Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 13:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segist líta málið alvarlegum augum en þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að afgreiðslu málsins í þinginu. Málið snýr annars vegar að frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem fjallar um skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri. Með hinu frumvarpinu, sem kemur frá dómsmálaráðherra, var verið að bregðast við athugasemdum sem alþjóðlegur fjármála-aðgerðahópur, FATF, gerði varðandi skort á reglum hér á landi um hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar. Mælt var fyrir báðum frumvörpum á þriðjudag og þau samþykkt í gær, en þessi stutti tími gerði það af verkum að þeim félögum eða öðrum sem málið varðar gafst ekki kostur á senda inn umsagnir um málið. Það gagnrýnir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata harðlega, en hann gerði athugasemd við þetta í minnihlutaáliti í allsherjar- og menntamálanefnd.Telur að bregðast hefði átt við fyrr „Það er mikið ábyrgðarleysi að samþykkja lög með þessum ofboðslega hraði og án þess að það sé hægt að fara í fullnægjandi þinglega meðferð,“ segir Helgi. „Það geta alveg komið upp aðstæður þar sem að það bara þarf að gera það, það hefur komið fyrir áður, en það kemur fyrir í greinagerð frumvarpsins sem við vorum að fjalla um í allsherjar- og menntamálanefnd að þetta vandamál sem að við vorum að fara að laga og var víst lagað, það er búið að liggja fyrir frá því í apríl 2018.“ Hann telji þar af leiðandi ekki vera sannfærandi rök fyrir því að málið hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Ein af ástæðunum fyrir því að það lá mikið á að afgreiða málið er sögð vera hættan á því að Ísland myndi mögulega lenda á lista yfir ósamvinnuþýð ríki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, segist líta málið alvarlegum augum og segir það hafa verið þess eðlis að það þoldi enga bið. „Það kom skýrsla í fyrra þar sem bent var á ýmsa ágalla í íslensku kerfi og það hefur verið lögð mikil vinna í það að vinna í þeim málum og nú í september kom í ljós að það stæðu einungis örfá atriði eftir og þetta var eitt af þeim málum og þess vegna var brugðist svona hratt við,“ segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira
Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segist líta málið alvarlegum augum en þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að afgreiðslu málsins í þinginu. Málið snýr annars vegar að frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem fjallar um skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri. Með hinu frumvarpinu, sem kemur frá dómsmálaráðherra, var verið að bregðast við athugasemdum sem alþjóðlegur fjármála-aðgerðahópur, FATF, gerði varðandi skort á reglum hér á landi um hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar. Mælt var fyrir báðum frumvörpum á þriðjudag og þau samþykkt í gær, en þessi stutti tími gerði það af verkum að þeim félögum eða öðrum sem málið varðar gafst ekki kostur á senda inn umsagnir um málið. Það gagnrýnir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata harðlega, en hann gerði athugasemd við þetta í minnihlutaáliti í allsherjar- og menntamálanefnd.Telur að bregðast hefði átt við fyrr „Það er mikið ábyrgðarleysi að samþykkja lög með þessum ofboðslega hraði og án þess að það sé hægt að fara í fullnægjandi þinglega meðferð,“ segir Helgi. „Það geta alveg komið upp aðstæður þar sem að það bara þarf að gera það, það hefur komið fyrir áður, en það kemur fyrir í greinagerð frumvarpsins sem við vorum að fjalla um í allsherjar- og menntamálanefnd að þetta vandamál sem að við vorum að fara að laga og var víst lagað, það er búið að liggja fyrir frá því í apríl 2018.“ Hann telji þar af leiðandi ekki vera sannfærandi rök fyrir því að málið hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Ein af ástæðunum fyrir því að það lá mikið á að afgreiða málið er sögð vera hættan á því að Ísland myndi mögulega lenda á lista yfir ósamvinnuþýð ríki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, segist líta málið alvarlegum augum og segir það hafa verið þess eðlis að það þoldi enga bið. „Það kom skýrsla í fyrra þar sem bent var á ýmsa ágalla í íslensku kerfi og það hefur verið lögð mikil vinna í það að vinna í þeim málum og nú í september kom í ljós að það stæðu einungis örfá atriði eftir og þetta var eitt af þeim málum og þess vegna var brugðist svona hratt við,“ segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Fleiri fréttir Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sjá meira