Stórhækka verður kolefnisgjald til að ná loftslagsmarkmiðum Kjartan Kjartansson skrifar 10. október 2019 16:28 Hagfræðingar hafa lengi talað um að gjald á kolefni sé skilvirk leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Vísir/Getty Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að kolefnisgjald upp á 75 dollara, rúmar níuþúsund íslenskar krónur, á tonn af koltvísýringi fyrir árið 2030 geti haldið hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Það myndi kalla á alþjóðlegt samkomulag um að gera jarðefnaeldsneyti dýrara í innkaupum. Á Íslandi þyrfti að meira en tvöfalda kolefnisgjald á bensíni. Að meðaltali segir sjóðurinn að kolefnisgjald í heiminum sé um tveir dollarar á tonn, jafnvirði um 250 íslenskra króna. Paulo Mauro, aðstoðarforstöðumaður fjármáladeildar AGS, segir að gríðarlegt stökk þurfi til að kolefnisgjald skili þeim árangri sem sjóðurinn sér fyrir sér að það geti gert. Gjald af þessu tagi gæti hækkað raforkuverð um meira en helming og verð á bensíni um fimmtung í Bandaríkjunum. Það gæti að sama skapi dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun þar um tæpan þriðjung. Í þróunarlöndum gæti kolefnisgjaldið dregið úr losun enn meira og skilað hlutfallslega meiri tekjum. Til að milda efnahagslegu áhrif gjalds ef þessu tagi segir sjóðurinn að hægt væri að beina fénu til almennings, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti á Íslandi er ákveðið miðað við lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð þess 8,25 krónur á hvern lítra af bensíni og 9,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu. Sé miðað við að um 2,3 kíló kolefnis losni við bruna á hverjum lítra bensíns er kolefnisgjald á bensíni á Íslandi tæplega 3.600 krónur á tonnið. Til að ná því markmiði sem AGS telur geta skilað umtalsverðum árangri þyrfti kolefnisgjaldið því að hækka um 160% hér á landi. Loftslagsmál Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) telur að kolefnisgjald upp á 75 dollara, rúmar níuþúsund íslenskar krónur, á tonn af koltvísýringi fyrir árið 2030 geti haldið hnattrænni hlýnun innan við 2°C. Það myndi kalla á alþjóðlegt samkomulag um að gera jarðefnaeldsneyti dýrara í innkaupum. Á Íslandi þyrfti að meira en tvöfalda kolefnisgjald á bensíni. Að meðaltali segir sjóðurinn að kolefnisgjald í heiminum sé um tveir dollarar á tonn, jafnvirði um 250 íslenskra króna. Paulo Mauro, aðstoðarforstöðumaður fjármáladeildar AGS, segir að gríðarlegt stökk þurfi til að kolefnisgjald skili þeim árangri sem sjóðurinn sér fyrir sér að það geti gert. Gjald af þessu tagi gæti hækkað raforkuverð um meira en helming og verð á bensíni um fimmtung í Bandaríkjunum. Það gæti að sama skapi dregið úr losun á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun þar um tæpan þriðjung. Í þróunarlöndum gæti kolefnisgjaldið dregið úr losun enn meira og skilað hlutfallslega meiri tekjum. Til að milda efnahagslegu áhrif gjalds ef þessu tagi segir sjóðurinn að hægt væri að beina fénu til almennings, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Kolefnisgjald á jarðefnaeldsneyti á Íslandi er ákveðið miðað við lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð þess 8,25 krónur á hvern lítra af bensíni og 9,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu. Sé miðað við að um 2,3 kíló kolefnis losni við bruna á hverjum lítra bensíns er kolefnisgjald á bensíni á Íslandi tæplega 3.600 krónur á tonnið. Til að ná því markmiði sem AGS telur geta skilað umtalsverðum árangri þyrfti kolefnisgjaldið því að hækka um 160% hér á landi.
Loftslagsmál Mest lesið Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Viðskipti innlent Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Viðskipti innlent Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Viðskipti innlent Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Viðskipti innlent Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Viðskipti innlent Davíð Ernir til liðs við Athygli Viðskipti innlent Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent
Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Viðskipti innlent