Handbolti

Ólafur tryggði Kristianstad fyrsta stigið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Ólafur er algjör lykilmaður hjá Kristianstad
Ólafur er algjör lykilmaður hjá Kristianstad vísir/getty
Íslendingalið Kristianstad fékk Kadetten Schaffhausen í heimsókn í Meistaradeild Evrópu í handbolta í kvöld og voru Teitur Örn Einarsson og Ólafur Guðmundsson báðir í eldlínunni hjá Kristianstad.

Ólafur fór raunar mikinn í sóknarleik sænska liðsins þar sem hann var markahæsti leikmaður vallarins með 9 mörk úr sextán skotum.

Hann jafnaði metin í 25-25 þegar rúm mínúta lifði leiks og reyndust það lokatölur leiksins.

Teitur Örn skoraði ekkert mark þrátt fyrir fjórar skottilraunir.

Fyrsta stig Kristianstad í D-riðli Meistaradeildarinnar á þessari leiktíð og er liðið í sjötta og neðsta sæti riðilsins eftir fjóra leiki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×