Tokarczuk og Handke fá bókmenntaverðlaun Nóbels Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. október 2019 11:06 Olga Tokarczuk and Peter Handke. Verðlaunahafar bókmenntaverðlauna Nóbels árin 2018 og 2019 eru pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austurríski rithöfundurinn Peter Handke. Þetta tilkynnti sænska akademían á fréttamannafundi rétt í þessu. Veitt voru tvenn verðlaun að þessu sinni þar sem engin verðlaun voru veitt í fyrra vegna hneykslismáls sem skók sænsku akademíuna. Eiginmaður eins nefndarmeðlims reyndist sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér. Tokarczuk fær verðlaunin fyrir árið 2018. Hún er fædd árið 1962 og er einn fremsti höfundur Póllands. Hún hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Bieguni í fyrra. Þá er hún er menntaður sálfræðingur og eftir hana liggja skáldverk af ýmsum toga, bæði ljóð og skáldsögur. Hún hefur einkum vakið athygli fyrir „dularfullan“ ritstíl og ítrekað verið verðlaunuð á Nike-verðlaununum, aðalbókmenntaverðlaunum Póllands. Tokarczuk er fimmtánda konan sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels en talið var líklegt að kona, eða konur, yrðu fyrir valinu í ár. Peter Handke er fæddur árið 1942 og er verðlaunaður fyrir árið 2019. Hann hefur ritað bæði skáldsögur og leikrit, auk þess sem hann er afkastamikill þýðandi. Á meðal hans þekktustu verka er skáldsagan Die Angst des Tormanns beim Eldmeter, sem gerð var að samnefndri kvikmynd árið 1972. Hann stökk fyrst fram á sjónarsviðið árið 1966 með hinu framúrstefnulega leikverki Publikumsbeschimpfung.Fréttin hefur verið uppfærð.BREAKING NEWS:The Nobel Prize in Literature for 2018 is awarded to the Polish author Olga Tokarczuk. The Nobel Prize in Literature for 2019 is awarded to the Austrian author Peter Handke.#NobelPrize pic.twitter.com/CeKNz1oTSB— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2019 Austurríki Bókmenntir Menning Nóbelsverðlaun Pólland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Verðlaunahafar bókmenntaverðlauna Nóbels árin 2018 og 2019 eru pólski rithöfundurinn Olga Tokarczuk og austurríski rithöfundurinn Peter Handke. Þetta tilkynnti sænska akademían á fréttamannafundi rétt í þessu. Veitt voru tvenn verðlaun að þessu sinni þar sem engin verðlaun voru veitt í fyrra vegna hneykslismáls sem skók sænsku akademíuna. Eiginmaður eins nefndarmeðlims reyndist sekur um kynferðisbrot og leiddi það til þess að meirihluti meðlima í akademíunni sagði af sér. Tokarczuk fær verðlaunin fyrir árið 2018. Hún er fædd árið 1962 og er einn fremsti höfundur Póllands. Hún hlaut alþjóðlegu Man Booker-verðlaunin fyrir skáldsögu sína Bieguni í fyrra. Þá er hún er menntaður sálfræðingur og eftir hana liggja skáldverk af ýmsum toga, bæði ljóð og skáldsögur. Hún hefur einkum vakið athygli fyrir „dularfullan“ ritstíl og ítrekað verið verðlaunuð á Nike-verðlaununum, aðalbókmenntaverðlaunum Póllands. Tokarczuk er fimmtánda konan sem hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels en talið var líklegt að kona, eða konur, yrðu fyrir valinu í ár. Peter Handke er fæddur árið 1942 og er verðlaunaður fyrir árið 2019. Hann hefur ritað bæði skáldsögur og leikrit, auk þess sem hann er afkastamikill þýðandi. Á meðal hans þekktustu verka er skáldsagan Die Angst des Tormanns beim Eldmeter, sem gerð var að samnefndri kvikmynd árið 1972. Hann stökk fyrst fram á sjónarsviðið árið 1966 með hinu framúrstefnulega leikverki Publikumsbeschimpfung.Fréttin hefur verið uppfærð.BREAKING NEWS:The Nobel Prize in Literature for 2018 is awarded to the Polish author Olga Tokarczuk. The Nobel Prize in Literature for 2019 is awarded to the Austrian author Peter Handke.#NobelPrize pic.twitter.com/CeKNz1oTSB— The Nobel Prize (@NobelPrize) October 10, 2019
Austurríki Bókmenntir Menning Nóbelsverðlaun Pólland Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira