fyrir íslenska skóla Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn: Bákn eða bústólpi? Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Sennilega er ekkert hugtak sem stjórnmálamenn eiga jafn auðvelt með að misskilja og beint lýðræði. Þeir virðast vera mjög svo til í þjóðaratkvæðagreiðslur einungis ef a.m.k. eitt, og helst allt, af eftirfarandi fylgir með: 1. að þeir velji sjálfir málefnið til ályktunar eða 2. niðurstaðan skipti engu máli eða 3. að ferlið sé svo torfært að þær eigi sér ekki stað yfirhöfuð. Reglulega fá hinsvegar einstaka stjórnmálamenn þá hugmynd að setja eitthvað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson stakk upp á því í viðtali á sínum tíma að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtryggingu, vitaskuld vegna þess að verðtrygging var þá hans helsta pólitíska áhugamál. Inga Sæland lagði fram tillögu á Alþingi um að halda (ráðgefandi) þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann, vitaskuld því að hún hafði sjálf efasemdir um hann. Í nýlegu viðtali þar sem undirritaður sat með Kolbeini Óttarssyni Proppé stakk hinn síðarnefndi upp á þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild Íslands að NATO, í kjölfar þeirrar umræðu sem á sér stað þessa dagana; og vitaskuld í ljósi hans eigin skoðunar á efninu. En varla myndu þessir annars ágætu stjórnmálamenn vilja þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi málefni ef þeir væru sjálfir annarrar efnislegrar skoðunar á efninu. Og þar stendur hnífurinn í kúnni. Stjórnmálamönnum dettur ekki í hug að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um umdeild málefni nema þegar það varðar þeirra eigin helstu hugðarefni og þeir telja sig geta nýtt meðbyr þjóðarinnar sjálfum sér til málsbóta. En telji þeir hættu á því að meirihluti kjósenda væri ósammála þeim um efni sem þeim er hugleikið, þá hverfur skyndilega allt hið lýðræðislega hugmyndaflug. En beint lýðræði er meira en einstaka geðþóttaákvörðun stjórnmálamanna, þegar þeir af sinni undirgefni og visku heimila kjósendum góðfúslega að láta í ljós skoðanir sínar á einstaka málum. Beint lýðræði verður að vera í formi lýðræðislegs réttar kjósenda sem er yfir geðþótta stjórnmálamanna hafinn hverju sinni. Þess vegna eru það ekki smáatriði, heldur lykilatriði, þegar kemur að þjóðaratkvæðagreiðslum: 1. að kjósendur velji sjálfir málefnið og 2. þær séu bindandi og 3. að ferlið til að knýja þær fram sé fyrirsjáanlegt og aðgengilegt almenningi. Í frumvarpi til nýrrar stjórnarskrár er einfalt, skilvirkt og hófsamt ákvæði sem uppfyllir öll þessi skilyrði, en þar segir að 10% kjósenda geti kallað fram bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um frumvarp sem Alþingi hefur samþykkt, með örfáum undantekningum sem einnig eru tilgreind í annarri grein (fjárlög, framfylgni alþjóðlegra skuldbindinga, ríkisborgararéttur og þess háttar). Píratar settu sér nýlega þá stefnu að takist að safna undirskriftum 10% kjósenda gegn máli sem er til umfjöllunar á Alþingi, að þá leggi þingflokkur Pírata til bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tilheyrandi mál, óháð eigin afstöðu til málsins sjálfs, efnislega. Þannig þarf ekki að spyrja þingmenn Pírata hvort þeir telji náðarsamlegast að þjóðin eigi að fá að ráða eigin örlögum í það skiptið, heldur dugar að sýna fram á þann vilja kjósenda samkvæmt ákvæðum frumvarps til nýrrar stjórnarskrár. Kjósendur sem vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um mál til umfjöllunar á Alþingi þurfa því hvorki að ganga í Pírata, kjósa þá né biðja, til að öðlast stuðning þeirra fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu; það dugar að safna nægum fjölda undirskrifta. Vitaskuld væri æskilegast að stefna Pírata um nýja stjórnarskrá næði einnig fram að ganga, þannig að þessi annars sjálfsagði réttur kjósenda væri hluti af lagasetningarferlinu sjálfu. En í öllu falli væri það óskandi að stjórnmálamenn hættu að karpa sín á milli hvað nákvæmlega yfirmenn þeirra ættu góðfúslega að fá að ákveða og hvað ekki, og fara þess í stað að venja sig á að hlýða.Höfundur er þingmaður Pírata.
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við svindlara Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Svo langt frá heimsins vígaslóð - Alþjóða og öryggismál í aðdraganda kosninga Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson skrifar
Skoðun Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Um hvað snýst yfirvofandi læknaverkfall - hvað ber eiginlega á milli samningsaðila? Theódór Skúli Sigurðsson Skoðun
Lágir vextir og gott veður með draumsýn Viðreisnar um inngöngu í ESB? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun