Segir geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun í ólestri Nadine Guðrún Yaghi skrifar 26. október 2019 19:00 Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn. Fjallað var um fíkni- og geðheilbrigðisvanda fólks með þroskahömlun og einhverfu á ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar í dag „Þjónustan er bara ekki til, allavega innan hins opibera eigum við ekki sérhæfða þjónustu með þverfaglegri nálgun fyrir þennan hóp og það bara sárlega vantar,“ segir Dagur Bjarnason, geðlæknir á Landspítalanum. „Þau eru bara í algjörum ólestri,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þrosahjálpar, og á við geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun eða fólk með einhverfu. „Við erum með dæmi um það að fólk fer inn á geðdeild og er vísað frá því þeir segjast ekki geta sinnt viðkomandi því hann er með þroskahömlun,“ segir Bryndís. Þá skili meðferð á geðdeild oft litlu sem engu fyrir hópinn þar sem hún sé ekki löguð að þeirra þörfum. Stórefla þurfi geðheilbrigðisþjónustu við fólk með þroskahömlun og tryggja því sérhæfða þjónustu sem tekur tillit til skerðinga þess meðal annars með því að laga upplýsingar sem því eru ætlaðar að þörfum þess. Dagur segir að hópurinn rekist á veggi út um allt. „Það á erfitt með að komast að á göngudeild geðsviðs, það fær ekki þjónustu á heilsugæslunni,“ segir Dagur. Ekki er til íslensk tölfræði um hve margir falla í þennan hóp en Bryndís áætlar að hann gæti verið á bilinu hundrað til tvö hundruð. Þá kom fram í dag að einnig sé mikilvægt að tryggja fólki með þroskahömlun fíknimeðferð sem hentar þörfum þess. Í dag sé einungis í boði að fara almenn meðferðarúrræði við áfengis og fíknivanda. „Fólk með þröskahömlun og einhverfu sem fer þarna inn skilur jafnvel ekki meðferðina sem er mjög flókin viðtalsmeðferð þannig það þarf að aðlaga hana og einfalda málið,“ segir Bryndís. Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun og einhverfu eru í ólestri að sögn formanns Þroskahjálpar. Dæmi séu um að fólki sé vísað frá geðdeild þar sem ekki sé hægt að sinna þeim. Þá sárvanti fíknimeðferð fyrir hópinn. Fjallað var um fíkni- og geðheilbrigðisvanda fólks með þroskahömlun og einhverfu á ráðstefnu Landssamtakanna Þroskahjálpar í dag „Þjónustan er bara ekki til, allavega innan hins opibera eigum við ekki sérhæfða þjónustu með þverfaglegri nálgun fyrir þennan hóp og það bara sárlega vantar,“ segir Dagur Bjarnason, geðlæknir á Landspítalanum. „Þau eru bara í algjörum ólestri,“ segir Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þrosahjálpar, og á við geðheilbrigðismál fólks með þroskahömlun eða fólk með einhverfu. „Við erum með dæmi um það að fólk fer inn á geðdeild og er vísað frá því þeir segjast ekki geta sinnt viðkomandi því hann er með þroskahömlun,“ segir Bryndís. Þá skili meðferð á geðdeild oft litlu sem engu fyrir hópinn þar sem hún sé ekki löguð að þeirra þörfum. Stórefla þurfi geðheilbrigðisþjónustu við fólk með þroskahömlun og tryggja því sérhæfða þjónustu sem tekur tillit til skerðinga þess meðal annars með því að laga upplýsingar sem því eru ætlaðar að þörfum þess. Dagur segir að hópurinn rekist á veggi út um allt. „Það á erfitt með að komast að á göngudeild geðsviðs, það fær ekki þjónustu á heilsugæslunni,“ segir Dagur. Ekki er til íslensk tölfræði um hve margir falla í þennan hóp en Bryndís áætlar að hann gæti verið á bilinu hundrað til tvö hundruð. Þá kom fram í dag að einnig sé mikilvægt að tryggja fólki með þroskahömlun fíknimeðferð sem hentar þörfum þess. Í dag sé einungis í boði að fara almenn meðferðarúrræði við áfengis og fíknivanda. „Fólk með þröskahömlun og einhverfu sem fer þarna inn skilur jafnvel ekki meðferðina sem er mjög flókin viðtalsmeðferð þannig það þarf að aðlaga hana og einfalda málið,“ segir Bryndís.
Félagsmál Heilbrigðismál Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira