Landþörf samgangna í Reykjavík Hilmar Þór Björnsson skrifar 10. október 2019 22:00 Þó að mikið hafi verið rætt undanfarið um fyrirferð einkabílsins í borgarlandslaginu hefur ekki komið fram hve mikil fyrirferðin er. Hvað samgöngumannvirkin taka mikið pláss. Þetta var skoðað sérstaklega fyrir 15 árum og borið saman rými einkabílsins í ýmsum hverfum Reykjavíkurborgar og sett í samhengi við fjölda íbúða í hverfunum. Í örstuttu máli mátti skilja að skipulagsyfirvöld og ráðgjafar þeirra hefðu álitið landið nánast ókeypis. Árið 2004 þöktu samgöngumannvirkin 48% af borgarlandinu og byggð svæði nokkuð minna eða 42%. Það sem út af stendur eru 10% sem eru opin svæði. Þetta gildir fyrir borgina í heild. Ef nýju svæðin austan Elliðaáa eru skoðuð sérstaklega þá er staðan sú að 51% af borgarlandinu er ráðstafað fyrir samgöngumannvirkin og aðeins 35% voru undir byggð svæði og 14% undir opin svæði. Þegar einstök hverfi eru skoðuð og fermetrar samgangna á hverja íbúð bornir saman í hverfunum er munurinn gríðarlegur. Til að mynda eru 68 fermetrar samgöngumannvirkja á hverja íbúð í Vesturbænum sunnan Hringbrautar sem ekki virðist sérlega þéttur. Í Grafarholti fara 259 fermetrar í gatnakerfið fyrir hverja íbúð og 322 fermetrar á íbúð í Staðahverfi. Innra gatnakerfi Staðahverfis er samkvæmt skýrslunni fimm sinnum umfangsmeira en í Vesturbænum og tíu sinnum umfangsmeira en í Heimahverfinu svo dæmi séu tekin.Skýrsludrögin sem heita „Landþörf samgangna“ eru frá því í lok árs 2004 og voru unnin undir stjórn Haraldar Sigurðssonar skipulagsfræðings, sem er einn nokkurra frábærra starfsmanna umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Haraldur var síðar verkefnisstjóri vegna endurskoðunar aðalskipulagsins sem nú er í gildi, AR2010-2030. Það leikur ekki vafi á því í mínum huga að þessi könnun á landþörf samgangna hefur haft veruleg áhrif til góðs í allri þeirri vinnu. Maður veltir fyrir sér af hverju borgarskipulagið og ráðgjafar þess hafi ekki gert sér grein fyrir allri þeirri sóun sem lá fyrir í skipulagsvinnunni á árunum upp úr 1990 og flestum var ljós löngu áður en skýrsludrög Haraldar og félaga lágu fyrir. Það vissu þetta allir. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af þessu en þá, að skipulag borgarinnar hafi verið óvistvænt og dýrt. Skýrsludrögin segja okkur það og það þarf ekki annað en að horfa á umferðina í þessari litlu borg til að sjá að eitthvað hefur farið úrskeiðis í skipulagsmálunum. En það eru einmitt skipulagsákvarðanir sem eru helstu orsök umferðarvandans. Vanreifaðar skipulagsákvarðanir kosta okkur óhemju fé til umferðarmála. Miklabraut í stokk er dæmi um það. Hvað ætli það séu margar 126 þúsund manna borgir í heiminum sem eru með 1,7 km langan stokk fyrir innanbæjarumferð? En það birti til með AR2010-2030 sem stefnir til betri vegar. Ljóst er að það markmið að hægja á útþenslu byggðar á höfuðborgarsvæðinu er skynsamlegt en það næst ekki nema með öflugu almenningssamgöngukerfi en þó fyrst og fremst með markvissu skipulagi. Dreifðar borgir þar sem notkun einkabílsins er forsenda búsetunnar leiða til lakari lífsgæða, hærri framfærslukostnaðar og margfalds samgöngukostnaðar. Einkabílisminn stuðlar að styttri líftíma, meiri hættu á lífsstílssjúkdómum vegna hreyfingarleysis að ekki sé talað um þátt hans í hlýnun jarðar. Það mikilvægasta er svo að hann dregur úr öllu götulífi, lífinu milli húsanna, félagslegum samskiptum og gerir borgirnar oftast leiðinlegri. Það er því í fullkomnu samræmi við umræðuna sem er áberandi um allan heim um útþenslu borganna, að skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu séu að reyna að stemma stigu við útþenslu byggðar. Fyrirbærið er kallað „Urban Sprawl – the uncontrolled expansion of urban areas“, ef einhver vill gúggla þetta. En menn eru víðast að tala um að hafa stjórn á þenslunni – ekki stöðva hana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hilmar