Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 19:00 Ekkert bendir til annars en að fyrstu vinnustöðvanir blaðmanna á Íslandi skelli á í næstu viku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Samtök atvinnulífsins birtu tilboð sitt til félagsins í dag og segja það samræmast launastefnu lífskjarasamninga. Hjálmar segir kjör blaðamanna hörmulegar og kröfur þeirra vel innan marka sem samið hefur verið um við aðra. Fundi fulltrúa SA og BÍ í dag lauk án árangurs og fer atkvæðagreiðsla um röð vinnustöðvana því fram að óbreyttu á morgun. Verði þær samþykktur verður það í fyrsta skipti í 41 ár sem íslenskir blaðamenn fara í verkfall. Í tilkynningu á vefsíðu sinni fullyrða SA að tilboðið sem þau gerðu blaðamönnum feli í sér kjarabætur sem „samrýmast að fullu þeirri launastefnu sem mörkuð var með Lífskjarasamningnum“. Vara þau við því að verkföll valdi alltaf tjóni og skerði getu fyrirtækja til að standa undir kjarabótum í erfiðu árferði. Hjálmar segir kröfugerð blaðamanna aftur á móti hóflega og langt innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra hópa.Aðgerðirnar sem hafa verið boðaðar ná til fjögurra daga í nóvember.Verða að standa með sjálfum sér Atkvæðagreiðslan á morgun nær til blaða-, frétta- og myndatökumanna á Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýnar, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu. Verði að verkföllum munu blaða- og myndatökumenn netmiðlanna fara í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Þegar hefur útgáfufélagið Birtíngur samið við BÍ á forsendum kröfugerðar blaðamanna, að sögn Hjálmars. Kjarninn hafi gengið frá samningi í dag og viðræður standi yfir við smærri miðla. Telur Hjálmar að ekkert bendi til annars en að verkfallsaðgerðir skelli á. „Auðvitað vill maður ekki fara í verkfall en stundum þarf maður að standa með sjálfum sér og blaðamenn standa bara með sjálfum sér. Það er enginn annar sem gerir þetta fyrir þá,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvernig andinn hjá blaðamönnum sé segist Hjálmar finna fyrir miklum stuðningi innan stéttarinnar. „Enda eru kjör blaðamanna hörmuleg, því miður,“ segir hann.Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Ekkert bendir til annars en að fyrstu vinnustöðvanir blaðmanna á Íslandi skelli á í næstu viku, að sögn Hjálmars Jónssonar, formanns Blaðamannafélags Íslands. Samtök atvinnulífsins birtu tilboð sitt til félagsins í dag og segja það samræmast launastefnu lífskjarasamninga. Hjálmar segir kjör blaðamanna hörmulegar og kröfur þeirra vel innan marka sem samið hefur verið um við aðra. Fundi fulltrúa SA og BÍ í dag lauk án árangurs og fer atkvæðagreiðsla um röð vinnustöðvana því fram að óbreyttu á morgun. Verði þær samþykktur verður það í fyrsta skipti í 41 ár sem íslenskir blaðamenn fara í verkfall. Í tilkynningu á vefsíðu sinni fullyrða SA að tilboðið sem þau gerðu blaðamönnum feli í sér kjarabætur sem „samrýmast að fullu þeirri launastefnu sem mörkuð var með Lífskjarasamningnum“. Vara þau við því að verkföll valdi alltaf tjóni og skerði getu fyrirtækja til að standa undir kjarabótum í erfiðu árferði. Hjálmar segir kröfugerð blaðamanna aftur á móti hóflega og langt innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra hópa.Aðgerðirnar sem hafa verið boðaðar ná til fjögurra daga í nóvember.Verða að standa með sjálfum sér Atkvæðagreiðslan á morgun nær til blaða-, frétta- og myndatökumanna á Árvakri, sem gefur út Morgunblaðið og mbl.is, Ríkisútvarpinu, Sýnar, sem rekur fréttastofu Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar, og Torgs, sem gefur út Fréttablaðið og samnefnda vefsíðu. Verði að verkföllum munu blaða- og myndatökumenn netmiðlanna fara í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10 til 14, í átta tíma frá 10 til 18 hinn 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Þegar hefur útgáfufélagið Birtíngur samið við BÍ á forsendum kröfugerðar blaðamanna, að sögn Hjálmars. Kjarninn hafi gengið frá samningi í dag og viðræður standi yfir við smærri miðla. Telur Hjálmar að ekkert bendi til annars en að verkfallsaðgerðir skelli á. „Auðvitað vill maður ekki fara í verkfall en stundum þarf maður að standa með sjálfum sér og blaðamenn standa bara með sjálfum sér. Það er enginn annar sem gerir þetta fyrir þá,“ segir Hjálmar. Spurður að því hvernig andinn hjá blaðamönnum sé segist Hjálmar finna fyrir miklum stuðningi innan stéttarinnar. „Enda eru kjör blaðamanna hörmuleg, því miður,“ segir hann.Tekið skal fram að blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08