„Framtíðin kallar á okkur að gera betur“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 15:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra á fundi forsætisráðherra Norðurlanda í Stokkhólmi í dag. NORDEN.ORG/MAGNUS FRÖDERBERG „Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora.“ Svo hljóðuðu lokaorð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar á fundi norrænna forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir þar sem umhverfismál hafa verið í öndvegi. Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. Til að ná fram aukinni sjálfbærni þurfi í einhverjum tilfellum að breyta stjórntækjum til að svo megi verða, til dæmis með því að beita skattkerfinu og tryggja þurfi að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Á sama tíma og aðgerðir þurfi að vera róttækar þurfi þær einnig að vera réttlátar og tryggja velsæld. „Góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt fer saman,“ sagði Katrín. Nefndi hún dæmi um aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi gripið til, meðal annars með lengingu fæðingarorlofs og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka álögur á rafhjól. „Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu,“ sagði Katrín.Stýrði síðasta fundinum í formennskutíð Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, stýrði í morgun síðasta fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á morgun mun Sigurður Ingi svo gefa þinginu skýrslu um starf Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginumræðuefni fundarins hafi verið framtíðarsýn norræns samstarf um Norðurlöndin sem „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ sem var einmitt stefna sem sett var fram með nýrri framtíðarsýn fyrir árið 2030. Katrín fjallaði í ræðu sinni jafnframt um áherslumál Íslands í formennskutíð sinni sem nú er senn á enda. „Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Katrín. Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
„Norðurlöndin hafa sýnt að þau geta með samvinnu náð miklu meiri árangri en sitt í hvoru lagi. Nú kalla loftslagsmálin á okkur. Framtíðin kallar á okkur að gera betur. Að þora.“ Svo hljóðuðu lokaorð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra í ræðu hennar á fundi norrænna forsætisráðherra á Norðurlandaráðsþingi sem nú stendur yfir þar sem umhverfismál hafa verið í öndvegi. Katrín sagði í ávarpi sínu meðal annars að vestræn samfélög standi frammi fyrir grundvallarbreytingum. Til að ná fram aukinni sjálfbærni þurfi í einhverjum tilfellum að breyta stjórntækjum til að svo megi verða, til dæmis með því að beita skattkerfinu og tryggja þurfi að lífeyrissjóðir og sjóðir hins opinbera fjárfesti í grænum skuldabréfum. Á sama tíma og aðgerðir þurfi að vera róttækar þurfi þær einnig að vera réttlátar og tryggja velsæld. „Góðu fréttirnar eru þær að þetta tvennt fer saman,“ sagði Katrín. Nefndi hún dæmi um aðgerðir sem íslensk stjórnvöld hafi gripið til, meðal annars með lengingu fæðingarorlofs og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka álögur á rafhjól. „Við þurfum að vera reiðubúin að taka djarfar ákvarðanir sem þjóna almannahagsmunum og þjóna framtíðinni. En þessar ákvarðanir þurfa að vera teknar með lýðræðislegum hætti svo við stöndum öll saman að þessari umbreytingu,“ sagði Katrín.Stýrði síðasta fundinum í formennskutíð Íslands Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnaráðherra, stýrði í morgun síðasta fundi samstarfsráðherra Norðurlanda á formennskuári Íslands í Norrænu ráðherranefndinni. Á morgun mun Sigurður Ingi svo gefa þinginu skýrslu um starf Norrænu ráðherranefndarinnar undir formennsku Íslands. Í tilkynningu á vef stjórnarráðsins segir að meginumræðuefni fundarins hafi verið framtíðarsýn norræns samstarf um Norðurlöndin sem „sjálfbærasta og samþættasta svæði heims,“ sem var einmitt stefna sem sett var fram með nýrri framtíðarsýn fyrir árið 2030. Katrín fjallaði í ræðu sinni jafnframt um áherslumál Íslands í formennskutíð sinni sem nú er senn á enda. „Það hefur verið heiður og ánægja að stýra skútunni um stund. Ísland er minnst af þeim stóru en við erum líka stærst af þeim litlu. Þannig höfum við á formennskuárinu lagt okkur fram um að efla enn frekar samvinnuna við Álandseyjar, Færeyjar og Grænland, og ég held að það hafi tekist ágætlega,“ sagði Katrín.
Loftslagsmál Umhverfismál Utanríkismál Tengdar fréttir Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01 Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00 Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26 Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Sjá meira
Umhverfismál og varnarmál í brennidepli á Norðurlandaráðsþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kveðst skilja sátt við formennskutíð Íslands í Norrænu ráðherranefndinni sem er senn að ljúka. Hún auk annarra ráðherra og þingmanna sækir Norðurlandaráðsþing sem hefst í Stokkhólmi á morgun. 28. október 2019 12:01
Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Þing Norðurlandaráðs, hið 71. í röðinni, fer fram í Stokkhólmi í vikunni en þar koma saman þingmenn og ráðherrar frá öllum Norðurlöndunum. Loftslagsmál, sjálfbærni og þátttaka ungs fólks í mótun markmiða eru áberandi á dagskránni. Ísland fer með formennsku í ráðinu á næsta ári. 28. október 2019 07:00
Taka þurfi afgerandi skref til að koma í veg fyrir „svaka krísu og neyðarástand“ Forsætisráðherrar Norðurlanda munu funda með fulltrúm yngri kynslóðarinnar á morgun en loftslagsmálin eru meðal þess sem eru þeim hvað helst hugleikin. 29. október 2019 13:26
Norrænir miðjuflokkar vilja afnema klukkubreytingu Tillaga um afnám klukkubreytinga í norrænum löndum er meðal þess sem liggur fyrir Norðurlandaráðsþingi sem hefst í dag. Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, er meðal flutningsmanna tillögunnar en hún kveðst vongóð um að hún nái fram að ganga. 29. október 2019 12:02