Þór Björnsson Samgöngur Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Þó að mikið hafi verið rætt undanfarið um fyrirferð einkabílsins í borgarlandslaginu hefur ekki komið fram hve mikil fyrirferðin er. Hvað samgöngumannvirkin taka mikið pláss. Þetta var skoðað sérstaklega fyrir 15 árum og borið saman rými einkabílsins í ýmsum hverfum Reykjavíkurborgar og sett í samhengi við fjölda íbúða í hverfunum. Í örstuttu máli mátti skilja að skipulagsyfirvöld og ráðgjafar þeirra hefðu álitið landið nánast ókeypis. Árið 2004 þöktu samgöngumannvirkin 48% af borgarlandinu og byggð svæði nokkuð minna eða 42%. Það sem út af stendur eru 10% sem eru opin svæði. Þetta gildir fyrir borgina í heild. Ef nýju svæðin austan Elliðaáa eru skoðuð sérstaklega þá er staðan sú að 51% af borgarlandinu er ráðstafað fyrir samgöngumannvirkin og aðeins 35% voru undir byggð svæði og 14% undir opin svæði. Þegar einstök hverfi eru skoðuð og fermetrar samgangna á hverja íbúð bornir saman í hverfunum er munurinn gríðarlegur. Til að mynda eru 68 fermetrar samgöngumannvirkja á hverja íbúð í Vesturbænum sunnan Hringbrautar sem ekki virðist sérlega þéttur. Í Grafarholti fara 259 fermetrar í gatnakerfið fyrir hverja íbúð og 322 fermetrar á íbúð í Staðahverfi. Innra gatnakerfi Staðahverfis er samkvæmt skýrslunni fimm sinnum umfangsmeira en í Vesturbænum og tíu sinnum umfangsmeira en í Heimahverfinu svo dæmi séu tekin.Skýrsludrögin sem heita „Landþörf samgangna“ eru frá því í lok árs 2004 og voru unnin undir stjórn Haraldar Sigurðssonar skipulagsfræðings, sem er einn nokkurra frábærra starfsmanna umhverfis- og skipulagssviðs borgarinnar. Haraldur var síðar verkefnisstjóri vegna endurskoðunar aðalskipulagsins sem nú er í gildi, AR2010-2030. Það leikur ekki vafi á því í mínum huga að þessi könnun á landþörf samgangna hefur haft veruleg áhrif til góðs í allri þeirri vinnu. Maður veltir fyrir sér af hverju borgarskipulagið og ráðgjafar þess hafi ekki gert sér grein fyrir allri þeirri sóun sem lá fyrir í skipulagsvinnunni á árunum upp úr 1990 og flestum var ljós löngu áður en skýrsludrög Haraldar og félaga lágu fyrir. Það vissu þetta allir. Það er varla hægt að draga aðra ályktun af þessu en þá, að skipulag borgarinnar hafi verið óvistvænt og dýrt. Skýrsludrögin segja okkur það og það þarf ekki annað en að horfa á umferðina í þessari litlu borg til að sjá að eitthvað hefur farið úrskeiðis í skipulagsmálunum. En það eru einmitt skipulagsákvarðanir sem eru helstu orsök umferðarvandans. Vanreifaðar skipulagsákvarðanir kosta okkur óhemju fé til umferðarmála. Miklabraut í stokk er dæmi um það. Hvað ætli það séu margar 126 þúsund manna borgir í heiminum sem eru með 1,7 km langan stokk fyrir innanbæjarumferð? En það birti til með AR2010-2030 sem stefnir til betri vegar. Ljóst er að það markmið að hægja á útþenslu byggðar á höfuðborgarsvæðinu er skynsamlegt en það næst ekki nema með öflugu almenningssamgöngukerfi en þó fyrst og fremst með markvissu skipulagi. Dreifðar borgir þar sem notkun einkabílsins er forsenda búsetunnar leiða til lakari lífsgæða, hærri framfærslukostnaðar og margfalds samgöngukostnaðar. Einkabílisminn stuðlar að styttri líftíma, meiri hættu á lífsstílssjúkdómum vegna hreyfingarleysis að ekki sé talað um þátt hans í hlýnun jarðar. Það mikilvægasta er svo að hann dregur úr öllu götulífi, lífinu milli húsanna, félagslegum samskiptum og gerir borgirnar oftast leiðinlegri. Það er því í fullkomnu samræmi við umræðuna sem er áberandi um allan heim um útþenslu borganna, að skipulagsyfirvöld á höfuðborgarsvæðinu séu að reyna að stemma stigu við útþenslu byggðar. Fyrirbærið er kallað „Urban Sprawl – the uncontrolled expansion of urban areas“, ef einhver vill gúggla þetta. En menn eru víðast að tala um að hafa stjórn á þenslunni – ekki stöðva hana.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun