Segir ábyrgðarleysi að afgreiða þingmál of hratt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 10. október 2019 13:51 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata. vísir/vilhelm Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segist líta málið alvarlegum augum en þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að afgreiðslu málsins í þinginu. Málið snýr annars vegar að frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem fjallar um skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri. Með hinu frumvarpinu, sem kemur frá dómsmálaráðherra, var verið að bregðast við athugasemdum sem alþjóðlegur fjármála-aðgerðahópur, FATF, gerði varðandi skort á reglum hér á landi um hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar. Mælt var fyrir báðum frumvörpum á þriðjudag og þau samþykkt í gær, en þessi stutti tími gerði það af verkum að þeim félögum eða öðrum sem málið varðar gafst ekki kostur á senda inn umsagnir um málið. Það gagnrýnir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata harðlega, en hann gerði athugasemd við þetta í minnihlutaáliti í allsherjar- og menntamálanefnd.Telur að bregðast hefði átt við fyrr „Það er mikið ábyrgðarleysi að samþykkja lög með þessum ofboðslega hraði og án þess að það sé hægt að fara í fullnægjandi þinglega meðferð,“ segir Helgi. „Það geta alveg komið upp aðstæður þar sem að það bara þarf að gera það, það hefur komið fyrir áður, en það kemur fyrir í greinagerð frumvarpsins sem við vorum að fjalla um í allsherjar- og menntamálanefnd að þetta vandamál sem að við vorum að fara að laga og var víst lagað, það er búið að liggja fyrir frá því í apríl 2018.“ Hann telji þar af leiðandi ekki vera sannfærandi rök fyrir því að málið hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Ein af ástæðunum fyrir því að það lá mikið á að afgreiða málið er sögð vera hættan á því að Ísland myndi mögulega lenda á lista yfir ósamvinnuþýð ríki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, segist líta málið alvarlegum augum og segir það hafa verið þess eðlis að það þoldi enga bið. „Það kom skýrsla í fyrra þar sem bent var á ýmsa ágalla í íslensku kerfi og það hefur verið lögð mikil vinna í það að vinna í þeim málum og nú í september kom í ljós að það stæðu einungis örfá atriði eftir og þetta var eitt af þeim málum og þess vegna var brugðist svona hratt við,“ segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Alþingi afgreiddi í vikunni tvö lagafrumvörp með miklu hraði til að bregðast við athugasemdum varðandi varnir Íslands gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Dómsmálaráðherra segist líta málið alvarlegum augum en þingmaður Pírata gagnrýnir harðlega hvernig staðið var að afgreiðslu málsins í þinginu. Málið snýr annars vegar að frumvarpi ferðamála- iðnaðar og nýsköpunarráðherra sem fjallar um skráningu almannaheillasamtaka sem starfa þvert á landamæri. Með hinu frumvarpinu, sem kemur frá dómsmálaráðherra, var verið að bregðast við athugasemdum sem alþjóðlegur fjármála-aðgerðahópur, FATF, gerði varðandi skort á reglum hér á landi um hvernig eigi að meðhöndla muni og eignir sem hafa verið haldlagðar eða kyrrsettar. Mælt var fyrir báðum frumvörpum á þriðjudag og þau samþykkt í gær, en þessi stutti tími gerði það af verkum að þeim félögum eða öðrum sem málið varðar gafst ekki kostur á senda inn umsagnir um málið. Það gagnrýnir Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata harðlega, en hann gerði athugasemd við þetta í minnihlutaáliti í allsherjar- og menntamálanefnd.Telur að bregðast hefði átt við fyrr „Það er mikið ábyrgðarleysi að samþykkja lög með þessum ofboðslega hraði og án þess að það sé hægt að fara í fullnægjandi þinglega meðferð,“ segir Helgi. „Það geta alveg komið upp aðstæður þar sem að það bara þarf að gera það, það hefur komið fyrir áður, en það kemur fyrir í greinagerð frumvarpsins sem við vorum að fjalla um í allsherjar- og menntamálanefnd að þetta vandamál sem að við vorum að fara að laga og var víst lagað, það er búið að liggja fyrir frá því í apríl 2018.“ Hann telji þar af leiðandi ekki vera sannfærandi rök fyrir því að málið hafi verið afgreitt með svo miklum hraði. Ein af ástæðunum fyrir því að það lá mikið á að afgreiða málið er sögð vera hættan á því að Ísland myndi mögulega lenda á lista yfir ósamvinnuþýð ríki. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, segist líta málið alvarlegum augum og segir það hafa verið þess eðlis að það þoldi enga bið. „Það kom skýrsla í fyrra þar sem bent var á ýmsa ágalla í íslensku kerfi og það hefur verið lögð mikil vinna í það að vinna í þeim málum og nú í september kom í ljós að það stæðu einungis örfá atriði eftir og þetta var eitt af þeim málum og þess vegna var brugðist svona hratt við,“ segir Áslaug Arna.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra.Fréttablaðið/Anton Brink
Alþingi Ísland á gráum lista FATF Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira