Handbolti

Ótrúleg endurkoma Vals í Garðabænum | Annar sigur Hauka í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Díana Dögg tryggði Val stig gegn Stjörnunni.
Díana Dögg tryggði Val stig gegn Stjörnunni. vísir/daníel
Stjarnan fór illa að ráð sínu gegn Íslands- og bikarmeisturum Vals í Olís-deild kvenna í dag. Lokatölur 24-24.

Stjörnukonur voru fjórum mörkum yfir, 24-20, þegar þrjár mínútur voru eftir. Valskonur skoruðu hins vegar fjögur síðustu mörk leiksins og tryggðu sér stig.

Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði jöfnunarmarkið. Hún var markahæst Valskvenna með fimm mörk. Vigdís Birna Þorsteinsdóttir skoraði fjögur mörk, þar af tvö á lokakaflanum.

Stjarnan var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 12-10, og náði mest sex marka forskoti í seinni hálfleik. Þórey Anna Ásgeirsdóttir var markahæst í liði Garðbæinga með átta mörk. Þórhildur Gunnarsdóttir og Rakel Dögg Bragadóttir skoruðu fimm mörk hvor.

Þetta er fyrsti leikurinn í vetur sem Valur vinnur ekki. Liðið er þó enn á toppi deildarinnar með ellefu stig. Stjarnan er í 3. sæti með níu stig.

Þórhildur Braga og stöllur hennar í Haukum eru komnar upp í 6. sæti Olís-deildarinnar.vísir/vilhelm
Haukar unnu sinn annan leik í röð þegar liðið lagði Aftureldingu að velli, 21-19.

Haukar eru í 6. sæti deildarinnar með fjögur stig en Mosfellingar eru stigalausir í áttunda og neðsta sætinu.

Guðrún Erla Bjarnadóttir, Þórhildur Braga Þórðardóttir og Sara Odden skoruðu allar fjögur mörk fyrir Hauka.

Roberta Ivanauskaite skoraði sjö mörk fyrir Aftureldingu og Anamaria Gugic fimm. Aðrir leikmenn liðsins skoruðu aðeins samtals sjö mörk.

Steinunn skoraði tólf mörk gegn HK.vísir/bára
Fram vann stórsigur á HK í Kórnum, 28-42. Gestirnir voru átta mörkum yfir í hálfleik, 13-21.

Steinunn Björnsdóttir skoraði tólf mörk fyrir Fram og Þórey Rósa Stefánsdóttir sjö. Lena Margrét Valdimarsdóttir og Karen Knútsdóttir gerðu fimm mörk hvor. Karen gaf einnig sjö stoðsendingar.

Sigríður Hauksdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu sex mörk hvor fyrir HK.

Fram er í 2. sæti deildarinnar með tíu stig, einu stigi á eftir Val. HK er í 5. sætinu með fimm stig.

Þá vann KA/Þór ÍBV með tveggja marka mun, 20-18, fyrir norðan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×