Daníel Guðni: Vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi Smári Jökull Jónsson skrifar 25. október 2019 20:52 Daníel Guðni messar yfir sínum mönnum vísir/daníel Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“ Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Daníel Guðna Guðmundssyni þjálfara Grindavíkur var létt eftir sigurinn á Njarðvík í kvöld enda fyrsti sigurleikur Grindvíkinga í Dominos-deildinni staðreynd. „Ég er virkilega stoltur af strákunum, þeir lögðu sig gríðarlega vel fram og gerðu það sem við þjálfararnir báðum þá um, sem var að spila vörn. Það gerðu þeir og gerðu það vel,“ sagði Daníel Guðni eftir leik en Njarðvík skoraði aðeins 26 stig í fyrri hálfleik í dag. „Ég var rosalega ánægður með þetta og vildi eiginlega bæta í eftir hlé en stundum þróast leikir svona. Þeir fara í svæðisvörn og við lendum í smá vandræðum í byrjun en síðan skaut Óli (Ólafur Ólafsson) það í kaf,“ bætti Daníel við en Ólafur setti niður sjö þriggja stiga körfur í leiknum. Þrátt fyrir sigurinn var sóknarleikur Grindvíkinga ekki alveg upp á sitt besta og liðið tapaði mikið af boltum. „Við vorum með 7 tapaða bolta í fyrri hálfleik sem er lélegt. Þeir þröngva okkur út úr hlutum og við tökum óskynsamlegar ákvarðanir. Heilt yfir er ég sáttur með að fá fyrstu tvö stigin í vetur.“ „Við erum búnir að stilla okkur mikið betur saman. Við höfum verið að keyra á varnarleikinn á æfingum og menn eru að gera hluti sem þeir hafa kannski ekki verið að gera áður og það tekur bara sinn tíma. Við vonum að við séum skjaldbakan í þessu kapphlaupi og eigum eftir að bæta okkur eftir því sem á líður tímabilið.“ Erlendu leikmennirnir tveir, Jamal Olasawere og Valdas Vasylius, voru að leika sína fyrstu heimaleiki í kvöld og koma með aukna hæð í Grindavíkurliðið, eitthvað sem þeir þurftu sárlega á að halda. „Valdas er að komast í taktinn og á von á því að hann verði bara betri. Hann er þannig leikmaður að hann verður í því hlutverki að koma með reynsluna, koma með skilning á leiknum og svona. Þó svo að hann hafi ekki skorað eða frákastað mikið í kvöld er svo margt sem hann getur gert fyrir okkur varnarlega. Ég er ánægður með framlag leikmanna hér í kvöld, alla sem einn.“
Dominos-deild karla Mest lesið „Þetta var manndrápstilraun“ Sport Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Körfubolti Fékk dauðan grís í verðlaun Fótbolti Óvænt vandræði á Villa Park en PSG í undanúrslit Fótbolti „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ Íslenski boltinn Stúkan ræddi umdeilt víti KR-inga: „Þetta er ekkert eðlilega heimskulegt“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Körfubolti Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Körfubolti „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik