Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Heimir Már Pétursson skrifar 29. október 2019 12:08 Frá samningafundi í morgun. Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslur hjá blaða- og fréttamönnum á Árvakri sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, Ríkisútvarpinu fréttastofu og netmiðli, Sýn sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2 og Torgi sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum netmiðli hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið á þessum miðlum fram til klukkan 13:30. Frá þeim tíma til klukkan 17:00 geta blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á þessum miðlum greitt atkvæði í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fljótlega upp úr klukkan fimm. Verði að verkföllum verða þau stigmagnandi og hefjast föstudaginn 8. nóvember með fjögurra tíma vinnustöðvun ljósmyndara og myndatökumanna og blaðamanna á fyrrgreindum netmiðlum. Vinnustöðvanir lengjast síðan um fjórar klukkustundir hvern föstudag frá og með 15. nóvember til 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar föstudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Sáttafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í morgun. Honum var frestað um klukkan hálf tólf en boðað hefur verið til vinnufundar viðsemjenda hjá Ríkissáttasemjara á ný klukkan hálf tvö. En í gær tókust samningar milli Blaðamannafélagsins og Birtings sem meðal annars gefur út Vikuna og Mannlíf. Blaðamenn hafa ekki farið í verfall í fjörtíu og eitt ár á Íslandi. Sá sem þetta skrifar er félagi í Blaðamannafélagi Íslands. Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira
Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Atkvæðagreiðslur hjá blaða- og fréttamönnum á Árvakri sem gefur út Morgunblaðið og heldur úti mbl.is, Ríkisútvarpinu fréttastofu og netmiðli, Sýn sem heldur úti Vísi, Bylgjunni og fréttastofu Stöðvar 2 og Torgi sem gefur út Fréttablaðið og heldur úti samnefndum netmiðli hefjast klukkan hálf tíu í fyrramálið á þessum miðlum fram til klukkan 13:30. Frá þeim tíma til klukkan 17:00 geta blaðamenn, ljósmyndarar og myndatökumenn á þessum miðlum greitt atkvæði í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar liggur fyrir fljótlega upp úr klukkan fimm. Verði að verkföllum verða þau stigmagnandi og hefjast föstudaginn 8. nóvember með fjögurra tíma vinnustöðvun ljósmyndara og myndatökumanna og blaðamanna á fyrrgreindum netmiðlum. Vinnustöðvanir lengjast síðan um fjórar klukkustundir hvern föstudag frá og með 15. nóvember til 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar föstudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum. Sáttafundur hófst hjá Ríkissáttasemjara klukkan hálf ellefu í morgun. Honum var frestað um klukkan hálf tólf en boðað hefur verið til vinnufundar viðsemjenda hjá Ríkissáttasemjara á ný klukkan hálf tvö. En í gær tókust samningar milli Blaðamannafélagsins og Birtings sem meðal annars gefur út Vikuna og Mannlíf. Blaðamenn hafa ekki farið í verfall í fjörtíu og eitt ár á Íslandi. Sá sem þetta skrifar er félagi í Blaðamannafélagi Íslands.
Fjölmiðlar Kjaramál Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Sjá meira