Pavel: Við erum ekki lið Gabríel Sighvatsson skrifar 10. október 2019 22:32 Pavel Ermolinskij. vísir Pavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik. „Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu. „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15 Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Pavel Ermolinskij, leikmanni Vals, leið vel með að ná í tvö stig þrátt fyrir erfiðan leik. „Mjög vel, að sjálfsögðu! Við erum í þeirri stöðu að við erum lið sem þarf að vinna leiki, sérstaklega á móti liðum sem eru í okkar hluta deildarinnar.“ Pavel lá greinilega mikið á hjarta. Hann var ekki að skafa af hlutunum aðspurður út í frammistöðu liðsins er undirritaður minntist á að hún hefði getað verið betri. „Þú ert góður þarna! Hún var langt frá því að vera góð. Hún var ekki ágæt, hún var bara slök. Ég er tilbúinn til þess að fórna einhverjum sigrum og einhverjum töpum ef að við erum að vinna að einhverju og við megum ekki festast í þessu hugarfari að reyna að vinna leiki endalaust.“ sagði Pavel og hélt áfram að gagnrýna hugarfarið í liðinu. „Þó að þetta snúist að sjálfsögðu um um það, þá þurfum við að hugsa lengra fram í tímann og hvað við erum að reyna að byggja upp hérna í þessu liði. Við erum ekki nógu góðir til að klöngra okkur úr hverjum einasta leik. Við þurfum að komast á stað þar sem við áttum okkur á því hvar við erum, í hverju við erum góðir, hvað við ætlum að gera og svo förum við út frá því. Það eru bara tveir leiki búnir en þeir hafa spilast mjög svipað.“ Ágúst Björgvinsson, þjálfari liðsins, sagði að Pavel hefði kveikt í mannskapnum í byrjun 4. leikhluta en Pavel gat varla talist ánægður með það. „Ég er ekki alveg viss með það... Hvað á ég að segja? Það á ekki að þurfa þess, segi ég. Það á ekki að þurfa þess að öskra og garga og kveikja í mönnum. Við eigum bara að sýna meiri metnað og stolt en að þurfa að láta öskra á okkur og þurfa að gíra sig upp í hluti.“ „Þetta er ekki til framdráttar. Ef við ætlum að treysta á það að ég komi inn í 3. leikhluta og öskri á einhvern til að við byrjum að spila vel þá erum við í slæmum málum.“ Þrátt fyrir slæma frammistöðu í fyrri hálfleik þá náði Valur að klára verkefnið í kvöld sem er mikilvægt að mati Pavels. „Það er það jákvæða. Báðir þessir leikir, á móti Fjölni og í kvöld, við spilum ekki vel en getum klárað leiki. Það er mjög sterkur hæfileiki. Það er hæfileiki sem þú kemst ekki langt án. Fyrst við höfum hann þá þurfum við að bæta í hitt en þessi eiginleiki er mjög mikilvægur.“ Pavel var ánægður með uppskeruna en ítrekaði að hugarfarið þarfnast breytinga. „Eins og ég segi, við erum ekki lið. Þótt við viljum komast þangað, í dag erum við ekki lið sem getur tekið neinum sigrum sem sjálfsögðum hlut. Tveir sigrar í tveimur leikjum er frábært fyrir okkur, ég er mjög ánægður.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15 Mest lesið Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Körfubolti Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Körfubolti Fleiri fréttir Grindavík - Njarðvík | Grindvíkingar snúa aftur á sinn heimavöll Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Beeman gekk frá fyrrum félögum Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna Kemur dómaranefnd til varnar og hnýtir í Jón og tvíburana Craig Pedersen heldur áfram með íslenska landsliðið Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana KR vann nýliðaslaginn Meistararnir byrja á góðum sigri Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 64-81 | Reynslan skilaði gestunum sigri „Væri eiginlega kjánalegt að segjast ekki ætla að gera betur“ Ragnar frá Þorlákshöfn í Grindavík Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur 87-73 Þór Þ. | Valsmenn tryggðu stigin með frábærum 4. leikhluta Þórsarar voru með leikinn í hendi sér en ótrúlegur 4. leikhluti tryggði Valsmönnum sigur. 10. október 2019 22:15