Husky-hundurinn í Vík greip gæsina af veiðimanni í þorpinu Jakob Bjarnar skrifar 10. október 2019 11:40 Husky-hundurinn er alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa. En, hann er saklaus af því að hafa drepið gæsina þó hann hafi gert sér lítið fyrir og slitið hana dauða af snúrustaur og gert sér að góðu. „Fólk er skíthrætt við þetta en rétt skal vera rétt,“ segir Gísli Wiium lögreglumaður í Vík um Husky-hund sem valdið hefur nokkurri ólgu í bæjarfélaginu. Þetta er hundur með fortíð og því alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Sleit gæsina af snúrustaur Miklum sögum fer af þessum hundi sem nú er búsettur á Vík í Mýrdal og er að öðlast nokkra frægð á landsvísu. Hann á að hafa drepið gæs, kött og lamb en eitthvað er allt þetta málum blandið. Sannleikurinn er sá að Husky-hundurinn er hafður fyrir rangri sök, í það minnsta í því að hafa drepið gæsina. Þannig var að hann var laus, sá gæs sem veiðimaður í þorpinu hafði skotið og lét hanga eins og margir veiðimenn gera með bráð sína. „Já, hann sleit gæsina af snúrustaur hjá veiðimanni,“ segir Gísli. Og gæddi sér á henni. Erfitt er að halda því gegn hundi þó hann grípi gæsina fái hann slíkt tækifæri. Hangandi gæs freisting sem erfitt er að standast. Fyrir hvaða hund sem er. Um er að ræða fimm ára gamlan hund og er hann þykkur og óárennlegur eins og títt er um Husky-hunda en hann virðist ekki vera hættulegur.Sami gamli þorparinn Vandamálið er hins vegar að þetta er hundur með fortíð. Fyrir þremur árum, eða árið 2016, reif hann sig lausan frá eiganda sínum, ásamt fleiri hundum, sem hlupu upp kött og drápu. Mikill styr varð í bænum í kjölfarið og var hundinum þá komið í Reykjavík í var. Hann er nýkominn í bæinn aftur og virðist alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Frá Vík í Mýrdalfréttablaðið/StefánÞví þessi sami Husky-hundur er grunaður um að hafa drepið lamb. Það var fyrir þremur árum. Gísli segir að þeir hjá lögreglunni fari ekki um og drepi hunda sem sjást á vappi í námunda við slíkt, það verði að liggja fyrir staðfesting. Eftirlit haft með hundinum „Þetta eru þrjú ár síðan en það var aldrei hægt að sanna þetta,“ segir Gísli og tekur fram að ef þetta hefði legið fyrir hefði hundinum verið lógað á stundinni. Lögreglan er búin að ræða við eigandann, sem er í sjokki vegna þessa og hitta hundinn. Þá hefur hún vakandi auga með því ef hundurinn sést laus. „Við höfum tilkynnt yfirstjórninni um þetta atvik og höfum eftirlit með þessu. Meira getum við ekki gert í bili,“ segir Gísli. „Við höfum áhyggjur af þessu og fólk hefur áhyggjur af þessu. En svona er þetta,“ segir Gísli sem telur ástæðulaust að vekja upp meiri áhyggjur en efni standa til og alls ekki með ósönnum sögusögnum. Dýr Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
„Fólk er skíthrætt við þetta en rétt skal vera rétt,“ segir Gísli Wiium lögreglumaður í Vík um Husky-hund sem valdið hefur nokkurri ólgu í bæjarfélaginu. Þetta er hundur með fortíð og því alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Sleit gæsina af snúrustaur Miklum sögum fer af þessum hundi sem nú er búsettur á Vík í Mýrdal og er að öðlast nokkra frægð á landsvísu. Hann á að hafa drepið gæs, kött og lamb en eitthvað er allt þetta málum blandið. Sannleikurinn er sá að Husky-hundurinn er hafður fyrir rangri sök, í það minnsta í því að hafa drepið gæsina. Þannig var að hann var laus, sá gæs sem veiðimaður í þorpinu hafði skotið og lét hanga eins og margir veiðimenn gera með bráð sína. „Já, hann sleit gæsina af snúrustaur hjá veiðimanni,“ segir Gísli. Og gæddi sér á henni. Erfitt er að halda því gegn hundi þó hann grípi gæsina fái hann slíkt tækifæri. Hangandi gæs freisting sem erfitt er að standast. Fyrir hvaða hund sem er. Um er að ræða fimm ára gamlan hund og er hann þykkur og óárennlegur eins og títt er um Husky-hunda en hann virðist ekki vera hættulegur.Sami gamli þorparinn Vandamálið er hins vegar að þetta er hundur með fortíð. Fyrir þremur árum, eða árið 2016, reif hann sig lausan frá eiganda sínum, ásamt fleiri hundum, sem hlupu upp kött og drápu. Mikill styr varð í bænum í kjölfarið og var hundinum þá komið í Reykjavík í var. Hann er nýkominn í bæinn aftur og virðist alltaf sami gamli þorparinn í hugum bæjarbúa.Frá Vík í Mýrdalfréttablaðið/StefánÞví þessi sami Husky-hundur er grunaður um að hafa drepið lamb. Það var fyrir þremur árum. Gísli segir að þeir hjá lögreglunni fari ekki um og drepi hunda sem sjást á vappi í námunda við slíkt, það verði að liggja fyrir staðfesting. Eftirlit haft með hundinum „Þetta eru þrjú ár síðan en það var aldrei hægt að sanna þetta,“ segir Gísli og tekur fram að ef þetta hefði legið fyrir hefði hundinum verið lógað á stundinni. Lögreglan er búin að ræða við eigandann, sem er í sjokki vegna þessa og hitta hundinn. Þá hefur hún vakandi auga með því ef hundurinn sést laus. „Við höfum tilkynnt yfirstjórninni um þetta atvik og höfum eftirlit með þessu. Meira getum við ekki gert í bili,“ segir Gísli. „Við höfum áhyggjur af þessu og fólk hefur áhyggjur af þessu. En svona er þetta,“ segir Gísli sem telur ástæðulaust að vekja upp meiri áhyggjur en efni standa til og alls ekki með ósönnum sögusögnum.
Dýr Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Fleiri fréttir Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Sjá meira
Husky grunaður um kattardráp át gæs Lögreglan á Suðurlandi hefur mál til rannsóknar í Vík í Mýrdal sem snýr að Husky hundi. Hundinum er gefið að sök að hafa tekið sig til og étið gæs. 7. október 2019 10:32